Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 14 TBL 11. apríl 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Áhersla lögð á barna- og unglingastarf Samstarfssamningur milli UMSS og Svf. Skagafjarðar Klara Helgadóttir, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, undirrituðu sl. mánudag samstarfs- samning sem ætlaður er að efla starf sambandsins og aðildarfélaga þess með megin áherslu á barna- og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi UMSS og sveitarfélagsins á sviði íþrótta- og for- varnamála. Með samningnum skuldbindur sveitarfélagið sig m.a. til að styrkja UMSS um ákveðna upphæð á ári hverju sem ákveðin er í fjárhagsáætlun hvers árs og er styrkurinn eingöngu ætlaður barna- og unglingastarfi í sveitarfélaginu. Við úthlutun verður gætt jafnræðis milli drengja og stúlkna en UMSS úthlutar styrknum til aðildarfélaga eftir ákveðnum reglum. Að sögn Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra var sam- þykkt í byggðaráði að veita 800 þúsund krónur aukalega til þess að fara í herferð og útbúa bækling sem afhentur verður iðkendum og kynna rétt iðkenda gagnvart mismunun, einelti og ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. „Ég vildi gjarna færa Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur, fráfarandi formanni UMSS, þakklæti fyrir hennar miklu vinnu við þennan samning og annað,“ segir Ásta. Hún telur samninginn góðan fyrir alla og stuðli að markvissu starfi sambandsins enda vilji sveitar- félagsins sterkur í þá átt að skapa sterka umgjörð um íþróttastarf í héraði. /PF Níu sinnum í einu af þremur efstu sætunum Varmahlíðarskóli í úrslit í Skólahreysti Í síðustu viku kepptu skólar af Norðurlandi í Skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Keppt var í tveimur riðlum; Akureyrarriðli og Norðurlandsriðli en þar háðu tíu skólar keppni. Úrslit í riðlinum urðu þau að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum með 57,5 stig og í öðru sæti varð Grunnskólinn austan Vatna með 47 stig. Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti með 32 stig. Árskóli og Blönduskóli voru ekki með að þessu sinni. Athygli vekur að þetta er í fjórða skipti sem Varmahlíðarskóli vinnur í sínum riðli og kemst þar með í úrslit þar sem tólf skólar af landinu keppa. Skólinn hefur tekið þátt í keppninni ellefu sinnum og verið í einu af þremur efstu sætunum síðustu níu ár. Þjálfari liðsins, öll árin nema eitt, er Sigurlína Einarsdóttir, íþróttakennari í Varmahlíðarskóla. Sigurlína segir að boðið sé upp á Skólahreystival í skólanum sem allir krakkar í 8.-10. bekk geti skráð sig í og sé áhuginn meðal krakkanna mjög mikill. Áhersla sé á að flétta saman gleði og erfiði, leikjum og skemmtun í upphafi, svo taki við fjölbreyttar þrautir og loks teygjur og slökunaræfingar í lokin. „Þau eru yfirleitt mjög einbeitt og meðfærileg og gera allt sem ég legg fyrir þau með bros á vör, með þessari samvinnu verða allar æfingar skemmtilegar þó þær séu ansi oft erfiðar,” segir Sigurlína. „Nú tekur við að njóta þess og gleðjast yfir að vera komin í úrslit í svona einn dag og halda svo áfram að æfa fyrir lokakeppnina og setja sér ný markmið í sameiningu.” /FE Border Collie þjálfaðir Fjárhundanámskeið á Blönduósi Dagana 18. - 20 apríl nk. verður haldið fjárhunda- námskeið á Blönduósi sem ætlað er sauðfjárbændum og smölum með Border Collie hunda með það að markmiði að hundarnir geti sótt og rekið sauðfé og nýst almennt sem fjárhundar. Leiðbeinandi verður Derek Scrimgeour frá Norðvestur Englandi en hann hefur 30 ára reynslu á þessu sviði og hefur komist 18 sinnum í enska landsliðið með tíu mismunandi fjárhunda á 23ja ára tímabili. /FE HEIMILI NORÐURSINS ATVINNULÍFSSÝNING DAGANA 5.–6. MAÍ 2018 Atvinnulífssýning og 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ákveðið hefur verið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.–6. maí nk. Sýningin verður með sama sniði og fyrri sýningar en sú síðasta var haldin árið 2014. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en í ár eru 20 ár liðin síðan 11 sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt. Sýningin verður opin á laugardegi frá kl. 10–17 og sunnudegi frá kl. 10–16. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Nánari upplýsingar og skráningarblöð má finna á www.skagafjordur.is/atvinnulifssyning. TAKIÐ DAGANA FRÁ! Sigursælt lið Varmahlíðarskóla. MYND AF HEIMASÍÐU VARMAHLÍÐARSKÓLA Klara Helgadóttir og Ásta Pálmadóttir undirrita samstarfssamning á milli UMSS og Svf. Skagafjarðar. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.