Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 1
15 TBL 18. apríl 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 9 Gauja Hlín á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi „Ég sagði ykkur að þetta myndi reddast“ BLS. 10 Hrafnhildur Sigurðardóttir á Skagaströnd í opnuviðtali Gerði gistihús úr gamalli saltfiskverkun Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir er með ýmislegt á prjónunum Að sjá eitthvað full- skapað er ótrúlega skemmtilegt Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Árið 2015 rofnaði malarhaft á milli sjávar og Höfðavatns með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn í vatnið og breytti lífsskilyrðum íbúa vatnsins til verri vegar. Frá þeim tíma hefur rofið stækkað við ágang sjávar, fór úr því að vera um 50 metra langt í 180 metra. Eigendur vatnsins, ábúendur á Vatni, Höfða, Mannskaðahóli og Bæ, töldu að kominn væri tími á að loka og fóru í framkvæmdir fyrir skömmu. Valgeir Þorvaldsson, bóndi á Vatni, segir að það hafi stefnt í það að vatnið yrði hluti af Skagafirðinum. „Vatnið er einstök náttúruperla og ein besta silungsveiði í því á landinu þannig að okkur þótti ekki annað við hæfi en að bjarga vatninu,“ segir Valgeir. Hann lýsir áhrifum sjávarins á vatn- ið á þá leið að vegna þess að seltustigið hafi nánast verið orðið það sama og í sjónum hafi það þýtt að silungurinn hafi átt í erfiðleikum með að hrygna. Öll lífsskilyrði verða mjög sérstök og í raun rofni hin eðlilega hringrás sem þarf að vera í þessum vötnum. Valgeir segir að allskonar drasl hafi komið inn með sjónum svo sem eins og síld og krabbar og loðna sem ekki sé gott að hafa í vötnum en það mun týna tölunni eftir því sem vatnið verður ferskara. Að sögn Valgeirs gekk mjög vel að loka eiðinu enda miklir jaxlar að verki, eins og Valgeir orðar það, en Bjarni Þórisson á Mannskaðahóli er vanur ýtumaður og svo kom verktakinn Kristján B. Jónsson frá Róðhóli að verkinu líka. Ekki þurfti að fara langt eftir efninu þar sem það var í nágrenninu en alls fór um 8000 rúmmetrar í gatið. Valgeir telur haftið mun öflugra en áður og hefur hann ekki trú á því að það rofni aftur á þeim kafla. /PF Höfðavatnið ferskast á ný Lokuðu rofi á Bæjarmölinni Um 8000 rúmmetrar af grjóti fóru í uppfyllinguna við Höfðavatn og er nú öflugra en nokkurn tímann áður. MYNDIR: KRISTJÁN B. JÓNSSON Gleðilegt sumar! Svona leit Bæjarmölin út fyrir framkvæmdir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.