Feykir


Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 2
Nú stendur yfir á Alþingi vinna sem miðar að því að lækka kosningaaldur í sveitarstjórnarkosningum en annarri umræðu um málið lauk sl. fimmtudag. Lagt er til að hver íslenskur ríkisborgari sem hefur náð 16 ára aldri á kjördag í sveitarstjórnarkosn- ingum fái kosningarrétt. Í greinargerð segir að frum- varpið sé lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur og munu þá nærri 9.000 manns fá tæki- færi til að hafa á kjördegi áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem varða líf þeirra og umhverfi sem ekki njóta þessara grundvallarréttinda lýðræðisins að óbreyttum lögum. Í frumvarpinu kemur fram að oftar en ekki sé það yngra fólkið sem leiðir eldri kynslóðir áfram til framtíðarinnar með hugmyndum sínum um jafnrétti og lýðræði. Með því að veita ungu fólki á aldrinum 16–18 ára kosningarrétt yrði stigið stórt skref í þá átt að efla rödd ungs fólks í samfélaginu, samfélaginu sjálfu til heilla, auk þess sem yngra fólk fengi þar tækifæri til að móta líf sitt og framtíð á sama hátt og aðrir borgarar. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að finna samantekt um kosningaþátttöku fólks í alþingiskosningunum 28. október 2017. Þar segir að kosningaþátttaka hafi aukist í öllum aldurshópum en mest hjá yngstu kjósendunum 18-19 ára, úr 68,7% árið 2016 í 75,2% árið 2017, eða 9,5%. Minnst var þátttakan hjá aldurshópnum 20–24 ára (69,6%) en mest hjá kjósendum 65–69 ára (91,2%). Kosningaþátttaka jókst lítillega frá kosningunum 2016 þegar hún var 79,2%, 79,5% meðal kvenna en 78,8 meðal karla. Mikil umræða hefur skapast í þjóðfélaginu um þetta frumvarp og er það eðlilegt. Margir velta því fyrir sér hvort rétt sé að fólk sem skilgreind eru sem börn, öðlist þennan rétt eða þurfi yfir höfuð að bera þann kaleik að standa í þessu veseni. Þetta unga fólk er ekki sjálfráða hvað þá fjárráða, hafa ekki leyfi til að aka bíl og mega hvorki kaupa né afgreiða tóbak eða áfengi í verslunum. Svo er allskostar óvíst að þessi börn hafi yfir höfuð einhvern áhuga á þessu máli. Ég ræddi við minn ungling, sem er á sextánda ári, og spurði um áhuga hans á kosningum í vor. Á skalanum 1 til 100 er áhuginn 0. Ég hugsaði, mér til skelfingar, að ef unglingurinn minn, 16 ára, væri að fara að kjósa í vor myndi það líklega vera vegna þess að ég drægi hann á kjörstað. Og hvað myndi hann kjósa? Líklega það sem ég segði honum að gera! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Lækkun kosningaaldurs Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku var landað 1.342.165 kílóum í höfnum á Norðurlandi vestra. 14 skip og bátar lönduðu á Skagaströnd rúmum 400 tonnum. Tæplega 940 tonnum var landað á Sauðár- króki en þar af voru tæp 600 tonn af rækju sem komu með flutningaskipinu Silver Framnes. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 18. – 24. mars 2018 Arnar með 317 tonn til Skagastrandar SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 1.475 Auður HU 94 Grásleppunet 1.214 Arnar HU 1 Botnvarpa 317.110 Bergur sterki HU 17 Handfæri 2.591 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 9.679 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 601 Hafdís HU 85 Handfæri 873 Hafdís HU 85 Landbeitt lína 56 Hafrún HU 12 Dragnót 34.963 Húni HU 62 Handfæri 6.657 Katrín GK 266 Landbeitt lína 4.029 Onni HU 36 Dragnót 10.893 Ólafur Magnússon Þorskfiskinet 10.460 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 920 Sæunn HU 30 Handfæri 1.974 Alls á Skagaströnd 403.495 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 3.932 Drangey SK 2 Botnvarpa 168.618 Fannar SK 11 Landbeitt lína 612 Gammur SK 12 Grásleppunet 1.622 Gammur SK 12 Rauðmaganet 429 Hafey SK 10 Handfæri 2.226 Málmey SK 1 Botnvarpa 140.440 Már SK 90 Handfæri 523 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 30.797 Silver Framnes (LJLQ3) NO 999 Rækjuv. 