Feykir


Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 10
Af hverju ekki? Feykir hafði samband við Skagfirðinginn Elínu Ólafsdóttur í lok síðasta árs og náði að plata hana til að svara Degi í lífi brottflutts. Elín býr ásamt fjölskyldunni í Jessheim í Noregi ásamt maka sínum, Hallmari Huga Aðalsteinssyni, og börnum þeirra, Emblu Sól og Aroni Frosta. Elín er meistari í hársnyrtiiðn og viðskiptafræðingur að auki en hún starfar hja Apollo hårsenter í Osló. Elín er ættuð frá Hrauni í Sléttuhlíð, dóttir Beggu sem býr í Stóra-Holti í Fljótum. Hún flutti með mömmu sinni og Gauja bróður sínum á Hofsós þegar hún var á unga aldri og gekk í skóla þar en svo flutti fjölskyldan út í Fljót og Elín kláraði grunnskólann í Varma- hlíð. Hún lærði hárgreiðslu og rak hárgreiðslustofuna Lamba- krullur á Lambanesi þar sem hún bjó um tíma en flutti svo á Nýrækt með stofuna, sig og dótturina Emblu áður en hún hleypti heimdraganum. Hún flutti með fjölskyldunni, manni og tveimur börnum, til Noregs árið 2015. Jessheim er tæplega 17 þúsund manna byggð, ekki langt norður af höfuðborg Noregs og er í raun næsti bær við Gardemoen-flugvöllinn sem er í 35 kílómetra fjarlægð frá Osló. Á síðasta ári fóru 27 milljón manns um Gardemoen og það mætti áætla að stór hluti þeirra hafi brunað framhjá Fjölskyldan. Aftast er Elín, þá Embla Sól með Aron Frosta og fremstur er Hallmar. MYND: ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Elín Ólafsdóttir / hársnyrtir úr Fljótum gerir út frá Jessheim í Noregi vænt. Vinnan mín og það að fá að kynnast nýjum hliðum á hársnyrtiiðninni. Upplifun og reynsla fyrir alla fjölskylduna. Að ógleymdu veðurfarinu og samgöngum. Hvað gerir þú helst í frí- stundum? Þær eru fjölbreyttar og við erum uppátækjasöm þegar kemur að frítíma. Dags- ferðir um nágrennið upp í lengri ferðir um nágranna- löndin. Fáum einnig reglulega heimsóknir frá Íslandi. Hvers saknið þið mest að heiman? Við söknum vissulega fjölskyldu og vina. Ég sakna sundlauga og heitra potta. Fyrsta sem Embla Sól biður um þegar hún kemur til Íslands er saltfiskur. Ef einhver á leið í heimsókn þá er viðkomandi gjarnan beðinn um að hafa með sér lifrarpylsu og sviðasultu. Gætir þú deilt einhverri eftir- minnilegri sögu frá dvöl þinni erlendis? Já, Hallmar var kominn út u.þ.b. mánuði á undan okkur til að undirbúa komu okkar. Ég tók börn og stappfullan bíl og brunaði austur í Norrænu. Meðan við biðum eftir að komast um borð í ferjuna þá flugu alls kyns hugsanir í gegnum hugann. Við skröltum á skrjóðnum, sem var sérstaklega keyptur í þessa flutninga, um borð. Drösluðum draslinu upp í káetuna og beint upp á dekk, skipsflautan þandi sig og við sáum ljósin á Seyðisfirði hverfa hægt og rólega. Hvern fjandann var ég búin að koma mér í?! Hugsa með mér: Iss, þetta verður allt í góðu. Fyrsta nóttin, Embla er sjóveik og Aron, þá 9 mánaða, kominn með hita. Ekkert netsamband og skipsfjandinn lét öllum illum látum um nóttina. Daginn eftir, siglum inn í Þórshöfn í Færeyjum. Fengum að fara frá borði með Aron innpakkaðann í kerru, ennþá með smá hita. Embla varð hress um leið og stigið var frá borði og fékk loksins matarlyst. En ég fékk þessa hrikalegu sjóriðu um leið og ég steig á fast land, skrölti upp Þórshöfn eins og eftir nokkra vel sterka drykki. Að koma um borð aftur var eins og himnaríki fyrir mig, þar sem ég gat loksins stigið ölduna aftur, en verra fyrir Emblu. Þá áttum við eftir tvær nætur í land í Danmörku. Embla sjóveik, Aron ennþá með hita en ég laus við sjóriðuna. Það er laugardagsmorgunn og við leggjum að höfn í Hirsthals í Danmörku. Þar áttum við að keyra úr Norrænu og nánast beint inn í næstu ferju til að komast yfir til Noregs. Þá hófst vandamálið; hvernig kemst ég í þessa ferju. Við keyrðum í marga hringi á höfninni en aldrei fann ég afleggjarann að ferjukvikindinu! Ég lendi svo á eftir bíl með íslensku númeri og ákvað að elta, eftir að hafa farið aftur í sömu hringina þá átta ég mig á því að hann er líka villtur. Þegar stressið nær hámarki þá loksins finnum við leiðina. Það var aðeins tæp fjögurra tíma sigling til Noregs og þá var u.