Feykir


Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Sláttur. Feykir spyr... Hvað á að gera um páskana? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Er að fara út að kenna um páskana.“ Barbara Wenzl „Borða páskaegg og vera í ömmuleik.“ Jóna Hjaltadóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Sá er ekki ríkur, sem mikið á, heldur hinn sem lætur sér nægja. – Jón Vídalín Sælkeraýsa og súkkulaðikökur á eftir Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Árskóla, og Þorgeir Gunnarsson, sölumaður í lagnadeild KS verslunarinnar Eyri, gefa okkur girnilegar uppskriftir að þessu sinni. Þau búa á Sauðárkróki ásamt dætrum Sigríðar Margrétar, þeim Sigurbjörgu og Margréti en auk þess á Þorgeir soninn Sigurð Helga. Þorgeir hefur gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og sér gjarnan um að matbúa meðan Sigríður Margrét sér frekar um eftir- réttina, sem henni þykja ómissandi. Sælkeraýsuna fann Þorgeir í litlu riti frá kvenfélagi á Álftanesi og er í miklu uppáhaldi hjá honum. AÐALRÉTTUR Sælkeraýsa (fyrir 4-6) 800 g ýsuflök (roðlaus og beinlaus) 100 g rjómaostur 1 dl rjómi 2 tsk karrí 1 tsk Kød og grill eða annað sambærilegt ½ tsk sítrónupipar 1 stk. laukur 1 stk. paprika 4 stk. gulrætur 2 stk. gul eða græn epli 1 msk olía til steikingar Aðferð: Afhýðið eplin og skerið í teninga. Skerið laukinn og paprikuna í bita og gulræturnar í sneiðar. Mýkið laukinn á pönnu, bætið papriku út í og látið krauma með lauknum og að síðustu eplin og gulræturnar. Stráið karrí yfir pönnuna og látið rjómaostinn því næst bráðna á pönnunni og hellið rjómanum yfir. Skerið fiskinn í lítil stykki og leggið yfir pönnuna. Stráið Kød og grill og sítrónupipar yfir. Látið lokið á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 5 – 10 mínútur. Ef vill, þá má nota sósujafnara (ég geri það aldrei). Meðlæti: Hrísgrjón eða kartöflur og gott hvítlauksbrauð. EFTIRRÉTTUR Blautar súkkulaðikökur 140 g smjör 140 g 70% súkkulaði 2 egg 3 eggjarauður (til viðbótar) 140 g flórsykur 60 g hveiti Aðferð: Smjörið og súkkulaðið brætt saman yfir vatnsbaði. Eggin og eggjarauðurnar eru þeyttar saman. Flórsykrinum er bætt út í blönduna og síðan er hveitið sett saman við. Í lokin er súkkulaði- blöndunni hrært varlega saman við með sleikju. Þetta er sett í 6-8 lítil bökunarform, smurð að innan (einnig hægt að nota pínulítil álform). Ofnhiti: 220 gráður (ekki blástur). Þetta er sett í ofninn þegar hann er orðinn heitur. Ef deigið er við stofuhita er þetta bakað í 11-12 mínútur. Ef deigið er tekið úr kæli og bakað þá skal þetta bakast í 14 mínútur. Þegar formin eru tekin úr ofninum þá er gott að bíða í 3 mínútur, hvolfa hverju og einu á disk, þá dettur kakan léttilega úr forminu. Borið fram heitt með ís eða rjóma. Það er hægt að búa deigið til og geyma í ískáp í nokkra daga áður en það er notað. Verði ykkur að góðu! Það eru Kristín Snæland og Sigurður Leó Ásgrímsson sem fá áskorun frá Þorgeiri og Sigríði. Þorgeir og Sigríður Margrét. MYND ÚR EINKASAFNI „Vinna.“ Andri Már Sigurðsson „Um páskana ætla ég fyrst og fremst að slaka á í faðmi fjölskyldunnar eftir annasaman tíma í vinnunni. Einnig er stefnan sett á að ná að hitta vinina sem hafa rækilega setið á hakanum frá jólum. Án vina og fjölskyldu er maður nefnilega lítið.“ Jón Stefán Jónsson ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Sigríður Margrét og Þorgeir á Sauðárkróki Sudoku Jessheim í Noregi. MYND AF NETINU 13/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Páskarnir eru ekki alltaf á sama tíma og er ástæðan sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Á Vísindavefnum segir að reglan um páska í kirkjum Vesturlanda sé sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl frá og með 21. mars, en þá eru yfirleitt vorjafndægur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá getur páskadagur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ólga blóðs í æðunum. Annatími smábændum. Hofmóður í heimskingjum. Hinsta úrráð félausum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.