Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 8
Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið. En nú fannst okkur kominn tími til að endurnýja kynni okkar af Canary, drifum okkur á Netið og pöntuðum delux Bungalow eins og það var kallað í Maspalomas, rólegur og góður staður en ég hafði ekki höfuð í að átta mig á deluxinu, en það er önnur saga. Dvölin þarna var að sjálfsögðu ljómandi góð, hitastig var +18-23°C alla daga en gat verið nokkuð hráslagalegt á nóttunni, sérstaklega ef skýjað var seinni part dags eða jafnvel rigning. Ótrúlegur fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri virðist dvelja þarna í talsverðan tíma yfir veturinn, Jóhanna konan mín sagði einhverju sinni að hún hefði á tilfinningunni að heimilismenn Grundar hefðu tekið sig til og fjölmennt til Canary. Einhverju sinni fórum við á kínverskan veitingastað og þegar inn var komið hljómaði söngur Björgvins Halldórssonar í salnum, mér fannst að kínversk tónlist væri frekar viðeigandi. Skýringin kom um það leyti sem við vorum að fara, þá fylltist allt af Íslendingum sem voru greinilega búnir að hita sig upp fyrir matinn og voru í góðu stuði. Það fór ekki fram hjá manni í þetta skiptið frekar en í öll önnur skipti sem farið er út fyrir landsteinana, nema þegar farið er til Norðurlandanna, hvers konar ræningjabusiness er stundaður í verslunum hér á landi. Það getur hins vegar verið að þeim sem lifa og starfa í þessum löndum þar sem okkur finnst allt svo ódýrt, finnist það sama um sína kaupmenn vegna þess að launin eru þar lægri en hjá okkur. Ég hélt þó að Þýskaland væri ekki neitt láglaunasvæði en það gildir það sama þar þegar keyptur er fatnaður eða í matinn. Sama er að segja um gatnakerfi það virðist alls staðar vera betra en hér, þar sem ég hef komið, að undanskildu Póllandi og Möltu. Ég verð þess nokkuð ÁSKORENDAPENNINN Gunnar Pálsson Skagstrendingur í Garðabæ Er gott að búa á Íslandi? UMSJÓN palli@feykir.is var þar sem ég er alltaf með bíl þar sem ég dvel. - - - - - - - Gunnar er fæddur 1944 og uppalin á Skagaströnd, flytur þaðan 1956, var þar síðan frá 1961 - 1964 á bátum þaðan en flutti þá alfarið til höfuðborgarsvæðisins. Hann byggði sér hús í Garðabæ fyrir 40 árum og hefur búið þar síðan. Gunnar skorar á Sigurjón Guðbjartsson á Skagaströnd að koma með pistil. Gunnar nýtur lífsins á Kanarí. MYND ÚR EINKASAFNI að svæðisumsjón á 95 svæðinu tæki við. Hús þeirra reis á Smáragrund 11 og fluttu þau hjón þar inn á nýársdag 1970 og þar búa þau enn. Eins og fram hefur komið fór Hörður víða og meðfram starfinu æfði hann og lék fótbolta með góðum liðum eins og Val í Reykjavík, Keflvíkingum, Sigl- firðingum, Borgnesingum og Selfossi. „Ég var margreyndur í fótbolta og var góður, eða mér fannst það alltaf sjálfum, en kannski misjafnt hvað öðrum fannst,“ segir Hörður kerskinn. „Þegar ég var í Keflavík kom stjórn Íþróttabandalags Kefla- víkur að máli við mig. Óli B. Jónsson þjálfari, búinn að gera KR-inga nokkrum sinnum að bikarmeisturum, afburða- þjálfari, lagði til að ég gengi til liðs við ÍBK, Keflavíkurliðið, sem voru Íslandsmeistarar frá 1964 en leika átti við Ferencvaros í Ungverjalandi þetta síðsumar 1965. En ég var ekki tilbúinn að yfirgefa liðið hérna heima og líka það að til þess að ég gæti verið áfram í fótboltanum í Keflavík þá varð ég að fara að vinna við sjálfvirku símstöðvarnar hjá hernum og ég kærði mig ekki um það. Þannig var það. Sumarið 1969 lék ég með Húnvetningum á Blönduósi, mönnum eins og Hilmari Kristjáns, Jóni Berndsen og Einari í Steinull.