Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 2
Hefði ég skrifað þessar línur fyrir helgi hefði umtalsefnið verið vorið. En blessunarlega kólnaði nú um helgina og gránaði í fjallshlíðar í nótt svo allt tal um vorið bíður betri tíma. Enda eins gott því það er lítið vit fyrir það að vera að flýta sér of mikið, þá hefnist því bara fyrir með uppstigningardags- hreti eða hvítasunnuhreti. Það er nú samt sem áður ákveðinn vorboði framundan, alla vega fyrir Skagfirðinga. Já, hún hefst um helgina, Sæluvikan sem hefur verið á sínum stað svo lengi sem elstu kerlingar muna. Og þá er nú eins gott að bregða undir sig betri fætinum því af nógu er að taka í menningarlífinu eins og tíundað er hér í blaðinu. Eins og vanalega verður erfitt að velja og hafna og rekur hver viðburðurinn annan. Ráðstefnur eru líka á hverju strái þessa dagana. Í síðustu viku voru haldnar í Skagafirði tvær slíkar sem sagt er frá á síðum blaðsins og um næstu helgi verður spennandi ráð- stefna á vegum Þekkingarsetursins á Blönduósi þar sem lista- og handverksmenn koma saman. Sömu daga verður líka ráðstefna á Hólum á vegum Guðbrandsstofnunar þar sem leitað verður svara við spurningunni: „Hvernig metum við hið ómetanlega?“ og verða þar mörg forvitnileg erindi flutt. Já, þó að vorið ætli að fara sér hægt um stund er enginn vandi að finna sér eitthvað annað til dundurs en garðverkin. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Vorboðar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku lönduðu fjórir grásleppubátar á Hofsósi og var afli þeirra rúmlega 13 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu ellefu skip og bátar rúmum 237 tonnum, 20 bátar lönduðu tæpum 89 tonnum á Skagaströnd og á Hvammstanga landaði Harpa HU 4 tæplega fjóru og hálfu tonni. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku var 343.664 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 15. – 21. apríl 2018 Fjórir grásleppubátar lönduðu á Hofsósi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 4.443 Alls á Hvammstanga 4.443 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Grásleppunet 3.180 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 10.442 Blíðfari HU 52 Handfæri 3.445 Dagrún HU 121 Grásleppunet 6.827 Dísa HU 91 Grásleppunet 972 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 1.413 Geiri HU 69 Handfæri 3.467 Hafdís HU 85 Grásleppunet 2.739 Hafrún HU 12 Dragnót 637 Húni HU 62 Handfæri 4.933 Jenný HU 40 Handfæri 1.766 Kambur HU 24 Grásleppunet 4.800 Kópur HU 118 Handfæri 1.171 Loftur HU 717 Handfæri 2.942 Már HU 545 Grásleppunet 1.372 Onni HU 36 Dragnót 2.977 Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 1.722 Svalur HU 124 Handfæri 3.565 Sæfari HU 212 Grásleppunet 1.791 Sæunn HU 30 Handfæri 2.243 Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 26.174 Alls á Skagaströnd 88.578 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 3.989 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 13.195 Drangey SK 2 Botnvarpa 179.371 Fannar SK 11 Grásleppunet 3.025 Fálki ÞH 35 Grásleppunet 4.427 Gammur SK 12 Grásleppunet 1.398 Hafey SK 10 Grásleppunet 5.301 Kaldi SK 121 Grásleppunet 1.764 Már SK 90 Grásleppunet 5.725 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 14.937 Alls á Sauðárkróki 237.321 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 3.924 Skotta SK 138 Grásleppunet 1.698 Von SK 21 Grásleppunet 4.715 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 2.985 Alls á Hofsósi 13.322 Farskólinn á Norðurlandi vestra útskrifaði í síðustu viku þátttakendur sem stundað hafa nám í vetur í Opin smiðja - Beint frá býli. Smiðjan var kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Í smiðjunni var lögð áhersla á hugmyndafræði ,,Beint frá býli“. Þátttakendur sóttu fyrir- lestra fjölmargra leiðbeinenda í námsverið á Faxatorgi og farið Myndarlegur hópur áhugasamra framleiðenda Beint frá býli ásamt verkefnisstjóranum Halldóri Gunnlaugssyni lengst til hægri.. MYND: PF Matvælaframleiðendur framtíðarinnar Útskrifuðust frá Opinni smiðju - Beint frá býli var í heimsóknir. Þá voru verklegir þættir kenndir í Vörusmiðju BioPol á Skaga- strönd. Fjölmargir gestir voru við- staddir útskriftina og fengu að njóta glæsilegra veitinga sem þátttakendur höfðu útbúið með „Beint frá býli“ í huga. Í máli Halldórs Gunnlaugs- sonar verkefnisstjóra kom fram að mikill samhugur og kraftur hefði verið í hópnum sem þátttakendur skipuðu og taldi hann líklegt að Skagfirðingar ættu eftir að versla við þá í framtíðinni enda sýndu þeir svo ekki var um að villast að góðar vörur kann fólkið að útbúa. /PF Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hefur sagt upp störfum hjá samtökunum. Björn tók við starfi sem framkvæmdastjóri SSNV í október 2015 og var þá valinn úr hópi 16 umsækjenda. Uppsögn Björns var rædd á fundi stjórnar SSNV í síðustu viku og var formanni stjórnar falið að ganga frá starfslokum Björns og leita til STRÁ starfsráðninga ehf. vegna ráðningar nýs framkvæmda- stjóra. Björn hefur óskað eftir að láta af störfum þann 30. júní. SSNV er þjónustu- og sam- starfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega mála- flokka og hagsmunamál sveitar- félaga á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnu- þróun og rekstri sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. /FE Framkvæmdastjóri SSNV hættir Björn Líndal lætur af störfum Björn Líndal Traustason. MYND: SSNV.IS Skagastrandarhöfn hefur auglýst eftir tilboðum í gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Útboðsgögn voru gerð aðgengileg hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 24. apríl og kosta þau 5.000 kr. Tilboðum skal skilað á sama stað, fyrir klukkan 14:00, þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar klukkan 14:15 þann dag. Helstu verkþættir og magn- tölur eru: Dýpkun í -2,5m, 9.500 m3. Flokkað grjót og sprengdur kjarni, 6.500 m3. Fyllingarefni 3.600 m3. Uppsetning landstöpla, tvö stykki. /FE Skagastrandarhöfn Auglýst eftir tilboðum í smábátahöfn 2 16/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.