Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta Staðan er 1–1 Einvígi ÍR og Tindastóls í undanúrslitum Dominos- deildarinnar fer vel af stað, bæði lið unnið einn leik og staðan í einvíginu því 1–1. Stólarnir gerðu eins og ætl- ast var til í fyrsta leiknum í Seljaskóla og unnu heimamenn sem voru án Ryan Taylor. Lið Tindastóls náði snemma ágætu forskoti og komust mest 18 stigum yfir í síðari hálfleik. Lið ÍR barðist þó fram á síðustu sekúndu en Stólarnir lönduðu góðum sigri, 82-89. Eftir þennan mikilvæga sigur vonuðust stuðningsmenn Tindastóls til þess að strákarnir fylgdu honum eftir með því að sigra í næsta leik í Síkinu og ná 2-0 forystu í einvíginu. Sú varð ekki raunin því Breiðhyltingar mættu baráttuglaðir og spiluðu gríðarlega vel. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna en ÍR- ingar svöruðu alltaf að bragði. Vörn Stólanna fann ekki takt- inn í leiknum og skot gestanna voru góð. ÍR vann því leikinn 97–106 og jafnaði einvígið. Næsti leikur er í Seljaskóla í kvöld. Áfram Tindastóll! /ÓAB Skíðalandsmót Íslands María Finnboga hreppti tvenn gullverðlaun Skíðakonan úr Tindastól, María Finnbogadóttir, tók þátt í skíðalandsmóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum og Skálafelli um helgina. Vel gekk hjá Maríu sem krækti í gullverðlaun í svigi og Alpatvíkeppni. María keppti í stórsvigi í Skálafelli á föstudag og varð í 4. sæti í kvennaflokki og öðru sæti í flokki 16-17 ára. Hún keppti í svigi á laugardeginum 7. apríl og varð aftur í 4. sæti í kvennaflokki sem færði henni 3. sætið í Alpatvíkeppni kvenna. Alpatvíkeppni er saman- lagður árangur í svigi og stórsvigi. Þetta færði henni gullið í svigi í flokki 16-17 ára. Hún hreppti einnig gullið í flokki 16-17 ára í Alpatví- keppninni. „Það er auðvitað alltaf gaman þegar vel gengur og maður uppsker árangur erfiðis síns og það á svo sannarlega við um Maríu. Veturinn hefur verið henni strembinn svo það er kærkomið að njóta vel- gengni á lokamótum vetrarins. Hún keppti einnig á tveimur FIS-mótum í svigi á Akureyri 3. apríl og varð í 2. og 3. sæti í þeim mótum,“ sagði Anna J. Guðmundsdóttir móðir Maríu sem vildi koma þökkum á framfæri til styrktaraðila Maríu. /PF Hákon Örn reyndist Stólunum erfiður á sunnudaginn. MYND: HJALTI ÁRNA Aron Pétursson frá Víðidal 2 í Seyluhreppi í Skagafirði er landbúnaðarverktaki og sauðfjárbóndi og einlægur aðdáandi Aston Villa. Liðið leikur í næstefstu deildinni á Englandi en Aron er bjartsýnn og spáir því að það komist aftur upp í efstu deild nú í ár. -Uppáhaldsliðið mitt í enska boltanum er Aston Villa. Það var sennilega upp úr aldamótum sem ég fór að halda með þeim. Það var verið að reyna að fá mig til að halda með ýmsum liðum en ég vildi ekki vera eins og allir hinir og halda með einhverju af stóru liðunum og varð Aston Villa fyrir valinu. Mig minnir að ég hafi eignast fótboltaspjald með Paul Merson þar sem hann var í Aston Villa búningi og þannig hafi þetta allt saman byrjað. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ég er bjartsýnn og spái því að það komist aftur upp í efstu deild nú í ár. Það er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í umspili og hef ég fulla trú á því að það komist í gegnum það. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Já og nei. Auðvitað hefði ég viljað að þeir væru í fyrsta eða öðru sæti í deildinni og gætu tryggt sig beint upp í efstu deild en það lítur ekki út fyrir að þeir nái tveimur efstu sætunum svo að það verður að gera sér umspilið að góðu. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já já, það kemur fyrir. Þegar illa gengur og minnimáttarkenndin gerir vart við sig hjá stuðningsmönnum stóru liðanna, og þá sérstaklega Arsenal og United þá er mjög vinsælt að minna mig á það hvar Aston Villa stendur í dag en ég tek það ekkert nærri mér og minni þá stundum Arsenalmenn á það hvort liðið, Arsenal eða Villa hafi unnið Meistaradeildina oftar. