Feykir


Feykir - 21.03.2018, Page 1

Feykir - 21.03.2018, Page 1
12 TBL 21. mars 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Arna Björg Bjarnadóttir svarar Rabb-a-babbi Bláber með sykri og rjóma er besta helgarnammið BLS. 9 Árshátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var í Skagafirði um helgina Skemmtileg ferð um hálendi Skagafjarðar Friðfinna Lilja Símonardóttir er með ýmislegt á prjónunum Saumaði íslenska búninginn á strákana sína BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Í gær var, á táknrænan hátt, skrifað undir samstarfssamning milli Sveitar- félagsins Skagafjarðar og Sýndarveru- leika ehf. um uppbygginu og rekstur sýndarveruleikasýningar um atburði sem gerðust í Skagafirði á Sturlunga- öld m.a. Örlygsstaðabardaga sem er fjölmennasta orrusta sem háð hefur verið á Íslandi. Undirritunin fór fram í Aðalgötu 21, í húsnæði því sem hýsa á sýninguna, að viðstöddu sveitar- stjórnar- og fjölmiðlafólki sem og fulltrúum yngri kynslóðarinnar sem fengu að setja upp sýndargleraugu og prófa útbúnaðinn. „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af nokkrum til þess að draga að ferðamenn bæði innlenda og erlenda,“ segir Ingvi Jökull Logason sem leiðir verkefnið fyrir hönd Sýndarveruleika ehf. Hann segir verkefnið metnaðarfullt og mjög jákvætt skref í þeirri nálgun. Ingvi segir verkefnið hafa byrjað á einfaldri og skemmtilegri hugmynd sem nokkrir aðilar tóku ástfóstri við. „Þeir fara síðan af stað og reyna að safna fjárfestum og draga menn með sér í verkefnið sem er mjög metnaðarfullt bæði í tæknilegri nálgun og ekki síst í því að þora að eiga samstarf og vinna að uppbyggingunni með sveitarfélaginu og íbúum Skagafjarðar. Hann segir aðspurður fjármögnunina hafa gengið vel en bendir á þá staðreynd að hver sá sem hefur tekist á við svona verkefni viti að mörg símtöl eru að baki og mörg nei, áður en jáin koma. „Staðan er þannig í dag að við erum að loka fjármögnunarvinnunni og eftir því sem ég best veit er einn aðili með aðalfund í dag [í gær] sem við vonumst eftir jákvæðu svari frá. Þetta eru um 10% sem við eigum eftir að loka og sú vinna heldur áfram. Við erum búin að tryggja fjármagn til að byrja og kom- umst mjög langt en við munum þurfa að halda áfram með fjármögnunarvinn- una samhliða. Ingvi segir hugmyndina spretta upp úr vinnu sem snýr að því að búa til segul á Sauðárkrók, þar sem ekki sé nægjan- lega mikil ferðamennska eða að ferða- menn staldri ekki nægilega lengi við í Skagafirði. „Þannig að við erum að reyna að fá fólk til að taka vinstri beygju eins og við köllum það, þ.e. af hring- veginum. Það er alveg klárt að það er áskorun en við lítum svo á að það sé alveg nægur grunnur til að byggja á. Ferðamenn sem koma í Glaumbæ og sútunarverksmiðjuna benda til þess og aðrar mælingar. Það er áskorun að ná ferðamönnum á staðinn til að staldra við í einhverja stund sem vonandi gista og njóta bæjarins meira.“ Ingvi segir allar áætlanir ganga vel og framkvæmdir séu þegar hafnar við húsið. „Við vonumst til þess að ytri ásýnd verði lokið einhvern tímann í sumar, júní eða júlí, ef bestu áætlanir ganga eftir og þá eigum við eftir að ganga frá innanhúss og fleira en stefn- um á seinni part haustsins. Október er það sem við erum með eyrnamerkt í dag.“ /PF Skagafjörður verði leiðandi sveitarfélag í nýtingu sýndarverleika Atburðir Sturlungasögu lifna við Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Fyrir framan komandi sýndarveruleikahús að Aðalgötu 21. Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og sveitarstjórnarfulltrúarnir, Stefán Vagn Stefánsson, Viggó Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir og Gunnsteinn Björnsson MYND: PF

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.