Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Júdó Þrjú brons á Vormóti yngri flokka Systkinin Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson ásamt Tsvetan Tsvetanov Michevski voru fulltrúar Júdódeildar Tindastóls á Vormóti yngri flokka sem fram fór í Reykjavík sl. laugardag. Mót var haldið af Júdósambandi Íslands og áttu flest júdófélög á Íslandi fulltrúa á mótinu. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Þóranna Ásdís atti kappi við stráka líkt og áður vegna þess hversu fáar stúlkur voru skráðar til leiks. Hún mætti ákveðin til leiks í U13 -42kg flokki og eftir hörku glímur endaði hún í þriðja sæti. Arnór Freyr varð einnig að láta sér lynda þriðja sætið í U15 -50kg flokki eftir mjög góða frammistöðu. Þriðja bronsið kom svo í hlut Tsvetan sem keppti í U21 -90kg flokki og stóð sig virkilega vel. „Það er gaman að fylgjast með framförum þessara glæsilegu og prúðu fulltrúa Tindastóls og sjá hvernig þau styrkjast sem júdómenn og einstaklingar með hverju mótinu sem þau taka þátt í,“ segir Einar Örn Hreinsson, júdóþjálfari, á Tindastóll.is. Að móti loknu skemmti hópurinn sér saman í keilu áður en haldið var heim á leið. /PF Landsmóts UMFÍ 2018 á Sauðárkróki Thelma Knúts ráðin verkefnastjóri Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins sem fram fer á Sauðárkróki í sumar. Á heimasíðu UMFÍ kemur fram að Thelma sé með meistara- gráðu í verkefnastjórnun frá Marymount University í Virginíu í Bandaríkjunum. Einnig er hún á heimavelli þar sem hún býr á Sauðárkróki. „Þetta starf leggst mjög vel í mig. Ég er spennt enda nóg að gera þótt skipulagning Lands- mótsins sé langt komin,“ segir Thelma Knútsdóttir á umfi.is. Hún segir undirbúning Landsmótsins ganga vel. „Það er búið að skipuleggja hverja grein og sérgreinarstjórnar klárir. Þetta er allt að koma.“ Landsmótið á Sauðárkróki er íþróttaveisla sem mun standa yfir dagana 12. – 15. júlí ætlað 18 ára og eldri. Á sama tíma fer fram Landsmót UMFÍ 50+. Skráning á Landsmótið hefst 1. apríl. /PF Keppendur Júdódeildar Tindastóls á Vormóti JSÍ yngri flokka. Frá vinstri: Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir, Tsvetan Tsvetanov Michevski og Arnór Freyr Fjólmundsson. MYND: EINAR ÖRN HREINSSON Úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta : Tindastóll–Grindavík 96–92 Stólasigur í spennuleik í Síkinu Tindastólsmenn sýndu alvöru karakter í fyrsta leiknum í einvígi Tindastóls og Grindavíkur sem fór fram í Síkinu sl. föstudag. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92. Stólarnir fóru vel af stað og voru yfir megnið af fyrsta leikhluta. Grindvíkingar, með Bullock, Sigga Þorsteins og Dag Kár í góðum gír, voru þó aldrei langt undan en Grindvíkingar komust þó loks yfir í leiknum á síðustu sekúndu fyrri hálf- leiks eftir klaufagang heimamanna. Staðan 43-44. Gestirnir voru skrefinu á undan í síðari hálfleik en Stólarnir létu þá þó ekki sleppa úr greipum sér. Pétur hélt sínum mönnum inni í leiknum á strembnum kafla í þriðja leikhluta og síðan kviknaði á Arnari í fjórða leikhluta. Hann og Hester náðu upp góðu samspili sem gestunum gekk illa að stöðva en síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Dagur Kár setti þrist þegar 19 sekúndur voru eftir. Gestirnir brutu á Pétri og Stólarnir fengu tvö víti og Pétur setti það fyrra niður. Hannes náði frákastinu þegar síðara vítið geigaði, hann fékk boltann síðan frá Helga Margeirs og tók 3ja stiga skot. Þegar það klikkaði kom Arnar á fljúgandi siglingu í gegnum teig Grindvíkinga, stökk hæst allra og blakaði bolta- num í spjaldið og niður. Staðan 81-81 og leikurinn framlengdur. Í framlengingu reyndust Stólarnir öflugri og villur lykilmanna veiktu lið Grindvíkinga. Arnar og Hester fóru fyrir sínum mönnum í fram- lengingu og sætur sigur vannst, 96-92, og lið Tindastóls því 1-0 yfir í einvíginu. Annar leikur liðanna fór fram í gærkvöldi en þá var Feykir kominn í prentun. Sjá ýtarlegri lýsingu á leiknum á Feykir.is /ÓAB Thelma verkefnastjóri. MYND: UMFÍ Glaðar Krækjur á leið upp í 2. deild. MYND AF FACEBOOK Blak Krækjur unnu sig upp í aðra deild Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaup- stað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísa- firði og Birnur A í Kópavogi. Með sínum frábæra árangri enduðu Krækjurnar í 2. sæti sem gefur þeim keppnisrétt í 2. deild á næsta ári en þær komu sér upp úr 5. deildinni árið 2016. Þá voru þær færðar upp í 3. deild þar sem verið var að fjölga liðum og fækka deildunum. Birnur Bombur kepptu í 5. deild og fór þeirra törnering fram á Ísafirði. Höfnuðu þær í 4. sæti, unnu tvo leiki 2-0. Birnur A kepptu í 4. deild og áttu þær stórgóða leiki um helgina. Unnu þær fjóra leiki af fimm; tvo leiki 2-0 og tvo 2-1 og höfnuðu í 2. sæti í B hóp eða í 8. sæti í deildinni. /PF Mögnuð mynd af baráttu Hesters og Bullocks. MYND: HJALTI ÁRNA 12/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.