“ Hörður lék líka með Selfyss- ingum 1966 og var með þeim þangað til þeir þurftu að spila úrslitaleik við UMSS. „Þá settu þeir vallarbann á mig, sögðu að ég væri að njósna fyrir Skagfirðingana. Það voru alls konar kúnstir í kringum þetta.“ Miklar tækniframfarir Í dag er erfitt að átta sig á hversu miklar tækniframfarir var um að ræða fyrir 50 árum þegar litið er á símana sem hver og einn hefur í vasa sínum í dag. En Hörður segir að um algjöra byltingu hafi verið að ræða. „Þetta var svokallað Koordinatväljare kerfi frá L.M. Ericsson stýrt með registerum. Áður hafði verið 500 veljara system sem var sett upp í Reykjavík, fyrst 1932 og voru gríðarlega stór og mikil tæki og eitt svoleiðis tæki var kannski um þrír metrar á hæðina og það þurfti tvo menn til að ná utan um tækið. L.M. Ericsson kemur svo með þessa nýju tækni sem gerir sama gagn en eru ekki nema u.þ.b. 90 sm á breidd, 30 á hæð og 20 á þykkt, þannig að þarna var um algjöra byltingu að ræða. Þarna voru hálfleiðarar og transistorar að koma og rafleiðatækni, rele. Það hvarflaði ekki að okkur þá að það yrði til myndsími síðar. Það var bara í lokin á mínum ferli sem tæknimaður að menn eru farnir að tala um myndsíma úti í Japan og menn geti talað í myndsíma í fjölbýlishúsum. Það var alveg fráleitt að ímynda sér það þá. Allt þetta kerfi var vel hannað og vel skipulagt. Það krafðist gríðarlega mikillar nákvæmni og hentaði þeim vel sem voru mjög nákvæmir og fínir í höndunum. Teikningarnar voru gríðarlega stórar og miklar en ég var svo heppinn að vera með svo vönduðum og góðum mönnum að ég lærði að lesa þessar teikningar alveg vita hreint eins og Guðrúnu frá Lundi, en það var bara ekki öllum gefið,“ segir Hörður. Síðar verður alger bylting líkt og símatæknin er í dag og Hörður segir að nú þurfi ekki að rekja neinar teikningar þar sem farið er í tölvu sem segir hvaða stykki sé bilað og þurfi að skipta um. „Áður gerðu menn við alla skapaða hluti, við urðum að standa klárir og geta brugðist við bilununum. Ragnar Benediktsson var yfirburðamaður við reksturinn við stöðvarnar og mér hefði aldrei lukkast það að taka við þessu stóra og mikla svæði nema að eiga mjög greiðan aðgang að þessum næsta yfirmanni mínum og hann varð mér ómetanlegur og sérstaklega framan af. Smátt og smátt öðlaðist maður reynslu og þekkingu til þess að standa á eigin fótum og það lukkaðist ágætlega,“ segir Hörður. Vel er við hæfi eftir þennan lestur að óska Herði til hamingju með tímamótin og reyna að meðtaka hve langt tækninni hefur fleygt fram á þeirri hálfu öld sem liðin er síðan sjálfvirki síminn hélt innreið sína á Norðurlandi vestra. Jón Ísberg hringir fyrsta formlega samtalið á Skagaströnd í sjálfvirku stöðinni 14. janúar 1970. Hörður með dætur sínar tvær, Þorbjörgu og Helgu, á íþróttavellinum á Sauðárkróki 1972. Hörður við opnun sjálfvirku stöðvarinnar á Blönduósi 3. desember 1969. 8 14/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.