Feykir


Feykir - 11.04.2018, Page 7

Feykir - 11.04.2018, Page 7
í sjúkrahúsum, kaupfélögum og Reykjaskóla. Fram að þessum tíma hafði símkerfið verið allt saman handvirkt og fór um skipti- borðin. Sá sem hringdi úr heimasíma fékk samband við símastúlkurnar sem gáfu síðan samband í það númer sem beðið var um. Ef um langlínusamtal var að ræða þurfti yfirleitt að panta þau fyrirfram því ekki voru nema tvær línur beinar til Reykjavíkur frá Króknum á þessum tíma. Fleiri voru um Blönduós og Brú. „Það var allt og sumt. Eftir að kerfið varð sjálfvirkt þá voru allt í einu komnar tólf rásir í byrjun. Fólk gat hringt sjálfvirkt en um leið og allar rásir voru uppteknar þá var eins og númerið væri á tali. Þannig var það. Síðar átti þessum línum eftir að fjölga mikið og lengi hægt að hringja hindrunarlaust þrátt fyrir mikil not,“ segir Hörður. Svæðisstöðin á 95 svæðinu var í Brú í Hrútafirði en svokallaðar hnútsstöðvar voru á Blönduósi, og á Króknum. Þær stöðvar sem Hörður setti upp voru svokallaðar ARK 521, „Arkir“ og gátu orðið allt að 1000 númer. Ef þær fóru yfir það var yfirleitt farið út í stöðvar sem hétu ARF og gátu þá orðið 10.000 númer. Svo voru endastöðvar eins og á Hofsósi, Skagaströnd og Hvammstanga með 100 númerum eða fleirum. Auk stöðvanna á Norðurlandi vestra voru þær í Búðardal og Hólmavík einnig undir svæðisstöðinni í Brú. Þegar uppbyggingunni var meira og minna lokið tók við viðhald og Hörður gerður að svæðisumsjónarmanni á 95 svæðinu yfir öllum sjálfvirku stöðvunum, tækjum og sérbúnaði. Hörður segir að það hafi þótt gott að þurfa ekki að sækja menn alla leið til Reykjavíkur til að leysa verkefni við prófanir og fleira við fjölsímana sem oft þurfti að fást við því burðarlínurnar voru mistraustar. Tveir 16 rása fjölsímar voru á milli Blönduóss og Brúar á þessum árum. „Þar voru menn eins og Guðmundur Pálsson og Reginn Valtýsson og aðrir slíkir sem voru alveg lykilmenn. En sá sem var yfir sjálfvirku stöðva- deildinni var einn af þessum úrvalsmönnum sem Síminn átti innan sinna raða, Ragnar Benediktsson, en hann var minn yfirmaður. Símstöðvarstjórar, sérstaklega hérna á Króknum, áttu svolítið erfitt með að sætta sig við það að ég heyrði ekki beint undir hvern stöðvarstjóra fyrir sig og það voru alls konar vandamál sem því fylgdi,“ segir Hörður og leyndardómsfullt bros færist yfir andlitið án þess að hann skýri neitt nánar frá því. Sjálfvirkustöðvadeild Landsímans varð fyrir valinu Þegar uppbyggingin hófst á Sauðárkróki var Hörður aðeins 23 ára gamall. Aðspurður um menntun nefnir hann gagnfræðapróf og iðnskólanám en síðar fór hann í símvirkjun. „Ég byrja í ársbyrjun 1964 í símvirkjun, fer í inntökupróf og stenst það, sérstaklega stærðfræðina. Ég fékk 9,8 í stærðfræði,“ segir Hörður og hlær við en það fleytti honum vel í náminu. „En danskan hjá mér var fyrir neðan allar hellur. En það átti eftir að reyna á það síðar því ég lærði alla rafmagnsfræði á dönsku, alla símatækni á sænsku og alla radíófræðina lærði ég á ensku. Það gekk allt svona smátt og smátt fyrir sig. Síminn var með alveg úrvals kennara: Árni Hafstað frá Vík kenndi á fyrsta ári, ljómandi maður, Haraldur Sigurðsson, verkfræðingur frá Þýskalandi, var einhver allra snjallasti kennari sem við höfðum. Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur kenndi mér líka, Ólafur Tómasson, síðar Póst og símamálastjóri, Leó Ingólfsson og Jón Valdimarsson, Þingeyingur og tæknifræðingur, mjög góður kennari. Nokkrir kenndu í skemmri tíma. En sem sagt, símvirkjanámið var í þrjú ár síðan var framhaldsnám önnur þrjú ár og þá varð maður símvirkjameistari. Námið í heild sex ár.