Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 3
Náttúruperlan Hrútey Unnið að vegastæði og bílaplani Blönduósbær fékk nýlega úthlutað 32 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis að koma gömlu Blöndubrúnni frá 1897 á sinn stað og gera hana að göngubrú út í Hrútey. Með þeirri framkvæmd batnar aðgengi að eynni samhliða því að elsta samgöngumannvirki á Íslandi verður varðveitt. Hrútey er í eigu Blöndu- ósbæjar og er hún mikil náttúruperla. Með bættu aðgengi gæti hún orðið að vinsælum og áhugaverðum ferðamannastað auk þess sem verkefnið mun auka öryggi ferðamanna, bæta aðgengi og stuðla að náttúruvernd. Framkvæmdir eru nú hafnar við fyrsta áfanga verksins en auk þess að koma brúnni fyrir á sínum stað verður gert bílastæði og lagðir stígar við aðkomuna að brúnni. Á Húna.is var sagt frá því á dögunum að verið væri að ljúka uppgrefti úr vegastæðinu og planinu sem verður við eyjuna. Það er Ósverk ehf. sem sér um það verk. /FE Lyfjaendurnýjun www.hsn.is Frá og með 2. maí 2018 verður einungis tekið á móti beiðnum um lyfjaendurnýjun á HSN Sauðárkróki á milli kl. 12:30 og 13:30 alla virka daga í síma 455 4020. Einnig mælum við eindregið með að fólk endurnýi lyf sín í gegnum https:/www.heilsuvera.is Vinsamlegast kynntu þér málið á heimasíðu okkar hsn.is/saudarkrokur Enn aukum við gæðin & þjónustuna Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Nú höfum við tekið í gagnið nýja stafræna prentvél, Canon imagePRESS C700, sem skilar frábærum gæðum og gerir okkur kleift að auka enn við þjónustuna. Nú getum við rennt í gegn allt að 300g þykkum pappír, vélin getur prentað á allt að 70 blöð á mínútu og skilar frábærum myndgæðum. Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Með tilkomu Canon ImagePRESS C700 getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á hagstæðari, fjölbreyttari og skilvirkari þjónustu. Stafræn prentun hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru ekki að leita eftir miklu upplagi í prentun. Leitaðu ekki langt yfir skammt – kíktu í Nýprent! BÆKLINGAR ÁRSSKÝRSLUR BOÐSKORT PLAGGÖT EINBLÖÐUNGAR NAFNSPJÖLD MATSEÐLAR MARKPÓSTUR ný pr en t e hf / 0 32 01 8 Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram á Sauðárkróki fyrir skömmu. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim var einn frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Húna- vallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, tveir frá Blönduskóla, fjórir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og einn frá Dalvíkurskóla. Það var Freyja Lubina Friðriksdóttir í Grunnskóla Húnaþings vestra sem bar sigur úr býtum í keppninni, í öðru sæti varð Ólafur Halldórsson í Höfðaskóla og Saulius Salia- monas Kaubrys í Húnavalla- skóla varð í þriðja sæti. /FE Frá vinstri: Saulinus Salimonas Kaubrys, Húnavallaskóla, Ólafur Halldórsson, Höfða- skóla og Freyja Lubina Friðriksdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra. MYND: FNV Breytingar hafa orðið í mjólkursöfnun hjá Mjólkur- samlagi KS á Sauðárkróki og er það í samræmi við sam- komulag sem gert var síðast- liðið vor um að samræma hana á öllu landinu. Frá og með síðasta mánudegi tók Mjólkursamsalan því yfir mjólkursöfnun í Skagafirði af samlaginu. Undirbúningur vegna þess- ara fyrirhuguðu breytinga hefur tekið töluverðan tíma og var haldinn kynningarfundur sl. föstudag fyrir bændur í Skagafirði þar sem fulltrúar MS og MKS mættu til að svara þeim spurningum sem upp komu. Ekki fengust upplýsingar frá MKS um það hvað breyting- arnar munu fela í sér fyrir fyrirtækið eða bændur í Skaga- firði en heimildir herma að mjólk úr Húnavatnssýslum sem áður var ekið til Reykja- víkur verði flutt í MKS. /PF MS yfirtekur mjólkurflutninga Húnvetnsk mjólk í Skagafjörðinn Vinna er hafin við veg og bílastæði við Hrútey. MYND: HÚNI.IS Stærðfræðikeppni FNV Freyja Lubina sigraði 16/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.