Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 6
þetta enda mikil viðurkenning. Það var annar skólabróðir minn, Brandur Búi Hermannsson, mjög snjall maður og miklu meiri tæknimaður heldur en ég, sem fékk samskonar boð um að setja upp svæðisstöðina í Brú í Hrútafirði. En ég byrjaði vinnu við þá stöð og Brandur tók síðan við. Ég var sendur tímabundið í nokkrar vikur og mánuði vestur í Stykkishólm til þess að koma þar á reglu, en þar voru ákveðin vandamál sem þurfti að leysa en sumir símstöðvastjórar voru mjög heimaríkir með það húsnæði sem hýsa átti tæknibúnað sjálfvirku stöðvanna. Mér var falið verkefnið og gekk það prýðilega og var það eldskírn í samskiptum og stjórnun,“ segir Hörður. Hann segist hafa verið heppinn að fá úrvalsmenn með sér þegar hann kom á Krókinn. „Það voru m.a. þeir Sigfús Jónsson, sem ég hafði unnið með á Akureyri og var mjög flinkur maður, frá Samkomugerði í Eyjafirði, Kristín systir hans var húsfreyja í Keldudal. Síðar var Sigfús Jónsson hjá norska Hörð þekkja margir sem Hörð í Hátúni en eftir margra ára veru hjá Símanum venti hann sínu kvæði í kross og rak húsgagnaverslunina Hátún til margra ára þar til rekstri var hætt 1996. Margar sögur eru til hjá Herði frá tímum símstöðva- uppsetninga og ekki síst árunum á eftir þegar þurfti að halda þeim gangandi og bregðast skilyrðislaust við ef bilanaútkall barst, hvaðanæva af 95 svæðinu sem var mjög víðfeðmt. Aðdragandinn að því að Hörður kom að uppbyggingu stöðvarinnar á Sauðárkróki var sá að á útmánuðum árið 1967 er hann spurður hvort hann vilji takast á við og hvort hann treysti sér til að byggja upp sjálfvirka símstöð á Sauðárkróki. Hann féllst á það enda hafði hann fullkomið traust yfirmanna að hann tækist á við verkefnið. „Ég var náttúrulega bara glaður með VIÐTAL Páll Friðriksson Þann 4. apríl sl. voru 50 ár liðin frá því sjálfvirk símstöð var opnuð á Sauðárkróki með pompi og prakt og miklum veisluhöldum í Bifröst. Sá sem sá um að setja stöðina upp var nýútskrifaður símvirki frá Sauðárkróki, 23 ára að aldri, Hörður Ingimarsson. Feykir settist niður með Herði og forvitnaðist um þetta mikla framfaraskref sem átti sér stað á Króknum og víðar á landinu. Hörður Ingimarsson og Margrét Gunnarsdóttir kynntust á Húsavík er Hörður vann þar við uppsetningu sjálfvirku símstöðvarinnar. Á Smáragrundinni á Sauðárkróki hafa þau búið frá árinu 1970. MYND: PÉTUR INGI BJÖRNSSON. AÐRAR MYNDIR ÚR EINKASAFNI. Sigfús Jónsson, Hörður og Ólafur Ingimarssynir. símanum í marga tugi ára og býr enn í Noregi, í Osló. Svo var Ólafur bróðir minn, hann var mjög flinkur handverksmaður og var hæfileikaríkur. Síðan var ég með fjóra aðra menn á þessum byggingatíma stöðv- arinnar sem að tók frá vori 1967 þangað til í apríl 1968. Í lokin, þegar stöðin var komin vel á veg, kom Leó Ingólfsson ásamt Olav Olavsyni frá L.M. Ericsson og tóku út stöðina og luku öllum prófunum. Það tók u.þ.b. þrjár vikur eða svo. Síðan, í kjölfarið á því, fer ég út á Hofsós þá um sumarið og var í nokkra mánuði og setti upp sjálfvirka símstöð þar. Ólafur bróðir tók einnig þátt í því verki og hinn danski Pedersen, sem var fulltrúi frá L.M. Ericsson, var um tíma með okkur. Leó kom svo til þess að ljúka prófunum á stöðinni en hún var opnuð um haustið 1968.“ Langsímasamtöl voru pöntuð Hörður fór víða á þessum uppbyggingarárum sjálfvirka símans og eftir að símstöðin á Hofsósi var fullbúin var hann sendur til Raufarhafnar, fór með Leó Ingólfssyni og Stefáni Guðbjartssyni og voru þar um hávetur og luku því að ganga frá og fullprófa sjálfvirka símstöð á Raufarhöfn. „Þá kom ég aftur vestur á 95 svæðið og fór síðan til Reykjavíkur og var þar um tíma. Þá er tekin ákvörðun um að ég taki að mér að byggja upp sjálfvirku símstöðina á Blönduósi og er þar allt árið 1969 fram í desemberlok. Það gekk mjög vel enda með mjög góðan mannskap. Það var með þá stöð eins og fleiri á þessum tíma að Leó Ingólfsson kom og fullprófaði stöðina ásamt Olav Olavssyni frá L.M. Ericsson, sem var hjá mér um nokkurt skeið. Þetta gekk afskaplega vel allt saman. Á sama tíma var lokið við prófanir og frágang á sjálfvirkri símstöð á Skagaströnd. Sjálfvirka stöðin á Blönduósi var opnuð 3. desember 1969, klukkan fimm síðdegis. Mikið fjölmenni og mikil veisluhöld voru af því tilefni. Þann 14. janúar 1970 opnaði Jón Ísberg sýslumaður símstöðina á Skagaströnd með formlegu símtali og tilheyrandi viðhöfn. Þegar þetta var allt saman að baki þá héldu þessi verkefni áfram annars staðar,“ segir Hörður og nefnir litlar endastöðvar sem settar voru upp á Laugarbakka, Svartárstöð, Varmahlíð og innanhússstöðvar Hörður Ingimarsson segir frá tækniframförum sem áttu sér stað fyrir 50 árum „Sjálfvirki“ síminn hélt inn- reið sína á Norðurlandi vestra 6 14/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.