Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 7
á eftir fyrirlestri séra Lárusar, er var um þegnskylduvinnuna. Átti hún ágæta formælendur, svo sem Jónas lækni, séra Hálfdan, sýslumann, Pétur á Hraunum, Sigurgeir Daníelsson og fleiri. Meðal andmælendanna voru þeir Pétur Sighvatsson, Sigurður á Veðramóti, séra Arnór í Hvammi og Margeir á Ögmundarstöðum. Af 17 ræðumönnum, voru 10 með en 7 móti og töluðu margir oft.“ Í fjórða lagi verða náin kynni héraðsbúa, er þeir hafa svo langa dvöl saman á mörgum samkomum og skemmtunum og þess á milli margvíslega samfundi á gistingastöðum. Þar hreyfa einstakir menn áhugamálum sínum og þar getur orðið undirbúinn framgangur nauðsynjamála héraðsins. Gildi stórra samkvæma liggur oftast að miklu í kynningu fólksins, jafnvel þótt fátt gerist þar annað, en að fundum manna beri saman. Alþingi Íslendinga til forna var slík menningarstofnun vegna samfunda höfðingja og almennings víðsvegar að af landinu. „--auðigur þóttumk, er ek annan fann, maðr es manns gaman“. - Mál skýrast best, hugur skilst gerst og samúð getur vaxið upp á milli fjarstaddra manna, þegar rætt er orði til orðs og undir fjögur augu. Við slík náin kynni falla niður margir fordómar og andúð hjaðnar, en skilningur og velvild glæðist, þar sem áður var deyfð, kuldi eða þverúð ókunnleikans. Íslendingar þurfa fleiri þess háttar samkvæmi. Þeir þurfa fjölmennar samkomur og langvarandi námskeið, sýningar, héraðshátíðir og sæluvikur að hætti Skagfirðinga. Við þurfum meiri samkynni, meiri hugblöndun og meiri samræður um málefni þjóð- arinnar. Dagur hefir hér vakið máls um „Sæluviku Skagfirðinga“, af því að hann telur hana harla merkilegan og eftirbreytnisverðan héraðshátt. Önnur héruð landsins eiga að taka hann upp. Hvenær sem héruðin eignast góða menn, myndu slík almenn mót verða eins og opin leið að hugum fólksins. Þau mót hlytu að verða að menningarstofnun í hverju héraði. „Sæluvika“ er vel valið heiti. Allmjög þykir mönnum bresta á sælu í lífinu. Heldur þykir lífið í íslenskum sveitum daprast. Mestu skiptir jafnan að vel sé hagnýtt það, sem von er á. Mannfundir geta átt mikinn þátt í að auka birtu í lífinu og svipta af hugum manna viðjum vana og hversdagsdeyfðar. Minningar frá þvílíkum leiðamótum almennings geta orðið sterkar, örvandi og sælar. Nafnval Skagfirðinga er ekki út i hött. Að baki þess liggja merkileg lífssannindi. Öll héruð landsins þurfa að eignast slíkar „Sæluvikur“ á vetrum og „sæludaga“ á vorin á héraðsmótum undir berum himni. (Dagur.) Þrátt fyrir að nærri öld sé síðan meðfylgjandi grein var rituð er hægt að sjá að ýmislegt þar samsvarar til Sæluviku nútímans. Sannleikskornið úr Hávamálum á enn við því sannleikurinn er sá að maður er manns gaman. Í ár er boðið upp fjölbreytta dagskrá í Sæluviku en setning hennar fer fram í Safnahúsi Skagfirðinga nk. sunnudag, 29. apríl. Vikan hefur iðulega teygt sig í sitt í hvora áttina því ýmis atriði hafa verið sett á í vikunni fyrir setningu sem og í vikunni á eftir. Leikhópur Leikfélags Sauðárkróks. Frá vinstri: Inga Dóra Ingimarsdóttir, Ingrid Jónsdóttir leikstjóri, Thelma Björk Gunnarsdóttir, Haukur Skúlason. Guðbrandur J. Guðbrandsson, Elva Björk Guðmundsdóttir og Saga Sjöfn Ragnarsdóttir. MYND: PF Meðal efnis sem nú verður boðið upp á í Sæluviku er: • Ljósmyndasýning Gunnhildar Gísla- dóttur, Tíma-mót, í Safnahúsinu en þar mælir hún sér mót við starfsbræður sína frá fyrri