Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 6
upp hlíðina væri ófær en nei, ekki var um mikinn snjó að ræða og allir bílar komust klakklaust upp og ferðin gat haldið áfram eftir snjóbreiðum hálendisins. Það kom mér á óvart hversu snjólétt var á fjöllum, eða öllu heldur hélt ég að allt væri á kafi í snjó á þessum árstíma. Vissulega voru snjóabreiður en dökkir dílar sáust víða. Færið var fínt þrátt fyrir hitastig yfir frostmarki og útsýnið var eins og best verður á kosið. Veðrið yndislegt, smá gjóla en glampandi sól. Við vegamótin, þar sem leiðin liggur í Ingólfsskála, var tekið matarhlé og staðan könnuð. Var ákveðið að bregða út af ferðaáætlun og halda að miðju Íslands sem staðsett er í Skagafirði, við Illviðrishnjúka norðaustan Hofsjökuls. Þangað Áætlað var að hefja för um klukkan 9 á föstudags- morguninn 16. mars en einhver misskilningur var með þann tíma þar sem sumir tóku því þannig að mæting væri þá. Töfin gerði engum illt þar sem veðrið lék við ferðalanga, heiðskírt og hitatölur vel yfir frostmarkinu. Heyrði ég reyndar á skipuleggjendum að það væri kannski ekki alveg kjöraðstæður þar sem líklega væri frostlaust á fjöllum líka og færið gæti þá verið verra fyrir vikið. Snjórinn gljúpur og hætta á drullumyndun þar sem snjór næði ekki yfir ef um það yrði að ræða. Ferðaáætlun var ekki full- mótuð, aðeins í stórum drátt- um, þar sem eitthvað átti að spila eftir aðstæðum, sem kom á daginn. Stutta leiðarlýsingin var: ekið fram Vesturdal, upp í Ingólfsskála og niður hjá Skiptabakka. Lagt var af stað upp úr klukkan 10 og ekið, eins og áætlun sagði til um, fram Vesturdal og upp á Sprengi- sandsleið. Ekki var um mikla tálma á leiðinni um dalinn, aðeins á einum stað hafði myndast mikil svellalög þar sem vað er yfir Hofsána sem rennur eftir dalnum, og verið erfitt yfirferðar helgina áður þegar skipuleggjendur könnuðu að- stæður. En nú hafði klakabrú hrunið ofan í ána og vaðið orð- ið fært og allt gekk að óskum. Þegar komið var að eyði- býlinu Þorljótsstaði datt mér ekki annað í hug en að vegurinn FRÁSÖGN & MYNDIR Páll Friðriksson Um síðustu helgi mætti stór hópur jeppamanna í Skagafjörðinn á landsmót 4x4 klúbbsins á Íslandi. Farnir voru bíltúrar á fjöll bæði föstudag og laugardag og á laugardagskvöld var svo boðið upp á sameiginlegan kvöldmat í Miðgarði. Skagafjarðardeild 4x4 klúbbsins stóð að undirbúningi heimsóknarinnar og skipulagði bíltúrana. Undirrituðum var boðið með í föstudagstúrinn sem hófst við Hótel Varmahlíð en þar gisti stór hópur gestanna. Árshátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var í Skagafirði um helgina Skemmtileg ferð um hálendi Skagafjarðar komust allir klakklaust og nutu sín í sólskininu og létu taka myndir af sér við minnisvarðann sem Ferðakúbburinn 4x4 stóð að að reisa og vígja formlega árið 2009. Varasöm jökulsá Eftir miðjuheimsókn var stefn- an tekin á Ingólfsskála en nú fór gamanið að kárna. Bílar fóru að festast í hinum ýmsu sköflum og snjódrögum og sást þá hversu misjöfn farartækin reyndust í snjó. Sumir bílanna voru á minni dekkjum en aðrir, loftþrýstingur kannski ekki við hæfi og svo voru aðrir stærri og þyngri og festust þess vegna í snjónum sem var orðinn deigur í hitanum. Skagfirðingarnir brostu bara hringinn því þeir voru vel tækjum búni og flutu yfir allt sem á vegi þeirra varð. Það er líklega eitthvað í þessa áttina sem svona ferðir ganga út á, reyna sig við snjóinn, festa sig eða draga aðra upp. Frá Ingólfsskála og að Skiptabakka var beinn og breiður hvítur vegur og ekið greitt. Nú þurfti aðeins að vara sig á tvennu, ef greitt væri farið að gæta sín á hugsanlegum hengjum eða stökkpöllum og 6 12/201809

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.