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Það mun vera Fran- cesco Totti. Ég tók strax ástfóstri við hann sem krakki og hefur hann alla tíð síðan verið mitt uppáhald. Hann er ástæðan fyrir því að ég styð yfirleitt Ítalíu á stórmótum og held mikið upp á Roma í ítalska boltanum. Svo er ekki annað hægt en að dást að tryggðinni og virðingunni sem hann sýndi Roma allan sinn feril. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, skömm frá því að segja. Ég mætti ekki einu sinni þegar þeir kepptu á móti FH hér heima á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er á dagskránni og mun ég vonandi eiga möguleika á að mæta á leik hjá þeim í efstu deild á næstu leiktíð. Annars finnst mér að við Baldur [Haraldsson frá Brautarholti, innsk. blm.] yrðum að skella okkur á Wembley ef Aston Villa og Fulham mætast í úrslitaleik í umspilinu um sæti í úrvalsdeild í vor. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Það er nú ekki mikið. Þar Aron Pétursson / Aston Villa Francesco Totti uppáhaldsleikmaðurinn ( LIÐIÐ MITT ) palli@nyprent.is Stoltur Aston Villa stuðningsmaður. MYND ÚR EINKASAFNI sem það er nú ekki hlaupið að því að finna Aston Villa varning í búðum hér á Íslandi, og ég afskaplega latur við að panta mér eitthvað í gegnum netið, er ekki mikið til af því hjá mér. Ég á eina treyju sem ég fékk gefins frá Baldri og svo eitt hálsmen, annað er það nú ekki. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Það er engin reynsla komin á það ennþá, en það mun eflaust ganga vel þegar að því kemur, enda Aston Villa á hraðri leið uppávið og verður meðal stæstu liða Englands eftir nokkur ár. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Það var alltaf verið að reyna að fá mig til þess að halda með ýmsum liðum þegar ég var yngri en eftir að ég ákvað að halda með Aston Villa hef ég ekki haft neina ástæðu til þess að halda með öðru liði. Uppáhalds málsháttur? -Allt er vænt sem vel er grænt Einhver góð saga úr boltanum? -Það er nú erfitt að finna einhverja sögu. Hinns vegar var það sem einkenndi fótboltann hjá mér á yngri árum að ég þurfti að nota gleraugu og fengu þau oft að kenna á því í fótboltanum. Oft urðu þau beygluð og snúin og jafnvel brotnuðu. Ég reyndi að prófa að spila án þeirra en sjónin er ekki betri en svo að ég gerði ekki alltaf greinarmun á samherjum og andstæðingnum og var það ekki vænlegt til árangurs. En eftir að ég fór að notast við linsur var þetta vandamál úr sögunni. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Eitt sinn sat ég að sumbli með nokkrum félögum á bæ einum hér í sveitinni. Þegar líða fór á nóttina fór að sækja að mér svefn og fór ég í eitt herbergið í húsinu og lagði mig þar. Þegar ég vaknaði um morguninn stóð veturgamall sauður í einu horninu á herberginu. Höfðu þá drengirnir brugðið á það ráð að sækja sauðinn út í fjárhúsin og koma honum fyrir inni í herbergi hjá mér þegar ég var sofnaður og skildu hann eftir þar. Spurning frá Baldri Haralds: Hverjir heldurðu að vinni Meist- aradeild Evrópu? -Mér finnst Barcelona vera mjög líklegir en ef mínir menn í Roma ná að girða sig í brók í seinni leiknum og sigra Barcelona hef ég fulla trú á því að þeir taki þetta. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Þorstein Frímann Guðmundsson, bróður minn. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hefur Liverpool það sem þarf til þess að vinna Meistarardeildina? María Finnbogadóttir skíðakona. MYND ÚR EINKASAFNI 14/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.