þ.b. tveggja tíma keyrsla eftir til Hallmars. Ég var frekar stressuð að keyra á hraðbraut- inni og koma mér í gegnum Osló. Um það leyti þegar ég renni út á hraðbrautina byrjar bíllinn að nötra. Nei andsk.. hvað nú? Inn á næstu bensín- stöð, ekkert sjáanlegt að dekkj- um. Síminn minn ekki að samþykkja nýtt land og virkar ekki. Ákveð að halda áfram, Hallmar nær að hringja í mig og undirbýr viðbragðsáætlun. Varð að keyra undir 80 km/klst á hraðbrautinni, flautað á mig í gríð og erg og ég með andlitið í rúðunni af stressi og vegna þess að ég sá lítið út vegna búslóð- arinnar í bílnum. Við höktum á áfangastað, fjölskyldan sameinast, þvílík hamingja! Hallmar kíkir á bílinn og segir svo: „Elín, það var nú algjör óþarfi að taka hálfa Lágheiðina með þér!“Hversu lengi ertu í kjör-búðina frá heimili þínu? 5-10 mínútur.. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Það kemur ekkert í staðinn fyrir eina með öllu! Hvað kostar mjólkurlítr- inn? Um það bil 20 norskar krónur. [255 kr. íslenskar] Hver er skrítnasti mat- urinn? Komle, kjötfarsbollur með engu kjöti í. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Við elskum að gera vel við okkur, ferðast, förum reglulega út að borða og prufum þá gjarnan nýja staði t.d í Osló. 5 á 15 sekúndum túnfæti Jessheim. Jessheim tengist á annan hátt almenn- ingssamgöngum í Noregi því járnbrautastöð var byggð þar árið 1854 þegar fyrsta járn- brautin var lögð um Noreg og byggist bærinn upp í kringum þjónustu við járnbrautina. Íbúa- sprenging hefur hins vegar orðið frá því um síðustu aldamót þegar Gardemoen tók við af Fornebu sem aðalflug- völlur Noregs og hefur íbúum Jessheim fjölgað um 240% síðustu 10-12 árin. Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til viðkomandi lands? Í júní 2015 var ég sínöldrandi um að við þyrftum að finna okkur utanlandsferð. Þá kastar kallinn því fram hvort ég vilji ekki bara flytja á meginlandið þar sem léttara er að ferðast um. Ég hugsaði mig um í nokkrar sekúndur og niðurstaðan var: Af hverju ekki? Eftir það gerðust hlutirnir frekar hratt og þrem mánuðum síðar vorum við komin til Noregs. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá þér / ykkur? Ég fer á fætur um 5:30 og það er hafragrautur flesta morgna. Ég tek lest í vinnuna, Hallmar skutlar Aroni í leikskólann og Embla gengur með vinkonum sínum í skólann. Ég vinn hjá Apollo hårsenter í Oslo. Þar sérhæfum við okkur í lausnum fyrir einstaklinga sem hafa misst hárið sökum sjúkdóms eða ótímabærs hármissis. Látum útbúa hártoppa eða hárkollur fyrir þá. Viðskiptavinirnir eru á öllum aldri, allt frá 3 ára og yfir 90 ára. Flestir koma til okkar einu sinni í mánuði í þjónustu. Það er mögulega efni í nýja grein að útskýra allt varðandi starfið mitt sem er mjög krefjandi á sama tíma og það er virkilega gefandi. Eftir vinnu þá er hoppað upp í lest og heim til fjölskyldunnar. Hver er hápunktur dagsins? Ég er morgunhani, elska morgnana og morgunkaffið! Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? Það er meira frelsi, einfaldara að ferðast, fjölskyldu- Jessheim í Noregi. MYND AF NETINU 10 13/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.