Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 6
6 11/2018 Okkur langar að fjalla aðeins um það hvað við erum að gera á Sauðárkróki. Að vera ung- lingur á Sauðárkróki getur bæði verið gott og vont. Við erum tiltölulega frjáls og eigum t.d. auðvelt með að fá vinnu ef við viljum. En vegna þess að þetta er lítill staður þá eru ekki eins miklir valmöguleikar í tómstundum og annars staðar. Skólinn hjá okkur hefst 8:10 og oft erum við til klukkan16:00 í honum, stundum lengur. Sumir unglingar stunda tónlistarnám með skólanum og er frábært að hægt sé að gera það á skólatíma en ekki að þurfa að lengja daginn eins og var áður fyrr. Það er hægt að stunda nokkrar íþróttir og tómstundir á Króknum. Það sem unglingar gera er að stunda hefðbundnar íþróttir eins og fótbolta, körfu og frjálsar og svo eru nokkrir í bogfimi og æfa skíði og hestamennsku. Fyrir utan íþróttir fara unglingar líka í Hús frítímans og margir hittast þar vikulega þegar eitthvert starf er í gangi en margir unglingar mæta aldrei í Hús frítímans. Nokkrir krakkar eru í leik- félaginu og setja upp sýningar þar. Margir unglingar eru skráð- ir í unglingadeildina Trölla og þar er flott og skemmtilegt starf sem hentar mjög mörgum. Skátarnir eru með starf á Króknum en við erum ekki mikið að mæta þar. Okkur finnst frábært að hafa bíó á staðnum og reynum alltaf að mæta þegar áhugaverð mynd er í sýningu. Annars erum við mikið í því að vera úti og hitta vini þegar Samtaka krakkar að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum gervigrasvelli. MYNDIR: FJÖLMIÐLAVAL Margmiðlunarval Árskóla Hvernig er að vera unglingur á Sauðárkróki? Við erum nemendur í 9. og 10. bekk í Árskóla og erum í margmiðlunarvali í skólanum og vildum vekja athygli á lífi unglinga á Sauðárkróki. Hluti af margmiðlunarvalinu er að fara í heimsókn á fjölmiðla og sjá hvaða starf fer þar fram. Í heimsókn okkar á Feyki fengum við tækifæri til að skrifa grein og fjalla um unglingalífið á Sauðárkróki. Í þessari grein viljum við tala um það sem við viljum bæta varðandi félagslíf ungmenna á Króknum. Við vonumst til þess að greinin valdi breytingum á Króknum og bæti líf unglinga á staðnum. Við krakkarnir sem erum í margmiðlunarvali erum, Inga Vala, Valli, Reynir, Þorgrímur, Emma og Andrea. við getum án þess að vera að gera neitt sérstakt. Mjög margir unglingar eyða góðum hluta af frítíma sínum í símanum eða tölvunni og eiga í samskiptum þar inni. Þetta getur verið bæði gott og slæmt vegna þess að krakkar geta notað þetta til að forðast venjuleg samskipti en þarna er líka vettvangur fyrir marga til að eignast vini utan Sauðárkróks og vera í sam- skiptum við þá. Einnig spilum við mikið af tölvuleikjum og eru vinsælustu leikirnir Over- watch, Fortnite, PUBG (Player- unknown’s Battlegrounds), Call of Duty og World Of Warcraft. Margir unglingar eru í vinnu með skólanum og það helsta sem stendur okkur til boða yfir veturinn er að: bera út blöð, vinna í bakaríinu, vinna í ruslinu, vinna í Bifröst, Kaup- félagi Skagfirðinga eða Hlíðar- kaup. Svo á sumrin er hægt að vera í SumarTím en við getum ekki unnið þar allt sumarið svo stundum vantar okkur meira að gera yfir sumarið. Auka samgang milli skóla Margir unglingar finna ekki neitt við sitt hæfi og fara þá í sífellt meira mæli í tölvurnar til að hafa eitthvað að gera og einangrast stundum við það. Okkur langar að koma með nokkrar hugmyndir til að bæta unglingalífið/menninguna á Sauðárkróki. Það sem við vilj- um sjá öðruvísi eða breytingar á er; betra net í skólann, okkur langar í fleiri námsleiki til að gera námið áhugaverðara; fá fleiri enskar bækur í bókasöfn- in, fjölbreyttari verslanir eins og t.d. tölvu- og fataverslanir. Í Húsi frítímans vildum við sjá betri viðburði til að laða fleiri krakka þangað, eins og t.d. hæfileikakeppni og að sett yrði á laggirnar klúbbastarf þar sem krakkar með svipuð áhugamál gætu komið saman og kynnst betur í gegnum klúbbastarfið. Eins og til dæmis tölvuleikjaklúbbur, útivistar- klúbbur o.þ.h. Einnig myndum við vilja sjá betra net í sveitirnar svo krakkarnir þar hafi sömu möguleika og krakkarnir á Króknum. Við viljum líka auka samganginn milli skóla í Skagafirði á skólatíma. Hittast oftar og t.d. að vinna að verk- efnum saman. 10. bekkur gæti hist einu sinni í mánuði í mismunandi skólum og lært saman. Þetta er svona það helsta sem við vildum sjá breytast í Skagafirði. En það sem við myndum vilja að yrði stóra breytingin hérna er ekki að fá sebra- hestadýragarð, eins og einhver sagði, heldur finnst okkur að unglingarnir á Króknum ættu að eiga jafn mikinn hlut í sam- félaginu og fullorðnir þegar verið er að taka ákvarðanir um málefni sem tengjast ungling- um. Þá finnst okkur vanta að við séum höfð með í ráðum eða spurð hvað okkur finnst. Að alast upp í góðu samfélagi sem tekur tillit til okkar gerir líf okkar betra og eykur möguleika okkar í framtíðinni. Unglingar hafa fullt af hugmyndum sem eiga erindi inn í samfélagið og þá sérstaklega um málefni sem snúa beint að þeim. Krakkarnir í margmiðlunarvali og höfundar greinarinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.