Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 2
Ég skrapp til Reykjavíkur um síðustu helgi – ekki í frásögur færandi. Ég fór lítið sem ekkert í búðir – það er kannski í frásögur færandi. Í staðinn skelltum við mæðgur okkur í sund og ráfuðum aðeins um í miðbænum. Sundlaugin sem við heimsóttum var hin nýuppgerða Sundhöll Reykjavíkur. Það var aldeilis ljómandi fín sundferð, við svömluðum í þessum fína potti og höfðum nóg pláss og svo var líka hægt að synda í sundlauginni þannig að þetta var nú alveg ágætt. Svo skruppum við á Laugaveginn. Þar var fullt af útlendingum eins og vera ber og þar var líka margt í boði fyrir útlendingana. Þar sem við vorum orðnar nokkuð svangar ákváðum við að tylla okkur einhvers staðar inn og fá okkur eitthvert snarl. Nóg var af veitingastöðunum, þeir buðu meira segja flestir upp á þá þjónustu að hafa matseðlana til sýnis úti, sumir þeirra voru meira að segja á íslensku líka - og verðið fylgdi. Það var líka eins gott, að minnsta kosti fyrir pyngjuna mína. Ég sá samt fljótlega að verðið var líklega einungis ætlað útlendingum. Loks fundum við stað sem bauð upp á verðlag fyrir íslenskan blaðamannsræfil og fátækan námsmann. Að sjálfsögðu gerði þjónustan sem í boði var ekki ráð fyrir að nokkur Íslendingur léti sjá sig á þessum slóðum. Ágæt þjónusta - á ensku. Við spjöruðum okkur nú bara vel mæðgurnar og náðum alveg að gera okkur skiljanlegar. Um kvöldið fór ég með eiginmanninum og orðum skrýddu Lionsfólki út að borða á Sögu. Það var fínt, lamb og lakkrísdesert. Svo kíktum við aðeins niður í bæ. Fórum inn á tvo veitingastaði. Þar þýddi nú lítið að ætla að nota þessa íslensku sem manni var kenndi í æsku ef maður ætlaði að fá einhverja þjónustu. En þetta hafðist nú allt enda höfum við hjónakornin komið til útlandanna og pantað okkur „beer“. En þar sem ég sat þarna á Icelandic Craft Bar og sötraði minn beer rann það skyndilega upp fyrir mér hvað við Íslendingar erum heppnir. Við þurfum ekki lengur að splæsa í dýrt flug og hótel til að upplifa útlenska stemningu, það er nóg að skreppa í miðbæ Reykjavíkur og allt er eins og við séum í útlandinu. Þvílíkur munur. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Í Reykjavík City Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Nú eru grásleppuveiðar hafnar og var nokkur fjöldi grásleppubáta á sjó í síðustu viku. Tíu skip og bátar lönduðu á Skagaströnd og var afli þeirra 333 og hálft tonn. Rúmlega 377 tonn bárust að landi með tíu skipum og bátum á Sauðárkróki og til tíðinda telst að landað var á Blönduósi en þar landaði dragnótabáturinn Onni 27 tonnum. Heildar- aflinn í vikunni var 737.874 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 1. – 7. apríl 2018 Onni landaði á Blönduósi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Grásleppunet 2.752 Arnar HU 1 Botnvarpa 272.874 Dísa HU 91 Handfæri 1.544 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 5.876 Hafrún HU 12 Dragnót 21.434 Húni HU 62 Handfæri 923 Loftur HU 717 Handfæri 865 Már HU 545 Grásleppunet 7.767 Sæunn HU 30 Handfæri 1.586 Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 17.923 Alls á Skagaströnd 403.495 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 6.576 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 15.042 Drangey SK 2 Botnvarpa 147.243 Fannar SK 11 Grásleppunet 8.944 Fálki ÞH 35 Grásleppunet 8.490 Gammur SK 12 Grásleppunet 5.603 Hafey SK 10 Grásleppunet 256 Málmey SK 1 Botnvarpa 151.450 Már SK 90 Grásleppunet 8.417 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 25.254 Alls á Sauðárkróki 938.670 BLÖNDUÓS Onni HU 36 Dragnót 27.055 Alls á Blönduósi 27.055 Smekklega settir ljóðstafir Stefjagróður Ingólfs Ómars Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins. „Hefðbundna ljóðið er sívinsælt meðal Íslendinga. Háttbundin hrynjandi, fallegt og vel útfært rím og smekklega settir ljóðstafir, allt á þetta einhverja dularfulla samsvörun í tilfinningalífi okkar. Þegar við heyrum vel ort ljóð, þar sem öllum þessum þáttum eru gerð skil, gleður það eyrað á einhvern þann hátt sem ekkert annað getur gert,“ segir höfundur á bókarkápu. Ingólfur Ómar hefur stundað vinnu til sjós og lands og þekkir bæði landið og miðin, hestamaður af lífi og sál og náttúruunnandi og því má sjá bregða fyrir í kveðskap hans. /PF Rannsóknarstofur Iceprotein fá meira pláss Verkefnin breytast og stækka Örverurannsóknarstofa Iceprotein á Sauðárkróki er kominn á nýjan stað og er nú staðsett á annarri hæð nýja hluta Versins þar sem Matís var áður með sína rannsóknastofu. Einnig er stefnt á að hafa lífvirkni- rannsóknir þar. Efnarann- sóknirnar verða eftir sem áður á annarri hæð gamla hluta Versins og frumurann- sóknirnar færast einnig þangað. Stefanía Inga Sigurðardóttir, rannsóknastofustjóri, segir að Iceprotein hafi gert stefnu- breytingu vorið 2013 er tekin var ákvörðun um að þjónusta betur matvælafyrirtæki í Skagafirði og nágrenni með efna- og örverumælingum. „Fyrst var byrjað smátt, fengum ¼ af rannsóknarstofuplássi Hólaskóla, sem fljótlega varð helmingurinn af rannsókna- stofu þeirra. Eftir því sem tegundum mælinga fjölgaði þurftum við meira pláss og aðgreiningu á milli tegunda mælinga. Haustið 2014 var ákveðið að flytja örveru- rannsóknirnar í annað herbergi sem er frekar lítið, borðplássið er rétt um 3m á lengd en þetta var yfirdrifið nóg pláss fyrir okkur á þeim tíma.“ Stefanía segir að starfsemin hafi byrjaði mjög rólega. „Upphaflega var þetta bara loðdýrafóður sem við vorum að skoða. Síðan bættist FISK Seafood inn hægt og rólega, síðan Mjólkursamlagið og svo komu fleiri fyrirtæki í kjölfarið. Verkefnin breytast, stækka og starfsfólkinu fjölgar. Við höfð- um verið að velta fyrir okkur frá vorinu 2017 hvert við gætum mögulega flutt örveru- rannsóknirnar, því þær voru löngu búnar að sprengja utan af sér þetta litla herbergi og þurfti mjög öguð vinnubrögð og gott skipulag til að hægt væri að klára öll þau mörgu og misjöfnu verkefni sem við erum að fást við á átta tíma vinnudegi. Matís flutti rannsókna- aðstöðuna sína suður núna í byrjun árs og fannst okkur þá kjörið að nýta þá frábæru aðstöðu sem þau höfðu haft með því að flytja örveru og lífvirkni rannsóknirnar okkar þangað,“ segir Stefanía. Í dag erum við að örverugreina fyrir hátt í fimmtán fyrirtæki í hverjum mánuði. /PF Mikil ánægja er meðal starfsfólks Iceproteins með nýju aðstöðuna MYND: FB SÍÐA ICEPROTEINS 2 14/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.