Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 2
Sumarið er tíminn, söng Bubbi Morthens á sínum tíma og er það sannarlega rétt hjá honum. Við Íslendingar búum svo vel að hafa það skráð í Almanakið hvenær sumarið hefst og hvenær því lýkur því annars er hætta á því að við áttum okkur ekki á því hvenær við ættum að rífa grillið út úr skúrnum eða draga það fram undan draslinu sem hrúgað var upp sl. haust. En hvað um það. Sumarið er tíminn, þegar hjartað verður grænt, söng Bubbi. Ég veit ekki alveg af hverju hjartað verður grænt en ég vil túlka það þannig að það samsami sig grasinu og þá er ég ekki að tala um kíló af grasi sem hann söng um í öðru lagi. Nei, ég er að tala um þann gróður sem vex á okkar ágætu eyju. Gróðurinn sem fæðir búpeninginn, kindur, kýr og hross. Hversu ánægður getur maður verið með íslenska grasið. Ég var staddur á útskrift Farskólans á Matarsmiðjunni Beint frá býli sl. mánudag þar sem ræðumaður var að segja frá heimsókn erlends ostagerðamanns til Íslands sem hélt því fram að hér á landi væri besta hráefni í heimi til matvælavinnslu, s.s. mjólkurafurðir og kjötvörur. Taldi hann m.a. að sá hreinleiki sem íslensk náttúra býður upp á, og grasið sem skepnurnar éta hvort sem það er beint af jörðinni eða verkað hey, væri undirstaða gæðanna. Sumarið er tíminn þegar kvenfólk springur út og þær ilma af dulúð og sól, ójá. Ég þori ekki að fara út í þá sálma svo ég held mig við heyið, og kannski góða meltingu og velferð húsdýranna. Mér finnst að við ættum að vera dugleg að tala íslensku matvörurnar okkar upp og hvetja erlenda gesti okkar til að éta sem mest af íslensku gæðafæði. Lambakjötið kemur fyrst upp í hugann en folaldakjötið ætti líka að vera áberandi. Það hlýtur að vera ævintýri fyrir fólk sem aldrei hefur bragðað folald að smakka folaldakjöt, steikt eða grillað. Grasbít á grillið verður mottóið í sumar! Páll Friðriksson í sumarskapi. LEIÐARI Gleðilegt sumar! Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Margir bátar voru á sjó í síðustu viku og er heildaraflinn á Norðurlandi vestra fyrir vikuna 1.061.339 kíló. Á Skagaströnd lönduðu 20 bátar rúmum 148 tonnum, 14 skip og bátar lönduðu á Sauðárkróki rúmum 860 tonnum, þar af tæpum 560 tonnum af rækju úr norska skipinu Silver Framnes. Tæp tíu tonn komu á land á Hofsósi af fjórum bátum og á Blönduósi landaði Onni tæpum 42 tonnum. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 8. – 14. apríl 2018 20 bátar lönduðu á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG BLÖNDUÓS Onni HU 36 Dragnót 41.689 Alls á Blönduósi 41.689 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Grásleppunet 5.545 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 10.358 Blíðfari HU 52 Handfæri 834 Bragi Magg HU 70 Handfæri 6.949 Dagrún HU 121 Grásleppunet 8.720 Dísa HU 91 Handfæri, grásl.net 5.229 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 4.171 Geiri HU 69 Handfæri 3.964 Hafdís HU 85 Grásleppunet 2.129 Hafrún HU 12 Dragnót 42.517 Húni HU 62 Handfæri 5.813 Jenný HU 40 Handfæri 2.624 Kambur HU 24 Grásleppunet 7.839 Loftur HU 717 Handfæri 1.425 Már HU 545 Grásleppunet 4.142 Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 1.975 Svalur HU 124 Handfæri 152 Sæfari HU 212 Grásleppunet 8.500 Sæunn HU 30 Handfæri 3.348 Vestri BA 63 Rækjuvarpa 