588.139 Vinur SK 22 Handfæri 1.332 Alls á Sauðárkróki 938.670 Breytingar framundan í stjórnun Blönduós Um næstu mánaðamót verða breytingar á stjórnun Blönduósbæjar þegar Arnar Þór Sævarsson lætur af störfum eftir ellefu ár í starfi sveitarstjóra. Arnar tók við starfinu í október árið 2007 af Fanneyju Friðriksdóttur sem lét þá af störfum. Valgarður Hilmarsson mun taka við starfi sveitarstjóra þann 1. apríl. Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 20. mars var samþykkt að Anna Margrét Jónsdóttir verði forseti bæjarstjórnar í stað Valgarðs og að Zophanías Ari Lárusson verði fyrsti varaforseti sveitarstjórnar. Var það samþykkt án mótatkvæða. Einnig var ráðningarsamningur við nýjan sveitar- stjóra kynntur og samþykktur með smávægilegum breytingum með þremur atkvæðum en tveir sátu hjá. Fulltrúar J-listans, þau Oddný María Gunnars- dóttir og Hörður Ríkharðsson, lögðu fram svohljóðandi bókun: „J-listinn telur ástæðulaust að ráða sveitarstjóra. Starfsmenn sveitarfélagsins eru fullfær[ir] að annast þau störf sem annast þarf fram yfir kosningar“. Í lok fundar voru Arnari Þór þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. /FE Átök vegna sýndarveruleika Sigurjón kærir málsmeðferð sveitarstjórnar Sigurjón Þórðarson, vara- fulltrúi Skagafjarðarlistans í Svf. Skagafjörður hefur sent kæru til sveitarstjórnarráðu- neytisins þar sem óskað er eftir aðkomu þess vegna ólögmætrar stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, á grundvelli 109 gr. laga nr. 138/2011. Um er að ræða samninga sveitarfélags- ins við Sýndarveruleika ehf. og samning við hugbúnaðar- fyrirtæki um hönnun og stjórnun á uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, fyrir starfsemi Sýndarveruleika ehf. Í kærunni segir að ljóst sé að meðferð málanna hafi hingað til stangast algerlega á við fyrrgreind lög (103 gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 138/2011) sem segir til um skyldu sveitar- stjórna til að upplýsa íbúa um mál sem hafa verulega fjárhags- lega þýðingu og langtíma skuldbindingar fyrir sveitarfél- agið, auk þess sem það sé í anda góðra stjórnsýsluhátta. „Íbúum Skagafjarðar hafa ekki verið veittar lögbundnar upplýsingar með greinargóðum hætti um umfang, tímalengd og eðli þeirra fjárhagslegu skuldbindinga og ívilnana sem sveitarfélagið hyggst veita fyrirtækinu. Því síður um tengdan kostnað sem af ákvörðunum hlýst, svo sem við að finna starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga aðra aðstöðu fyrir starfsemi sína en því var áður ætluð,“ ritar Sigurjón í kæru sinni. Hann segir að við umfjöllun málsins hafi minnihluta sveitarstjórnar verið þröngur stakkur skorinn og í kjölfar ræðu sinnar um safnamál á síðasta fundi sveitarstjórnar, hafi honum verið tilkynnt að framganga hans á fundinum myndi hafa afleiðingar fyrir störf hans á vegum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fer Sigurjón fram á að ráðuneytið taki málið til af- greiðslu og afgreiði fyrir næsta sveitarstjórnarfund svo málin fái lögmæta meðferð. /PF Sigurjón Þórðarson. MYND AF FACEBOOK 2 13/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.