Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 12 TBL 21. mars 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ásdís Brynja valin íþróttamaður ársins Ársþing USAH Ársþing Ungmennasam- bands Austur Húnvetn- inga var haldið sl. sunnudag, 18. mars, á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturs- sonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói. Hvatningarverðlaun USAH voru afhent á þinginu en þau hlaut Sigrún Líndal hjá Fram á Skagaströnd fyrir óeigingjarnt starf sitt fyrir sambandið og margar nýjungar sem hún hefur bryddað upp á í starfi sínu á Skagaströnd. Einnig var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins hjá USAH og fyrir valinu varð Ásdís Brynja Jónsdóttir hjá Hestamannafélaginu Neista. /FE Settu upp leikrit eftir sögu Guðrúnar frá Lundi Grunnskólinn austan Vatna á Sólgörðum Nemendur Grunnskólans austan Vatna á Sólgörðum héldu árshátíð sína sl. laugardag og var hún vel sótt. Nemendur sýndu leikritið Afdalabarn í leikgerð sem kennararnir þeirra, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Sjöfn Guð- mundsdóttir, unnu upp úr samnefndri sögu Guðrúnar frá Lundi sem ólst einmitt upp á bænum Lundi í Fljótum og kenndi sig við hann. Hlutu krakkarnir mikið lof fyrir flutninginn. Einnig var spilað bingó og fleira sér til gamans gert og að sjálfsögðu var boðið upp á forláta kaffiveitingar í lokin. Starfsfólk skólans klæddist að sjálfsögðu viðeigandi klæðnaði að hætti Guðrúnar frá Lundi í tilefni dagsins. /FE Íþróttamaður USAH, Ásdís Brynja Jónsdóttir. MYND AF FACEBOOK MYNDIRNAT TÓKU KRISTÍN SIGURRÓS EINARSDÓTTIR OG SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR Hér má líta á leikara Grunnskólans austan Vatna við leik. „Plássið“ verði verndar- svæði í byggð Borðeyri Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. mars sl. var lögð fram og samþykkt bókun þess efnis að sá hluti Borðeyrar við Hrútafjörð sem stendur á svokölluðum Borðeyrartanga og gekk lengi undir viðurnefninu „Plássið" verði gerður að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði. Lög þessi skilgreina verndarsvæði í byggð sem afmarkaða „byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar sam- kvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara“. Í bókun sveitarstjórnar segir: „Með þessu vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Markmið þess að gera hluta Borðeyrar að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á Borðeyri með þeim hætti að söguleg arfleifð kaupstaðarins fái notið sín og gildi hennar undirstrikað gagnvart heimamönnum jafnt sem aðkomufólki en þó ekki síst gagnvart komandi kynslóðum." Var byggingafulltrúa falið að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við reglugerð þar að lútandi. /FE FIMMTUDAG 29. MARS KL. 20 GRINGO MÁNUDAG 26. MARS KL. 20 TOMB RAIDER Miðapantanir í síma 453 5216 Ath. Eingöngu er tekið við miðapöntunum í gegnum síma. Góða skemmtun! við Skagfirðingabraut FIMMTUDAG 22. MARS. KL. 20 DEATH WISH Fylgist með okkur á Facebook Ósóttar miðapantanir eru seldar 10 mín. fyrir auglýstan sýningartíma (nema um annað sé samið) 16 1612 SUNNUDAG 25. MARS KL. 16 VÍTI Í VESTMANNA- EYJUM.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.