tíð. • Myndlistarsýningin Litbrigði Samfélags í Gúttó. Sýningin er samsýning listamanna í Skagafirði sem eru í Myndlistarfélaginu Sólon og er nú haldin 10. árið í röð í Sæluviku. • Einar Kárason, rithöf- undur og sögumaður segir Grettissögu í Kakalaskálanum. • Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. • S t r e n g j a t ó n l e i k a r Tónadans fara fram í Félagsheimilinu Ljós- heimum en þar eru á ferðinni ungir strengja- leikarar með vortón- leika sína. • Ísmaðurinn 2018 verður haldinn á skíðasvæðinu í Tindastóli sem er ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa. • Börn fyrir börn – Dans og tónlistarveisla fyrir allan aldur í Félagsheimilinu Ljósheimum. • Brottflutti Króksarinn, Ásta Júlía Hreinsdóttir sýnir olíumálverk í neðri sal KK Restaurant. Sýninguna kallar hún Ævintýri á gönguför. • Tónleikar með Óskari Péturssyni í Miðgarði sem verður þó ekki einn á ferð því bræður hans frá Álftagerði og Diddú mæta með honum. • Grænumýrarfjör verður á sínum stað en þá er öllum velkomið að líta í fjárhúsin í Grænumýri og skoða kiðlinga og lömb og aldrei að vita nema heimasæturnar taki lagið. • Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju hefur skapað sér fastan sess á mánudegi í Sæluviku. Að þessu sinni verður Guðni Ágústsson ræðumaður kvöldsins. • Kvæðamannafélagið Gná fær til sín góða gesti í Melsgili kl. 20. Ragnheiður Ólafsdóttir kynnir og kveður. • Þann 1. maí verður hátíðarsamkoma stéttarfélaganna í húsakynnum Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. • Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar verða haldnir víða í héraðinu. • Eftir rúmlega þriggja ára vinnu við gerð Faldbúninga og fleiri þjóðbún- inga er komið að uppskeru og mun útskriftarathöfn verða haldin í Hóladómkirkju kl. 17:00. Athöfnin er öllum opin og eru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningum. Eftir útskrift býður félagsskapurinn Pilsaþytur upp á kaffi og með því í Auðunarstofu. • Í lok vikunnar er svo atvinnulífssýning í Íþróttahús- inu á Sauðárkróki. Henni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjón- ustu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Þá verða haldnar málstofur um fjölbreytt málefni við sama tilefni. • Segja má að Karlakórinn Heimir slái svo botninn í Sæluvikuna með afmælishátíð í Menningarhúsinu Miðgarði laugardag- inn 5. maí en Heimir varð 90 ára þann 28. desember sl. • Ljóst er að af nógu er að taka. Eins og áður segir verður Sæluvikan sett næsta sunnudag en þar verður flutt ávarp, afhending Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2018, tónlistaratriði og úrslit í Vísnakeppni kynnt. • Ef allt fer að óskum verður mikil gleði í sveitarfélaginu, annað hvort næsta laugardag eða þriðjudaginn 1. maí, en eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni leikur Tindastóll til úrslita í Domino´s deildinni í körfubolta gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR. Vonandi verður bikarnum lyft upp af okkar mönnum og Sæluvikunnar 2018 minnst um ókomin ár sem vikunnar þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari. Gleðilega hátíð! Sæluvika Skagfirðinga hefst næsta sunnudag Viðburðir í Sæluviku 2018 Séu ísalög á héraðinu og veður góð, getur orðið svipmikil för fólksins í löngum sleðalestum eða á góðhestum Skagafjarðar. Þá gerist mikil glaðværð í héraði og hugarhrif fólksins. 16/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.