Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 14

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 14
14 11/2018 Séra Guðni Þór Ólafsson er sóknarprestur á Melstað í Miðfirði en auk Melstaðar heyra fjórar aðrar sóknir undir prestakallið. Á þessu vori fermir Guðni tíu börn í fjórum athöfnum. Hann segist sannfærður um að undantekningalítið séu börnin mjög jákvæð gagnvart kristinni trú og fermingin skipti þau miklu máli. Guðni hefur verið prestur á Melstað með hléum frá árinu 1982. Hann er uppalinn á Suðurlandinu en leiðin lá í Miðfjörðinn eftir prestnám þegar Melstaðarprestakall, ásamt tveimur öðrum, var auglýst laust til umsóknar og hann og félagar hans tveir sóttu hver um sitt brauð og fengu þau. En hvað skyldi hafa ráðið starfsvali Guðna? „Þetta var það sem ég var búinn að ganga með í maganum frá því ég var í menntaskóla og kannski lengur. Svo þegar kom að því að fara í háskólann þá hitti þetta mig bara í hjartað og ég fór í námið með það í huga að gerast prestur ef ég skyldi duga til þess. Það var bara svona persónuleg upplifun að þetta starf væri þess virði að helga sig því.“ Að Guðna sögn skipuðu trúarbrögð ekki áberandi sess í uppeldi hans utan kirkjuferðir og kvöldbænir eins og tíðkaðist víðast hvar. Hann segist þó hafa tekið sér það fyrir hendur, veturinn eftir fermingu, að lesa alla Biblíuna og man ekki betur en hann hafi komist yfir að lesa hana alla enda hafi honum þótt efnið áhugavert og það hafi höfðað til hans. Guðni segir fermingardaginn vera minnisstæðan dag þó hann hafi kannski ekki verið margbrotinn. Hann fermdist árið 1965 og á þeim tíma voru fermingarveislur haldnar í heimahúsum og ekki stórar. „Það kom móður- og föður- fjölskyldan, ég hugsa að það hafi verið svona 20 manns, og ég man enn eftir fermingar- gjöfunum og fólkinu sem kom og smávegis úr athöfninni sjálfri. Presturinn, sr. Stefán Lárusson frá Miklabæ í Blöndu- hlíð, lagði út af þessu klassíska, „Legg þú á djúpið“, sem var eftirminnilegt.“ Hefur fermingarfræðslan tekið miklum breytingum frá því þú fermdist? „Já, hún var ekki mikil og ekki flókin þegar ég fermdist. Við lærðum sálmana mest í skól- anum og ritningarvers og svo mættum við svona 3-4 sinnum í kirkjuna til að fara í gegnum bókina. Þetta var frekar þurr bók sem við áttum að styðjast við og ég held við höfum verið fyrsti fermingarárgangur sr. Stefáns. Svo hittist svo skemmtilega á að 35 árum síðar var ég að þjóna í Kópavogskirkju og þá bjó hann í sókninni sem prestur á eftirlaunum og tók stundum þátt í athöfnum þar til að létta undir. Það var mjög gaman.“ Á þessum tíma voru börnin látin læra 5-10 sálma og auk þess ritningarvers og bænir. Guðni segist sjálfur hafa sett börnunum fyrir að læra marga sálma og ritningarvers fyrstu árin sín sem prestur en það hafi dregið úr því í seinni tíð. „Þetta eru tveir sálmar sem við höfum haldið í. Og í raun hefur ferm- ingarfræðslan breyst svo mikið frá því að vera lærdómur í það að vera upplifun. Við reynum að láta börnin upplifa hvernig kristið samfélag er og hvað það leggur áherslu á. Það er hægt að hafa þetta skemmtilegt í stað þess að lærdómurinn verður staglkenndur og svo eiga mörg börn erfitt með utanbókar- lærdóm og hafa litla þjálfun í honum. Hér áður lyfti skólinn undir með fermingarfræðsl- unni þannig að börnin lærðu þar kjarnaatriðin í kristinni trú en núna má það alls ekki. Nú má presturinn helst ekki vera í skólanum, ef hann ætlar að koma þangað verður hann eiginlega að kljúfa sig í tvennt og skilja prestinn eftir úti. Það er mjög dapurlegt hvað sam- starf kirkju og skóla hefur verið skorið niður. Ég tek þó fram að ég hef gott samband við skóla- stjóra og kennara, þessi stefna kemur annars staðar frá.“ Börnin sem Guðni fermir ganga í skóla á Hvammstanga þar sem annar sóknarprestur þjónar. Prestarnir tveir hafa gjarnan haft samstarf um fermingarfræðsluna og skipta börnunum þá oft upp í hópa eftir öðrum reglum en búsetu þeirra, til dæmis eftir kynjum og segir Guðni að samstarfið gefist vel. Í hverju er fermingarundirbún- ingurinn helst fólginn? „Við erum með fermingar- börnin fimm daga í Vatnaskógi þar sem þau eru í fræðslu- stundum. Svo fá þau heimsókn frá hjálparstarfinu í hálfan dag og eru frædd um mikilvægi þess og hvernig það tengist kristinni trú. Við fáum líka fólk sem stýrir poppmessu með okkur og svo skiptum við krökkunum í hópa þar sem þau vinna ýmis verkefni eins og t.d. að gera stuttmynd um boðorðin eða sögulegt yfirlit um Hallgrím Pétursson. Svo eru kvöldvökur og messur sem þau taka þátt í. Staðurinn Vatnaskógur er mjög mótaður af kristilegu starfi og þar er mjög sterkur andi kristilegs samfélags. Síðan er líka undirbúningur og þátttaka í messum yfir veturinn, þau eru mjög virk í því bæði fyrir aðventukvöld og æskulýðsmessur. Þá er það námsbókin sjálf. Þau mæta í 15 fræðslustundir yfir veturinn þar sem mikið er lagt upp úr umræðum og að þau séu virkjuð í að tjá sig frá eigin brjósti um það hvernig þau vilji bregðast við í aðstæðum Halla Rut. MYND: FE Séra Guðni Þór Ólafsson, sóknarprestur á Melstað í Miðfirði Börnin eru orðin miklu virkari þátttakendur í kirkjustarfinu en áður VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Séra Guðni Þór, sóknarpresturinn á Melstað í Miðfirði. MYND: FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.