Feykir


Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 1
13 TBL 28. mars 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Elín Ólafsdóttir hársnyrtir úr Fljótum býr nú í Jessheim í Noregi og segir frá degi í lífi brottflutts Af hverju ekki? BLS. 4 Anna Kristín Jónsdóttir í Mýrakoti tekin tali Tónlistin var eitt- hvað sem ég varð að koma á framfæri Ásdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri í viðtali Frumkvöðlakonur samtíðar hittast á Króknum BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Hann hefur vakið mikla athygli flutningabíllinn frá Vörumiðlun sem skreyttur er risamyndum úr Skagafirði. Á annarri hliðinni er Þórðarhöfðinn í forgrunni með eyjarnar tvær, Drangey og Málmey, sitt hvoru megin í bakgrunni. Á hinni hliðinni er maður að skíða niður brekku og texti sem segir að Skagafjörður sé heimili ævintýranna. Að sögn Magnúsar Svavarssonar, framkvæmdastjóra Vörumiðlunar, varð hugmyndin til hjá Sigríði Svavarsdóttur, systur hans, og Stefáni Vagni Stefánssyni, sem voru á leið á fund til Reykjavíkur á vegum Sveitar- félagsins. Á leiðinni mættu þau mörgum bílum frá Vörumiðlun og upp úr vangaveltum kviknaði sú hugmynd hvort ekki væri gaman að hafa bílana merkta sveitarfélaginu. „Svo var það eitt sinn þegar við Sirrý vorum að hlaupa að hún talaði um þessa hugmynd þeirra, sem ég tók vel í, enda alltaf jákvæður á hlaupum,“ segir Magnús léttur í bragði. Úr varð að þau Sigfús Ingi Sigfússon og Bryndís Lilja Hallsdóttir, starfsmenn Sveitar- félagsins, tóku við verkefninu og þetta er niðurstaðan, eins og Magnús orðar það. Hann segir að svona merkingar séu ekki algengar en þó til, m.a. á Vörumiðlun einn lítinn bíl í Búðardal sem skartar mynd úr Dölunum. Magnús segir að Vörumiðlun sé með hátt í 60 bíla í rekstri eftir að fyrirtækið keypti Fitjar/Vörumiðlun nýlega og hátt í 90 manns sem vinna hjá fyrirtækinu í heildina. Bílstjóri hins myndskreytta bíls sem myndin er af heitir Kristmundur Ingimarsson og segir hann að bíllinn veki mikla athygli hvert sem hann fer. „Já, það hafa margir talað við mig, hvað þetta sé flott og allir ánægðir með þetta. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað þetta vekur mikla athygli,“ segir Kristmundur. Hann segir myndina vera um 13 metra langa enda þekur hún allan vagninn. /PF Vörumiðlun kynnir Skagafjörð með afgerandi hætti 13 metra langar myndir úr Skagafirði Flutningabíll Kristmundar vekur athygli hvert sem hann fer. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS Hin hliðin. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.