Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 4
4 11/2018 Óska eftir að kaupa land undir léttan iðnað og íbúðarhús. U.þ.b. 1/4 - 1 hektara að minnsta kosti. Aðgengi að 3ja fasa rafmagni, vatni og helst hitaveitu er skilyrði. Uppl. í síma 452-2679 og 680-6361 Starf landpósta Óskað er eftir umsóknum/tilboðum í starf landpósta frá Sauðarkróki Íslandspóstur óskar eftir ráða landpósta sem aka og dreifa pósti frá Sauðarkróki, um er að ræða verktakastarf. Ekið er annan hvern dag eftir áætlun, en reikna má með aukaferðum í desember. Um tvær leiðir er að ræða, önnur leiðin er með 305 km en hin 290 km. Gerður verður verktakasamningur um verkið. Starfið gæti hentað aðila í öðrum rekstri t.d. búskap eða öðru slíku. Viðkomandi þarf að útvega hentuga bifreið til verksins. Krafa er að umsækjandi sé jákvæður og hafi ríka þjónustulund. Nánari upplýsingar um starfið gefur Hannes Guðmundsson í síma 580 1264 og Valborg Gunnarsdóttir stöðvarstjóri á Sauðarkróki í síma 517 6046. Fyrirspurnir/umsóknir skulu sendar til Íslands- pósts í tölvupósti á netfangið hannesg@ postur.is sem fyrst. Í umsókn skal koma fram upplýsingar um umsækjanda, strafsreynsla, meðmæli bifreiðakost og óskir umsækjanda um greiðslu á ferð (kr/km). Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Í tengslum við aðalfund Rauða krossins í Skagafirði í síðustu viku var Pétri Erni Jóhannssyni veitt sérstök viðurkenning frá Rauða krossinum vegna skyndihjálparafreks hans á síðasta hausti þegar hann veitti vinnufélaga sínum, Richard Zarikov, fyrstu hjálp þegar hann fór í hjartastopp. Pétur segir Richard hafa verið í vinnu hjá honum á Áka bifreiðaþjónustu. Richard var kominn til vinnu á undan Pétri þennan morgun en örstuttu eftir að Pétur mætti fékk Richard krampakast sem varði í stutta stund og hneig svo niður, meðvitundarlaus. „Ég byrjaði á að taka púls en hann varð strax náfölur og fór svo að blána. Þegar ég fann engan púls fór ég að hnoða og hringdi svo á neyðarlínuna. Þeir voru mjög snöggir á staðinn, ég held þeir hafi verið innan við fimm mínútur. Ég hélt bara áfram þar til þeir komu og tóku við en það tók þó nokkra stund að ná honum í gang aftur,“ segir Pétur. Aðspurður um hvernig til- finning það sé að lenda í svona aðstæðum segir Pétur að þetta sé náttúrulega mjög sérstakt. „Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það væri ekki allt eðlilegt svo ég ákvað að reyna að halda ró minni og byraði að hnoða áður en ég hringdi eftir hjálp. Ég var rólegur allan tímann en eftir að sjúkraliðið var farið þá kláraði ég einn bíl en svo hafði ég ekki orku í meira og fór heim. Þá var klukkan orðin svona hálf ellefu.“ Hvetur alla til að læra skyndihjálp Atvikið varð á föstudags- morgni og á laugardagskvöld fékk Pétur fréttir af því að Richard væri kominn til meðvitundar. „Það létti nú mikið á að vita að hann væri vaknaður þannig að ég keyrði strax suður á sunnudagsmorg- un til þess að kíkja á hann á sjúkrahúsinu.“ Richard er ungur maður, ekki nema 21 árs, og óvenjulegt er að svo ungt fólk fari í hjarta- stopp. Pétur segir að engin ástæða hafi fundist fyrir því að þetta gerðist, þrátt fyrir miklar rannsóknir. Richard er nú kom- inn með gangráð og heilsast vel. Pétur tók skyndihjálpar- námskeið þegar hann var við nám í Fjölbrautaskólanum. „Það er orðið langt síðan,“ segir Pétur, „en kom engu að síður að góðum notum. Persónulega hvet ég sem flesta til að fara á skyndihjálparnámskeið og rifja það upp reglulega. Eftir þetta atvik hef ég talað um það við marga, að þetta sé eitthvað sem fólk þarf að gera, þó svo að mér hafi ekki þótt það áður.“ Rauði krossinn í Skagafirði stendur reglulega fyrir nám- skeiðum í skyndihjálp. Guðný Zoëga, formaður, segir Rauða krossinn í Skagafirði búa svo vel að hafa fjóra skyndihjálpar- kennara í héraðinu og bara á síðasta ári hafi 490 manns komið á 44 námskeið sem haldin voru. Þá hefur Rauði krossinn í Skagafirði gefið grunnskólunum námskeið fyrir 10. bekk. Við lítum svo á að það sé samfélagsleg skylda okkar að koma þessu á framfæri og leggjum mjög mikla áherslu á það,“ segir Guðný. /FE Veitt viðurkenning fyrir skyndihjálparafrek Pétur Örn Jóhannsson bjargaði vinnufélaga sínum Karl Lúðvíksson, Halla Þóra Másdóttir og Guðný Zoëga hjá Rauða krossinum í Skagafirði veittu Pétri Erni viðurkenningu fyrir skyndi- hjálparafrek sitt. Auk viðurkenningarskjals fékk hann gjafabréf á skyndihjálparnámskeið og skyndihjálpartösku. MYND: FE Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast um liðna helgi en alls voru 117 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar og einn aðili var handtekinn vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá sinnti lögreglan útkalli vegna umferðarslyss og maður var handtekinn eftir að hafa brotið rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Umferðarslys varð sl. sunnudag á Siglu- fjarðarvegi við Mýrarkot en þar valt bifreið með þeim afleiðingum að stúlka slasaðist á öxl og var hún flutt á sjúkrahúsið til aðhlynningar. Að sögn lögreglu var stúlkan ekki með öryggisbelti spennt þar sem hún hafði verið að klæða sig úr úlpu og spennti frá sér beltinu á meðan. Aðfaranótt laugardagsins var lögregla kölluð að dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki en þar hafði maður í annarlegu ástandi brotið rúðu í hurð og komist inn í húsið. Var maðurinn hand- tekinn og vistaður í fangaklefa. /PF Braut rúðu á dvalarheimili aldraðra Sauðárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.