Feykir


Feykir - 11.04.2018, Síða 9

Feykir - 11.04.2018, Síða 9
Í síðustu grein minni hér í Feyki rakti ég ögn sögu- fræg dómstörf á lands- mótinu á Þveráreyrum 1954. Þá varð sá einstaki atburður að meirihluti dómnefndar bar formann- inn – hrossaræktarráðu- nautinn – ofurliði. Gunnar Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur segir á einum stað í starfssögu sinni, að: „Norðlendingarnir, undir forystu Jóns bónda á Hofi, höfðu ákveðið að láta til skarar skríða á þessu landsmóti og láta dæma hornfirzku hestana, ættirnar út af Blakk (129), Skugga (201), Nökkva (260) og Svip (385) út úr reiðhestarækt á Íslandi fyrir fullt og allt.“. Er skemmst frá því að segja að allt fór upp í loft á téðu móti, dómarar töluðust sumir hverjir lítið eða ekki við og dómstörfum var raunverulega aldrei lokið. Í lok fyrrnefndrar greinar sagði ég: „Ekki skal því haldið fram hér að vinnubrögð sem þessi – að dæma eftir ættum – séu til fyrirmyndar og eftirbreytni, en þó var ákveðinn og í raun merkilegur tónn sleginn á sýningu þessari, sem segja má að hafi ekki hljómað virkilega skýrt aftur í hljómkviðu íslenskrar hrossa- ræktar fyrr en 1990. Með HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Þráðurinn frá Þveráreyrum 1954 ofinn áfram 4,5 - 4,0 - 3,5 - 3,0 - 2,5 - 2,0 - 1,5 - 1,0 - 0,5 - 0 - 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 0 0 20 0 2 20 0 4 20 0 6 Samanburður á prósentulegri breytingu á erfðahlutdeild Sörla 71 frá Svaðastöðum og Skugga 201 frá Bjarnanesi. Grafið sýnir aukna áherslu á léttbyggða hestgerð frá því skömmu fyrir 1990. % Sörli 71 Skuggi ákveðinni byltingu í dómstörf- unum sem þá var gerð.“ Segir nú nánar af því. Árið 1986 samþykkti BÍ að taka upp opinbert kynbótamat í íslenskri hrossarækt sem reiknað væri út með svokallaðri BLUP-aðferð. Ísland skipaði sér með þessu í fremstu röð landa að hagnýta sér vísinda- legar aðferðir í hrossaræktar- starfi. Fljótlega kom þó í ljós að mikil miðlægni einkunnanna sem hrossin fengu fyrir hina ýmsu þætti sköpulags og kosta orsakaði að aðferðin virkaði ekki sem skyldi. Með miðlægni er átt við að einkunnirnar voru gefnar á of þröngu talnabili en segja má að svo gott sem allar einkunnir hafi verið gefnar á bilinu 7,0 til 8,5; 6,5 eða lægra eða 9,0 og hærra heyrði til algerra undantekninga, nema fyrir skeið. Ástæður þessa voru að hluta til varfærni en einkum sú að dómstiginn hafði aldrei verið skilgreindur með form- legum hætti. Var nú ráðist í það verk sem hófst 1988, var tekið upp sem grundvöllur dómstarfanna 1990 og birt í ritinu Kynbótadómar og sýn- ingar sem út kom árið 1992, á ensku og þýsku auk íslensku. Hugsunin með að gefa dómkvarðann út á fleiri tungumálum var að ryðja dómsaðferð okkar hér heima frekar til rúms innan Íslands- hestaheimsins og efla þar með forystuhlutverk okkar Íslend- inga. Dómkvarða kynbótahrossa var jafnframt breytt nokkuð með það fyrir augum „að kynbætur beinist með aukinni áherslu að þeim þáttum er helst marka myndugleik og þokka hrossa. Einnig að meiri athygli verði beint að þeim þáttum í fótabyggingu sem helst ráða endingu fóta.“, eins og ég orðaði þetta í formála téðrar bókar. En hver eru nú tengslin við sögufrægu atburð- ina á landsmótinu ´54? Jú, þau eru raunar glettilega mikil og á ég þá ekki við allt það sem gekk á árið 1990, upprifjun á því bíður. Heldur áhrif hinnar nýju aðferðar sem voru jafnvel meiri og fjöl- þættari en ég átti von á. Þó svo einhver minn altraustasti samverkamaður; Víkingur Gunnarsson, segði í gáska: „Nú sláum við tóninn frá ´54!“ en hann ásamt Magnúsi Lárus- syni, þáverandi kennara á Hólum, samdi með mér stig- unarkvarðann. Fyrstu drög en svo lokagerð eftir kynningu og prófun. Pólarnir sem tekist var um á Þveráreyrum voru Svaðastaða- hrossin og Hornfirðingarnir með Matadoranna: Sörla 71 og Skugga 201. Um þessa hesta má nánar fræðast á sýningunni Uppruni kostanna á SÍH, sjá einnig á heimasíðunni www. sogusetur.is undir stikunni Gagnabanki. Þessum höfðingj- um er svo lýst: Sörla 71 á sýningu í Garði 1921: „Gljá- svartur. Frítt höfuð, augun fjörleg og djörf. Fínn reistur háls, lítið eitt baklangur og afturdreginn. Ágætar síður. Fótstaða og bygging góð. Fríður reiðhestur.“ og Skugga 201 á landsmótinu 1950: „Dökk- jarpur með litla stjörnu. Stórbrotinn, gangmikill fjör- hestur. Hefur allan gang og hreyfingar sæmilega fjaður- magnaðar, en nokkuð skortir svif í fótaburð. Skortir fríðleika og fínleika, og skapofsi spillir honum sem reiðhesti.“ Á grafinu hér sést svo hvernig dregið hefur í sundur með þeim Sörla 71 og Sugga 201 hvað erfðahlutdeild varð- ar frá því laust fyrir 1990 er áhrifa nýrra áherslna í dómum tók að gæta. Þannig geta nú samfellurnar verið í hrossaræktinni, þótt munur sé á hvernig málið er framreitt. Kristinn Hugason Sörli 71 frá Svaðastöðum. LJÓSMYNDARI ÓÞEKKTUR. Skuggi 201 frá Bjarnanesi. MYND ÚR EINKASAFNI GUNNARS BJARNASONAR 14/2018 9

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.