Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 6
nýverið hitt á einhverjum fundi á Hólum, hugmyndina og sagði þeim að þeir mættu bara eiga hana og ætlaði svo ekki að hugsa meira um það. Þeir mættu bara grafa hana niður ef þeir ætluðu ekki að nota hana, bara að hún hætti að angra mig og væri þá allavega farin út úr hausnum á mér. Svo hringdi Adolf í mig og þeir vildu fá mig hingað til þess að útskýra fyrir þeim hvað ég væri að meina með þessu, hvað þetta væri – listamiðstöð fyrir erlenda listamenn! Gesta- vinnustofur! Skiljanlega vissu þeir varla hvað þetta var,“ segir Hrafnhildur og hlær við. Stutt fæðingarferli Segja má að framhaldið sé ævintýri líkast. Skagstrending- arnir voru ekkert að láta hlutina vefjast fyrir sér, drifu í að útvega fjármagn til að koma verkefninu af stað. Þeir ræddu við Byggða- stofnun sem átti minna frysti- húsið og lögðu þeir það til sem hlutafé í þetta nýja fyrirtæki, íbúðir í eigu bæjarins sem voru á lausu voru standsettar sem vistarverur fyrir listamennina og þrýst var á Hrafnhildi að taka að sér stöðu framkvæmdastjóra. „Og til að gera langa sögu stutta, eða stutta sögu enn styttri, þá stofnuðu þeir fyrirtækið um mánaðamótin febrúar mars, ég var ráðin viku seinna, heimasíðan var komin upp í sömu vikunni, ég fékk vinkonu mína, Kristveigu Halldórsdóttur, myndlistarkonu, til að hanna hana, og svo var bara keyrt í gang og auglýstur umsóknarfrestur. Það var fullt af fólki sem sótti strax um, erlendis frá, og fyrstu listamennirnir komu 1. júní. Þannig að frá því ég kem á fund með þeim um miðjan janúar og til 1. júní, það var allt fæðingarferlið. Þetta voru innan við sex mánuðir og þannig lenti ég hér en hafði eiginlega aldrei komið fyrr en í janúar 2008.“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur var svo framkvæmdastjóri fyrir Nes listamiðstöð í tvö ár og ýtti starfseminni úr vör en hvarf þá til annarra starfa. „En ég hef setið í stjórn og er náttúrulega alltaf að hugsa um hvað ég geti gert betur fyrir þetta litla barn mitt. Ég er ekki lengur með það á brjósti en mér þykir vænt um það og mér fannst vera búinn að vera svolítið mikill vergangur á þeim, ég taldi tíu staði fyrir nokkru síðan þar sem þeir voru búnir að vera með fólk í gistingu og það þýðir að þá þarf alltaf að vera að flytja húsgögn og þess Það liggur beinast við að álykta að Hrafnhildur sé Skagstrendingur en svo er þó ekki, hún er uppalin í Garðabænum og reyndar eru ekki nema tíu ár síðan hún kom fyrst til Skagastrandar. Árið 2007 var Hrafnhildur, sem er myndlistarkona, ráðin sem framkvæmdastjóri hjá Textílsetrinu á Blönduósi, fyrst til að gera áætlun um framtíðarsýn og í framhaldi af því til að framkvæma það sem framtíðarsýnin fól í sér. „Meðan ég var þar var ég að skoða hús sem voru til sölu á svæðinu. Þá var Hólanesfrystihúsið til sölu og annað minna, þar sem Nes listamiðstöð er núna. Ég fékk strax þá hugmynd að þetta yrði nú flott listamiðstöð. Hugmyndin lét mig ekki í friði og ég varð einhvern veginn að losna við hana, ég var í prófum í Háskólanum og mátti ekkert vera að þessu. Svo ég sendi þeim Adolf [Berndsen] og Ingibergi [Guðmundssyni], sem ég