Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 16

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 16
16 11/2018 Nú til dags er svo margt breytt, meira að segja bara síðan ég fermdist (og það er nú ekkert svo hrikalega langt!) en allt er þetta í rétta átt, þetta er allt að verða svona lausara í sniðum. Þá á ég við að það er ekki orðið eins mikið um eitthvert mót sem allir eiga að fara eftir, t.d. merking á servíettur, það heyrir hér um bil sögunni til, fólk velur bara frekar ein- hverjar litskrúðugar eða skemmtilegar servíettur sem lífga upp á fallega skreyttan salinn. Eins eru þessar hefð- bundnu prúðubúnu ferming- arstyttur eins og allir voru með að verða sjaldséðari, í dag er jafnvel bara notuð mynd eða falleg tréstytta sem getur lýst karakter fermingarbarnsins, t.d. eins og þessar sem fást á kirkjuhusid.is (Willow Tree). Svo má fara alveg óhefðbundna leið og notast við skemmtilegar fígúrur, það er þá eitthvað sem fermingarbarnið getur svo átt til framtíðar sem táknrænt skraut! Hvað varðar borðskreyt- ingar er þetta einmitt enn á ný, búið að taka miklum breyt- ingum, margir eiga eflaust, eða muna eftir að hafa keypt, fleiri, fleiri kassa af skrautsteinum til þess að skreyta borðin þar sem gestirnir sitja. Í dag er bara notast við sælgæti ef skreyta á borðin hjá gestunum eða jafn- vel gæti verið skemmtilegt að hafa bara fallegar skálar með ýmsum berjategundum í, eitthvað sem gestir geta nartað í og gestgjafinn situr ekki uppi með fjölmargar pakkningar af hlutum sem hafa ekkert nota- gildi. Eins er með kertastjaka eða blómavasa á borð, margir nota krukkur undir kertin og ég á til dæmis slatta af kók- flöskum úr gleri sem ég hreinsaði allt af fyrir nokkrum árum og nota sem blómavasa. Það er skemmtileg og ódýr lausn sem er í raun hlutur sem á að spá í, að finna ódýrar og skemmtilegar lausnir því það að halda svona veislu er ekki ókeypis. Borð skreytt með Skittles-sælgæti og kókflöskur sem blómavasar. MYNDIR: HRAFNHILDUR Hrafnhildur Skaptadóttir í Blóma- og gjafabúðinni Heilræði fyrir undirbúing fermingarveislunnar Fermingarundirbúningur er örugglega eitthvað sem mörgum vex í augum. Til dæmis spurningar á borð við: Hvað á ég að bjóða upp á? Hvernig á ég að hafa þetta? Hverju er ég að gleyma? Í sjálfu sér er ferming og fermingarundirbúningur tími fermingarbarnsins, tími sem þú átt að reyna að virkja einstklinginn sem ferma skal sem mest, leyfa honum að velja litaþema, velja til dæmis eitthvað af uppáhalds veitingum barnsins og þar fram eftir götunum. En eitt hefur bæst við „undirbúningslistann“ síðustu ár og tel ég það vera af hinu góða. Það er að útbúa kortakassa sem fólk setur kortin í. Oft eru jú háar fjárhæðir innan í þessum umslögum og þá er tilvalið að halda þeim öllum á einum og sama staðnum, þau gætu nefnilega hæglega týnst, til dæmis þegar verið er að fara með gjafirnar heim og þess háttar. Kortakassana má útbúa á margvíslegan hátt, sem dæmi má bara nota skókassa, pakka honum inn og skreyta skemmtilega, eða bara pappa- kassa innan hæfilegra stærðar- marka. Á kassanum sem er á myndinni hér fyrir neðan límdi ég saman myndaramma og skar út pappa og límdi ofan á – skemmtilegt og fljótlegt! Þetta eru svona helstu heil- ræðin sem ég gæti leiðbeint fólki með, að ótöldu þemanu í veislunni. Það er í raun alltaf einhver sérstakur litur sem fermingarbarnið velur. Það er alltaf að færast í aukana, og finnst mér það mun skemmtilegra, að raða saman nokkrum skemmtilegum litum sem tóna fallega saman, svo fléttar maður áhugamál barnsins inn í þemað, hvort sem það er með skemmtilegri köku tengdu áhugamálinu eða bara reiðskóm og hnakk sem skrauti úti í sal! Það er alltaf svo skemmtilegt að nýta hlutina úr lífi barnsins til að lífga upp á salinn! Ég vona að þetta nýtist einhverjum, og óska ég öllum fermingjarbörnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með daginn! Hrafnhildur UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttr Tertan lýsir áhugamáli barnsins. Kortakassar eru að ryðja sér til rúms enda þarfaþing. Fermingarborð tónlistarmannsins. Nammibarir njóta sívaxandi vinsælda í fermiingarveislum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.