Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Reiði. Feykir spyr... Hvernig hljómar draumafríið? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „25 gráður, góður aðgangur að listasöfnum, tónleikar með Tom Waits og allir í fjölskyldunni ánægðir með það.“ Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson „Fara á stóra vélasýningu.“ Jói Þórðar KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Sumarið er alltaf best út um gluggann. – Jens Lekman Tvær asískar kássur Góður pottréttur klikkar sjaldan og gengur við flest tækifæri. Í uppskriftamöppu umsjónarmanns leynist ógrynni uppskrifta af pottréttum með hinum ýmsu kryddum og blæbrigðum. Fyrir valinu urðu tvær með austurlensku sniði, ólíkar en báðar afbragðsgóðar. RÉTTUR 1 Indverskur kjúklingaréttur 3 rauð epli 1-2 hvítlauksgeirar 1 kjúklingur 2 laukar 4-6 msk mango chutney 1 rauð paprika 4 msk olía ½ msk tandoori masala ½ msk. tandoori curry-krydd Aðferð: Steikið kjúklinginn, úrbeinið hann og skerið í bita. Hitið olíuna á pönnu, stráið karríi á pönnuna og hluta af masala- kryddinu. Saxið laukinn og látið hann krauma í olíunni þar til hann er orðinn mjúkur. Afhýðið eplin og skerið í bita, bætið þeim á pönnuna og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið pressuðum hvítlauknum og saxaðri paprikunni út í, steikið áfram í nokkrar mínútur. Bætið kjúklingnum við og bragðbætið með mango chutney. Kryddið með afganginum af masala kryddinu, má sleppa ef ykkur finnst rétturinn Indverskur kjúklingaréttur. MYND AF NETINU „Borgarferð eitthvað erlendis með hæfilega löngu flugi, góðum mat og áhugaverðum stöðum að skoða.“ Steinunn Rósa Guðmundsdóttir „Þar sem allt flæðir í sögu og menningu og er lítið af sól og engir sólbekkir.“ Sigríður Káradóttir ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Sudoku vera orðinn nógu sterkur. Borið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði eða naan-brauði. Naan-brauð: 450 g hveiti 2 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3-3½ dl Ab mjólk krydd að eigin vali, t.d. ferskur kóríander, hvítlaukur eða saxað chili Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið Ab-mjólkinni út í ásamt olíu. Hnoðið deigið saman, fletjið það út og skerið í passlegar kökur. Athugið að hafa þær ekki of þykkar. Bakið á pönnu á báðum hliðum þar til brauðið er gegnumsteikt. Breiðið rakt stykki yfir brauðin þegar þau eru tilbúin. Gott er að smyrja þau með hvítlaukssmjöri. RÉTTUR 2 Indónesískur lambakjötspottréttur 800-1000 g beinlaust lambakjöt í bitum 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksgeiri, saxaður matarolía til steikingar 1 dós tómatsósa (400 g) 1 lítil dós tómatpurra 1½ dl vatn 2 msk púðursykur 2 tsk sterkt karrí ½ -1 tsk sjávarsalt með jurtum 1 kjúklingateningur 2 epli, afhýdd og skorin í bita 1 appelsína með berki í þunnum sneiðum ½ dl rúsínur Aðferð: Brúnið lauk, hvítlauk og kjöt í potti. Setjið allt út í pottinn og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 45 mínútur. Hrærið í af og til. Borið fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði. Verði ykkur að góðu! Naan-brauð. MYND AF NETINU 15/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Íbúasamsetning Vatíkansins er frábrugðin flestum öðrum ríkjum heims vegna þess að allir íbúarnir búa þar vegna starfs síns. Meiripartur íbúanna er klerkar, sökum þess að þar eru höfuðstöðvar stærsta trúfélags heims. Ótrúlegt, en kannski satt, þá tala flestir latínu starfs síns vegna, en koma frá hinum ýmsu stöðum heims og eiga því önnur móðurmál sem þeir nota dags daglega. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er tengsli hnakks við hest. Hreiðars ósk og mæða. Hátt á mastra mörum sést. Mývetninga fæða. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.