hafði VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Í lok janúar á þessu ári var opnað nýtt gistiheimili á Skagaströnd, Salthús gistiheimili, í nýuppgerðu húsi sem áður hýsti saltfiskverkun og síðar vélaverkstæði. Húsið, sem byggt var árið 1950 var komið í mikla niðurníðslu þegar Hrafnhildur Sigurðardóttir keypti það fyrir tveimur árum síðan og hófst handa við að koma þar upp gistiaðstöðu. Það er þó ekki fyrsta aðkoma Hrafnhildar að uppbyggingu á Skagaströnd því hún var hugmyndasmiðurinn að Nesi listamiðstöð á Skagaströnd á sínum tíma. Blaðamaður Feykis mælti sér mót við Hrafnhildi og átti með henni notalega morgunstund í björtu og hlýlegu eldhúsi á efri hæð Salthússins við Einbúastíg. Hrafnhildur lætur fara vel um sig í eldhúsi Salthúss gistiheimilis. MYND: FE Svona leit húsið út fyrir rúmu ári síðan. MYND: HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR háttar milli staða. Og ég ákvað að ég vildi nú gera eitthvað fyrir þetta, kannski kaupa eitthvert hús og leigja þeim það. Ég hafði augastað á öðru húsi sem var talsvert minna en þetta hér, bara lítið einbýlishús.“ Ekkert varð þó af þeim kaupum og Hrafnhildur skoðaði Salthúsið sem var í eigu Helga í Trésmiðju Helga Gunnarssonar og lýsti áhuga á kaupum. „Svo leið nú alveg árið, ef ekki eitt og hálft, áður en ég keypti það. Það var ein vinkona mín sem sagði: „Nú þarftu bara að drífa þig, hættu nú að tala um þetta, farðu og kauptu húsið, þá fara hlutirnir að rúlla.“ Svo ég gerði það og svo fór maður bara af stað með að gera viðskiptaáætlun og þarfagreiningu og kanna hvort það væri möguleiki að fólk mundi vilja búa hérna. Upphaflega var hugsunin sú að listamennirnir ættu að búa á efri hæðinni og vinna á neðri hæðinni. Svo hefur þetta bara þróast og breyst og er orðið að stóru gistiheimili,“ segir Hrafnhildur og er að vonum ánægð með útkomuna. Hús með mikla sögu Gistihúsið er reisulegt hús á tveimur hæðum, rétt við höfn- ina og Höfðann á Skagaströnd þannig að ekki þarf að fara langt til að komast út í friðsæla náttúruna. Herbergin eru 14, sjö herbergi með baði á hvorri hæð og auk þess eru eldhús á báðum hæðum. Ljóst er að húsið hefur tekið miklum stakkaskiptum og Hrafnhildur rekur fyrir blaðamanni ferlið í grófum dráttum. „Húsið var byggt af Hóla- nesfrystihúsinu og var skráð sem verbúð en aldrei notað né innréttað sem slíkt. Síðan sameinuðust Hólanesfrystihúsið og Skagstrendingur og þá fylgdi húsið með en það var alltaf kallað Salthúsið á Einbúastíg á pappírum hjá bænum, hér var saltaður fiskur, væntanlega af Hólanesfrystihúsinu. Síðan verður neðri hæðin að vélaverk- stæði fyrir Skagstrending og starfsemina hér í þessum húsum. Á efri hæðinni var beitningaraðstaða, í herbergi 201, og svo var stór frystir. Hér var svo ýmis starfsemi þar til hún stöðvaðist, ég veit ekki hvenær það var, en síðast var verkstæðið hérna niðri fyrir Skagstrending. Svo var Skagstrendingur sameinaður Fisk Seafood og Helgi trésmiður kaupir svo af þeim. Þannig að þetta hefur verið hjá ýmsum Hrafnhildur Sigurðardóttir á Skagaströnd Gerði gistihús úr gamalli saltfiskverkun 6 15/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.