Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 1
14 TBL 11. apríl 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 11 Agnar Logi og Árný Björk eru matgæðingar vikunnar Grænmetis- fiskréttur og eplakaka BLS. 10 Hörður Ingimarsson í viðtali „Sjálfvirki“ síminn hélt innreið sína á Norðurland vestra Rætt við Þorstein Þorsteinsson yfirlækni á HSN á Sauðárkróki Forvarnir gegn ristilkrabbameini Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Veitingastaðurinn Kaffi Krókur á Sauðárkróki fékk afhentan skjöld frá Markaðsráði kindakjöts sem viðurkenningu fyrir að gera lambakjöt áberandi á sínum matseðli. Á skildinum er táknmynd sauðkindarinnar með áletruninni Icelandic lamb roaming free since 874 og er ætlað að vekja athygli á hinum fjölbreyttu afurðum hennar. Þeir sem skjöldinn fá geta notað merkið til að vekja athygli á sínum afurðum og í tilfelli KK restaurants verður það gert sýnilegt á matseðl- um og samfélagsmiðlum staðarins. „Við ætlum að hafa lambakjötið í öndvegi á matseðli okkar, en það höfum við reyndar verið að gera. Ætlum að gera meira af því, segir Stefán Svansson yfirmatreiðslumaður á KK Restaurant. Hann segir skjöldinn tilkominn þannig að viðræður áttu sér stað við Hafliða Halldórsson hjá Markaðsráði kindakjöts sem vildi endilega að veitingastaðurinn færi í þetta verkefni. „Íslenska lambið er hráefni á heimsmælikvarða, það er ekkert flóknara en það og að geta fengið það hér á staðnum í 500 metra fjarlægð er mikill kostur. Við höfum verið að þróa okkur áfram með matseðilinn og ætlum að vera með tvo lambakjötsrétti á matseðli, keyra á rétti dagsins og nota það svo mikið í hlaðborðið líka,“ segir Stefán en nýr mat- seðill er væntanlegur í lok mánaðarins. Það var Ástþór Örn Árnason, nýkjörinn formaður Félags sauðfjár- bænda í Skagafirði, sem afhenti Stefáni skjöldinn góða en hann segir að stað- irnir séu komnir yfir 100 sem hafa gert sambærilegan samning við Markaðs- ráðið. Hann segir sýnilegan árangur vera af því hjá fyrirtækjum þegar farið er í þetta verkefni. „Það er aukning á sölu á lambakjöti á stöðunum þannig að þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Ástþór sem ætlar að fleiri staðir í Skagafirði hafi áhuga á að gera slíka samninga. „Það hefur verið gerð könnun meðal ferðamanna um hvort þeir þekki merkið og útkoman var ótrúleg góð,“ segir hann. /PF Kaffi Krókur fær skjöld frá Markaðsráði kindakjöts Merkið þekkt meðal ferðamanna og stuðlar að aukinni sölu á lambakjöti Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Stefán Svansson, yfirmatreiðslumaður á KK restaurant, tekur við skildi Markaðsráðs kindakjöts af Ástþóri Erni Árnasyni, formanni Félags sauðfjárbænda í Skagafirði. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.