“ Hörður var orðinn símvirki þegar hann er settur í það að setja upp sjálfvirku stöðina á Sauðárkróki en ekki orðinn meistari í faginu. „Ég verð það ekki fyrr en seinna eða eftir lokin á Blönduósi 1969 -70. Það var nú talað um það á þessum árum að þeir sem voru verkfræðimenntaðir stæðust okkur ekki snúning þar sem þessi búnaður var svo sérhæfður og tók mörg ár að læra og kynna sér. En það sem allt snérist um var að ég var með svo miklum afburða mönnum eins og Svavari Haukssyni, Leó Ingólfssyni, Ragnari Bene- diktssyni og ég má nú ekki gleyma honum Jónasi Ráðgarði, gömlum Króksara sem var yfir öllum skiptiborðum Íslands. Jónas Ráðgarð Jónasson, fæddur 1911, missti föður sinn ársgamall og ólst upp hjá Helgu Steinsdóttur föðurömmu sinni en móðir Jónasar var Ágústa Runólfsdóttir systir Lárusar sjómanns. Við Jónas urðum góðir vinir. Á námsárunum var okkur skipað á hinar ýmsu deildir, ég var svo heppinn að byrja á mælaborði Landsímans hjá Birgi Sigurjónssyni síðan hjá Ragnari Benediktssyni, á skiptiborðaverkstæði Landsím- ans við printera og sitthvað fleira. Á hverju sviði fyrir sig vorum við þrjá og upp í fjóra mánuði. En sjálfvirkustöðvadeild Land- símans varð mín deild og ég sé aldrei eftir því. Þar var valinn maður í hverju rúmi, allt fullt af mjög snjöllum samvöldum mönnum á þeirri deild. Svo gátu menn valið hvort þeir fóru á Bæjarsíma Reykjavíkur, radíódeild, fjölsímadeild, sjálf- virkustöðvadeild Landssímans og fleira var í boði. Kynntist konunni á Húsavík „Já þetta var mjög spennandi. Allan þann tíma sem ég var ekki í skóla flakkaði ég um landið. Fyrst var ég á Akureyri, reyndar þar í þrígang, á Húsavík, Borgarnesi, Keflavík, Grindavík, Sandgerði og víðar á Suðurnesjum. T.d. þótti mér óskaplega gott að vera á Ólafsfirði, 1966 síðla árs. Áður var ég búinn að vera á Selfossi sömuleiðis á Dalvík. Svo var ég 1965, ísaárið á Raufarhöfn, lokaðist þar inni í fjóra mánuði því að það voru allir vegir ófærir og ekki nóg með það því það voru vandræði með aðföng þannig að við fengum eiginlega ekkert annað að borða en saltkjöt og kartöflur síðustu vikurnar áður en vegurinn opnaðist.“ Varðskipið Óðinn kom og varðskipsmenn fóru á köðlum í land yfir ísinn. Þetta myndaði Hörður. Best af öllu þótti Herði að vera á Húsavík 1964 því þar eignaðist hann marga góða félaga og spilaði knattspyrnu með Völsungi. En það besta var að þar kynntist hann konuefni sínu, Margréti Gunnarsdóttur, en búskapur þeirra hófst þó ekki strax þar sem hún fór til Ísafjarðar í húsmæðraskóla og síðan til Noregs og var þar í eitt ár og kemur ekki aftur fyrr en 1967. „Og þá hnýtum við okkar hnúta og hefjum okkar samlíf, fyrir rúmum 50 árum. Byrjuðum í Reykjavík og síðan fluttum við hingað norður. Okkar fyrsta heimili var í Miklabæ, hjá Þóru Jóhannsdóttur kaupkonu, Aðalgötu 9. Þar vorum við í nokkra mánuði.“ Síðar eru þau Hörður og Margrét heilt ár á Blönduósi áður en þau eru alkomin á Krókinn. Þá var Hörður ákveð- inn að byggja þegar ljóst var Við opnun á Blönduósi 3. desember 1969. Birgir Sigurjónsson, yfirmaður á mælaborði Landsímans, rak Scotice og Icecan sæsímastrengina milli Evrópu og Ameríku. Leó Ingólfsson, sérfræðingur sjálfvirku stöðvanna, Þorvarður Jónsson og Olav Olavsson L.M. Ericsson. Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur, Hörður, Pedersen og Olav Olavsson sérfræðingur L.M. Ericsson. Á Húsavík 1964. Svavar Hauksson, Olav Olavsson og Brandur Búi Hermannsson. Hörður á Húsavík 1964. 14/2018 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.