Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 12
12 11/2018 Herdís María Sigurðardóttir Að sjálfsögðu verður lambakjöt Herdís María Sigurðardóttir á heima á Veðramóti í Skagafirði. Hún fermist í Sauðárkrókskirkju þann 31. mars hjá sr. Hjálmari Jónssyni. Foreldrar hennar eru Ásta Einarsdóttir og Sigurður Baldursson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Af því ég vil staðfesta trúna mína. Hefur þú velt trú- málum mikið fyrir þér? -Já, svolítið. Hvernig hefur ferm- ingarundirbúningn- um verið háttað? -Með kirkjusókn og fermingarfræðslu. Hvar verður veislan haldin? -Hún verður haldin í Tjarnarbæ. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, að sjáfsögðu lambakjöt. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, samfestingur og jakki. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég veit það ekki. Fermingin mín Fermingarbörn svara spurningum UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir Jón Árni Baldvinsson Langar í iPhone 8 plus Jón Árni Baldvinsson á heima á Tjörn á Skaga. Hann verður fermdur í Hofskirkju í Skagabyggð á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl af sr. Bryndísi Valbjarnardóttur. Foreldrar hans eru Bjarney R. Jónsdóttir og Baldvin Sveinsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trú- málum mikið fyrir þér? -Sæmilega mikið. Hvernig hefur ferm- ingarundirbúningn- um verið háttað? -Byrjað á Vatnaskógi og svo fermingar- fræðsla á hverjum þriðjudegi. Ég hef líka mætt í messur. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður haldin í Skagabúð. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, folaldakjöt og kökur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, það er búið að kaupa þau. Hver er óska fermingargjöfin? -iPhone 8 plus. María Gret Gunnarsdóttir Fermist í Hólaneskirkju María Gret Gunnarsdóttir verður fermd í Hólanes- krikju þann 20. maí af sr. Bryndísi Valbjarnardóttur. María á heima á Skagaströnd og foreldrar hennar eru Gunnar Sveinn Halldórsson og Svenny Helena Hallbjörnsdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina mína og ég trúi á Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, ég hef gert það. Hvernig hefur fermingarundirbún- ingnum verið háttað? -Ég hef verið að fara í fermingarfræðslu og eins í messur og ákveða með mömmu hvernig ég vil hafa veisluna eins og t.d. hvaða veitingar ég vildi hafa, hvaða lit og skraut. Ég ætla hafa Rose gold og hvítt þema. Hvar verður veislan haldin? -Í félagsheimilinu [á Skagaströnd]. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já, ég ákvað að hafa Mexikósúpu og kökur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, ég fékk mér hvítan kjól, ég keypti hann í Flash á Laugarveginum. Hver er óska fermingargjöfin? -Fara til útlanda. Anna Elísa Axelsdóttir Veltir trúmálum fyrir sér Anna Elísa Axelsdóttir á heima í Valdarársi í Fitjár- dal. Hún verður fermd í Víðidalstungukirkju þann 10. júní af sr. Guðna Þór Ólafssyni. Foreldrar hennar eru Bogey Erna Benediktsdóttir og Axel Rúnar Guðmundsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Ég trúi á Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, ég hef alveg nokkuð oft velt trúarmálum fyrir mér. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Það er frekar langt í fem- inguna svo ekki er búið að skipuleggja neitt mikið nema kannski það mikilvægasta. Hvar verður veislan haldin? -Á Gauksmýri. Er búið að ákveða hvað verður á mat- seðlinum? -Nei, það er ekki alveg ákveðið nema það verður matur og kökur í eftirrétt. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Ég stefni að því að finna kjól en það kemur bara í ljós. Hver er óska fermingargjöfin? -Það er ekkert ákveðið, bara eitthvað sem mun nýtast mér vel.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.