Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 7
11/2018 7 MYND: ÓLI ARNAR NAFN: Halldór Gunnar Ólafsson. ÁRGANGUR: 1972. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Sigríði Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi. BÚSETA: Skagaströnd. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd. STARF / NÁM: Framkvæmdastjóri BioPol ehf / Sjávarútvegsfræðingur. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Yfirleitt nokkuð margt. Halldór Gunnar ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Hvernig nemandi varstu? Ég var miðlungs eða slakur nemandi lengst af en bætti mig jafnt og þétt í gegnum ferlið frá 17 ára aldri. Dúxaði í Sjávarútvegsdeild H.A. Hvað er eftirminnilegast frá fermingar- deginum? Rjúpurnar sem voru hafðar í matinn í veislunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man eftir að hafa ætlað að verða bakari af því að mér fannst það vanta á Skagaströnd. Það tækifæri er enn opið. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bátar voru alltaf í uppáhaldi, átti á tímabili tréskútu með seglum sem mér fannst flott. Besti ilmurinn? Rjúpnailmurinn á jólunum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Uff… við vorum svolítið öðruvísi og hlustuðum mikið á Rolling Stones á rúntinum, Wild horses, Angie ofl. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki mikið á sjónvarp en ef ég ætti að nefna eitthvað væri það Landinn. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Fátt nema kannski er elda á góðan mat. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Rjúpnabringur og önnur villibráð. Hættulegasta helgarnammið? Helgarnammi er ekki í boði…en ég er erfiður í kringum snakkpokann. Hvernig er eggið best? Ætli að sé ekki best spælt. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði og stress. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki og mont sem fólk á ekki inni fyrir. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Mér fannst bæði Ástríkur og Steinríkur flottir á sinn hátt. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, þá gæti ég sagt af mér og frelsað þjóðina undan þeim hörmungum sem þar eiga sér stað. Slíkt gæti líka komið í veg fyrir að þriðja heimstyrjöldin brjótist út. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Hef ekki skoðun á því. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Sagan sem aldrei var sögð. Framlenging: Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðarfæri, ólarrafhlöðuhlaðinn síma og blásýruhylki. RIFOSTUR Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueigin- leikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti. MOZZARELLA Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur. SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag. GOTTI Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega. N Ý PR EN T eh f. Upp á toppinn með ostinn Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 550 Sauðárkróki & 455 4600 Fax 455 4601 www.ks.is Sólgarðar í Fljótum Miðsvæðis milli Hofsóss og Siglufjarðar Gisting - morgunverður - kaffi og vöfflur - ís og drykkir - handverk - sundlaug - leikvöllur - grill og nestisaðstaða. Hagstæður möguleiki fyrir hvers konar hópa. Brúðkaup - stórafmæli - fjölskyldu- og ættarmót - hestaferðir - gönguhópar - skátar - stórar fjölskyldur. Frábær aðstaða fyrir allt að 50 mannna hópa. Gisting í uppbúnum rúmum eða svefnpoka- plássum og góð eldunaraðstaða. Hvetjum hópa sem vilja bóka allt húsið til að hafa samband fyrir 1. apríl. solgardar.com - s. 867-3164 gagnvegur@gmail.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.