Feykir


Feykir - 11.04.2018, Side 4

Feykir - 11.04.2018, Side 4
Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku og telst umsjónarmanni til að nú sé komið að þeirri 43. en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Að þessu sinni var umsjónarmaður óvenju frjálslegur og leyfði fyrriparta- smiðum að ráða efnistökum annars fyrripartsins en hörð fyrirmæli fengu þeir um að setja eitthvað saman sem viðkemur ferðamönnum og Skagafirði. Þá fáið þið lesendur góðir, að spreyta ykkur á því að setja saman vísu um það hvernig þið sjáið fyrir ykkur persónu/r úr Sturlungasögu heimsækja Skagafjörð eða Skagfirð-inga í nútímanum. Þá er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för og láta vaða á eina stöku. Vetur hopar, vorið nær völdum næstu daga Fjallahringur fagur hér ferðalanga tælir Vorið skilið vísu á í veðurblíðu sinni Frá setningu Sæluvikunnar vorið 2017. MYND: PF Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2018 Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla Ekki virðist amalegt yfir fjörð að líta Freystandi er að láta einn fyrripart í viðbót koma í tilefni sveitarstjórna- kosninga. Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla. Veitt verða tvenn peningaverðlaun, annars vegar fyrir bestu Sturlunga- vísuna og hins vegar fyrir besta botninn. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig er leyfilegt að senda einungis vísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxa-torgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dunefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á netfangið bokasafn@ skagafjordur.is og verður þá viðkomandi höfundi gefið dul-nefni, ef það fylgir ekki með, áður en vísunar fara til dómnefndar. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 29. apríl við setningu Sæluviku Skagfirðinga, í Safnahúsinu á Sauðárkróki. /PF Veðurklúbburinn á Dalbæ Svipað veður og verið hefur Þriðjudaginn 3. apríl komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í nýbyrjuðum mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn átta talsins. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að fundarmenn hafi verið nokkuð sáttir við hvernig síðasta spá gekk eftir. Páskahretið var þó öllu minna en ráð var fyrir gert. Það er að segja á okkar svæði. Nýtt tungl kviknar 16. apríl kl. 01:57 í norðri og er það mánu- dagstungl og jafnframt sumartunglið. Gert er ráð fyrir að veðurfar verði svipað og verið hefur. Reikna má með einhverri snjókomu og umhleyp- ingasömu veðri og fremur kalt miðað við árstíma. Klúbbfélagar hvetja alla til að njóta veðursins og minna á að þrátt fyrir allt verður alltaf eitthvert veður. Fundi lauk síðan kl. 14:20 Veðurvísa mánaðarins: Í apríl sumrar aftur, þá ómar söngur nýr. Í maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. /PF Mörgum verður oft tíðrætt um vonina sem er vissulega mikil blessun í lífi flestra manna: Hvert líf er dýrmætt lífs á jörð, það leiðardæmin sanna. Og alltaf heldur vonin vörð í veröld okkar manna. Margt gera menn sér til gamans þegar glettni ríkir á veigafundum. Mér var sögð saga af tilteknu uppátæki í þeim dúr og kvað þá: Tóti lúrði listavel lífs við drauma gengi. Hafði í fangi fleginn sel, faðmaði hann vel og lengi! Þegar systir mín fór full tilhlökkunar suður á tónleika hjá Kris Kristofferson kvað ég: Gott er að fara ei góðs á mis, gleðin fær þá öflugt ris. Leiftrandi sem logablys Linda fór að hlusta á Kris! Eitt sinn sem oftar kom ég í gamla kirkjugarðinn í Reykjavík og stóð þar um stund við leiði Sigurðar Breiðfjörðs. Kvaddi svo þar með eftirfarandi vísum: Legstein Breiðfjörðs lít ég hér líkt og marga fleiri. Kveðin fram því kveðjan er, kannski að Siggi heyri! Honum fulla þökk ég þyl þrátt frá mínu hjarta. Meðan hann var hérna til hljóma vakti hann bjarta. Bind ég við hans bragarslóð bróðurhugsun trygga. Þannig yljar þelið góð þökkin til hans Sigga. Þegar ég las endurminningar Þórarins frá Stóra-Hrauni kvað ég að loknum lestri: Það mun engum undan sárna efnistökum Þórarins. Hann er sonur séra Árna, sannur niðji gæðakyns. Oft getur maður glaðst innilega yfir því hvað andleg og yljandi nánd getur orðið sterk í tengslum við kveðskap. Þá biður maður þess að sem flestir megi finna það: Skíni um storðu stuðlaföllin björtu, straum og hita leiði í mannleg hjörtu. Bliki í hugum sónar leifturlogar, leiki þar sem vígðir sigurbogar. Pétur Beinteinsson frá Grafardal var einn af þeim sem féll fyrir ,,hvíta dauðanum”: Pétur orti af heitum huga, hóf sig yfir dag og nótt. Vildi í öllu vera og duga en varð að kveðja allt of fljótt. Og þegar minnst er á vegferð manna og vald dauðans í þessum heimi, verða vísur - eins og sú sem kemur hér - oft til: Þó menn kveðji fjör og fold, fæst sú náð sem bætir. Andinn sem er æðri en hold öðru lífi mætir. Og þar við mætti í viðbót kveða: Við erum öll á vegi þeim, ég veit ei sviðið þrengra, að kveðja þennan kalda heim og komast eitthvað lengra! Ritað 31.3. 2018, Rúnar Kristjánsson Rúnar Kristjánsson ,,Skíni um storðu stuðlaföllin björtu!” 4 14/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.