22.069 Alls á Skagaströnd 148.303 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 4.169 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 10.135 Drangey SK 2 Botnvarpa 194.368 Fannar SK 11 Grásleppunet 7.882 Fálki ÞH 35 Grásleppunet 6.125 Gammur SK 12 Grásleppunet 1.603 Hafey SK 10 Grásleppunet 7.701 Kaldi SK 121 Grásleppunet 1.611 Már SK 90 Grásleppunet 5.797 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 34.641 Silver Framnes NO 999 Rækjuvarpa 568.091 Sæfari SK 100 Grásleppunet 2.433 Vinur SK 22 Handfæri 597 Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 16.312 Alls á Sauðárkróki 861.465 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 2.074 Skotta SK 138 Grásleppunet 772 Von SK 21 Grásleppunet 631 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 6.405 Alls á Hofsósi 9.882 Höfðingleg gjöf á sjúkrahúsið Gáfu sjónvarpstæki á stofur og sal Kiwanisklúbburinn Drangey í Skagafirði verður 40 ára nú í maí og af því tilefni gaf klúbburinn glæsileg sjónvörp til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, fimm tæki á stofur á sjúkradeild og stórt tæki á Deild 2. Öll tækin leysa af hólmi minni tæki sem fyrir voru og í því felst munur- inn og áhorfendur njóta betur. Herdís Clausen, yfirhjúkr- unarfræðingur, tók við gjöfinni fyrir helgi og þakkaði velvild Kiwanisklúbbsins sem hefur verið ötull að fjármagna tæki og hluti fyrir sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hún var að vonum ánægð með framtakið og upplýsti að mikill munur væri fyrir heimilisfólk að hafa fengið stærri tæki og þar með aukið þeirra lífsgæði. Gunnsteinn Björnsson, for- seti Kiwanisklúbbsins, segir stærstu gjöfina sem klúbburinn hafi afhent sjúkrahúsinu sé speglunartækið sem gefið var fyrir um fjórum árum síðan. „Það var verkefni upp á 19 milljónir. Jafnframt höfum við greitt kostnað við speglun á 55 ára Skagfirðingum síðan en við erum á fjórða ári núna af fimm ára samningi. Annað sem má nefna í sögu okkar er að báðir bílarnir sem sambýlin hafa til umráða eru gefnir af okkur,“ segir Gunnsteinn Þess má geta að klúbburinn var einn af þeim fyrstu sem byrjuðu á að gefa reiðhjóla- hjálma sem nú er orðið að landsverkefni Kiwanis. „Kiwanishreyfingin hefur kjörorðið „Hjálpum börnum heims“ og er það örugglega á hverju ári, og oftast nokkrum sinnum, að við styðjum við foreldra sem eru með veik börn án þess að geta þess sérstaklega. Klúbburinn hefur notið mik- illar velvildar almennings og fyrirtækja í Skagafirði sem við kunnum miklar þakkir fyrir,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að meðlimir Kiwanisklúbbsins Drangeyjar muni verða á atvinnulífssýn- ingunni sem haldin verður í byrjun maí á Sauðárkróki, og kynna starfið og sögu klúbbs- ins. „En fyrir okkur skiptir félagskapurinn mjög miklu máli. Þetta er skemmtilegt starf og hressilegur félagskapur sem við vildum gjarnan stækka og bjóðum öllum, sem hugnast að taka þátt í skemmtilegu starfi og félagskap, að hafa samband við klúbbinn á drangey@ kiwanis.is,“ segir Gunnsteinn að lokum. /PF Frá afhendingu tækjanna sl. föstudag. Hér standa fyrir framan tækið í setustofu: Kristrún Snjólfsdóttir, Herdís Klausen, Gunnsteinn Björnsson, Jónas Svavarsson, Bjarki Tryggvason og Leó Viðar Leósson. MYND: PF 2 15/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.