Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 1
16 TBL 25. apríl 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Myndlistarsýningin Ævintýri á gönguför í Sæluviku Fyrsta einkasýning Ástu Júlíu BLS. 8 Sæluvika Skagfirðinga hefst á sunnudaginn „Íslendingar þurfa fleiri þess háttar samkvæmi“ Ráðstefna á Hólum í tilefni afmælis fullveldis Íslands Auður skólans ærinn og framtíðin björt Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði Skagfirðinga með nærveru sinni í Síkinu á fyrsta leik Tindastóls og KR í úrslitarimmu Domino's deildar í körfubolta. Séra Hjálmar Jónsson, sem nú þjónar Skagfirðingum í fjarveru Sigríðar Gunnarsdóttur, var fenginn til að vera forsetanum til halds og trausts í troðfullu húsi en heimildir herma að um 900 miðar hafi verið seldir og því hafi fjöldinn farið nokkuð yfir þúsund manns með börnum, boðsgestum og starfsfólki. Hjálmar segir að Guðni hafi ákveðið að mæta á leik úti á landi og fá að upplifa og sjá með eigin augum hve körfuboltinn skiptir miklu máli fyrir samfélagið í Skagafirðinum. Hjálmar segist hafa upplýst forsetann að um 25% íbúanna hafi verið samankomin í íþróttahúsinu þá stundina. Því miður fékk Guðni ekki að sjá hve magnaðir Stólarnir eru því KR kom öllum á óvart og vann leikinn. En af hverju skyldi Hjálmar hafa verið fenginn í verkið? „Björn Hansen [hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls] hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í þetta. Hefur líklega talið minni hættu á að ég æsti mig og yrði orðljótur. En þetta var skemmtileg tilbreyting frá Dómkirkjunni þar sem ég hef oft tekið á móti forsetum lýðveldisins.“ Fyrir leik gæddi Guðni og fylgdar- lið sér á pizzu en pizzuát forsetans vakti heimsathygli fyrir einhverjum miss- erum þegar Guðni vildi banna ananas á þær. Ekki er Feyki kunnugt um uppá- haldspizzuna en Hjálmar segir að synir Guðna og vinur þeirra, sem voru með í för, hefðu helst viljað flatböku og var hún fengin frá Hard Wok. Hjálmar segir að Guðni hafi laumað því að honum að hann ætti einhvern tímann að yrkja um þessa ananas-vitleysu. Hjálmar var þegar búinn að því og var vísan lesin upp í hljóðkerfi hússins. Sagði hann sér hafa heyrst að Guðni hafi tautað fyrir munni sér: Laga myndi lífsins bras og létta hverja neyð ef ég fengi ananas ofan á mína sneið. Hjálmar var ánægður með forsetann og segir það gaman hvað hann tikki með fólkinu í landinu og sé forseti fólksins. /PF Hr. Guðni Th. Jóhannesson heiðraði körfuboltann í Skagafirði Forsetinn mætti á leik í Síkinu Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, varð vitni að samheldni og stórkostlegum áhuga Skagfirðinga á körfuboltanum er hann mætti í Síkið sl. föstudag. Ef vel er að gáð sést Guðni með röndótt bindi við Tindastólsfánann lengst til vinstri á myndinni. MYND: HJALTI ÁRNA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.