Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 8
Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið. En nú fannst okkur kominn tími til að endurnýja kynni okkar af Canary, drifum okkur á Netið og pöntuðum delux Bungalow eins og það var kallað í Maspalomas, rólegur og góður staður en ég hafði ekki höfuð í að átta mig á deluxinu, en það er önnur saga. Dvölin þarna var að sjálfsögðu ljómandi góð, hitastig var +18-23°C alla daga en gat verið nokkuð hráslagalegt á nóttunni, sérstaklega ef skýjað var seinni part dags eða jafnvel rigning. Ótrúlegur fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri virðist dvelja þarna í talsverðan tíma yfir veturinn, Jóhanna konan mín sagði einhverju sinni að hún hefði á tilfinningunni að heimilismenn Grundar hefðu tekið sig til og fjölmennt til Canary. Einhverju sinni fórum við á kínverskan veitingastað og þegar inn var komið hljómaði söngur Björgvins Halldórssonar í salnum, mér fannst að kínversk tónlist væri frekar viðeigandi. Skýringin kom um það leyti sem við vorum að fara, þá fylltist allt af Íslendingum sem voru greinilega búnir að hita sig upp fyrir matinn og voru í góðu stuði. Það fór ekki fram hjá manni í þetta skiptið frekar en í öll önnur skipti sem farið er út fyrir landsteinana, nema þegar farið er til Norðurlandanna, hvers konar ræningjabusiness er stundaður í verslunum hér á landi. Það getur hins vegar verið að þeim sem lifa og starfa í þessum löndum þar sem okkur finnst allt svo ódýrt, finnist það sama um sína kaupmenn vegna þess að launin eru þar lægri en hjá okkur. Ég hélt þó að Þýskaland væri ekki neitt láglaunasvæði en það gildir það sama þar þegar keyptur er fatnaður eða í matinn. Sama er að segja um gatnakerfi það virðist alls staðar vera betra en hér, þar sem ég hef komið, að undanskildu Póllandi og Möltu. Ég verð þess nokkuð var þar sem ég er alltaf með bíl þar sem ég dvel. Hvað sem fleira má segja um ágæti annarra þjóðfélaga er það svo að við Íslendingar höfum það að mínu mati mjög gott. Ég dreg í efa að það sé nokkurs staðar betra að búa, ef fólk er tilbúið að leggja eitthvað á sig, eiga allir með fulla heilsu, auðvelt með að eignast íbúð. Rekstrar- kostnaður húsnæðis er fremur lítill hjá meirihluta landsmanna, menntun þjóðarinnar góð, heilbrigðiskerfið gott og mikið niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Í raun er hér gott veðurfar þótt það sé að jafnaði fremur kalt, vetrarhiti yfirleitt einhverjar gráður sitt hvoru megin við frostmarkið og algengasti sumarhiti 12-16° með nokkrum undantekningum. Já, það er gott að búa á Íslandi, það er land tækifæranna fyrir þá sem bera sig eftir þeim. - - - - - - - Gunnar skorar á Sigurjón Guðbjartsson á Skagaströnd að koma með pistil. ÁSKORENDAPENNINN Gunnar Pálmason er brottfluttur Skagstrendingur Pistill Gunnars birtist hér aftur þar sem svo óheppilega vildi til að niðurlag hans vantaði í fyrri birtingu í 14. tbl. Feykis 2018 Er gott að búa á Íslandi? UMSJÓN palli@feykir.is Gunnar nýtur lífsins á Kanarí. MYND ÚR EINKASAFNI Ráðstefna að Hólum í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands Auður skólans ærinn og framtíðin björt Dagana 19. og 20. apríl var haldin ráðstefna á Hólum í Hjaltadal sem bar yfir- skriftina „Áhrif skólahalds á Hólum í Hjaltadal á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar“. Markmið ráðstefnunnar var að varpa ljósi á hlutverk og áhrif skólahalds á Hólum á einstaklinga og samfélag. Ráðherra mennta- og menn- ingarmála, Lilja Alfreðsdóttir, setti ráðstefnuna og sló tóninn fyrir umræðu ráð- stefnunnar. Mál fyrirlesara einkenndist af mikilli virð- ingu fyrir verkum þeirra sem starfað og numið hafa við skólann, í tíð bændaskólans sem og háskólans. Vægi skólahalds í fræðilegu, svæðisbundnu og sögulegu samhengi var ótvírætt dýr- mætt að mati ráðstefnugesta og ber merki fyrirhyggju, áræðni og staðfestu. Fram- sögur fyrrverandi nemenda gáfu jafnframt til kynna að nám við skólann veiti ein- staklingum gott veganesti til eigin atvinnusköpunar, tengslanet til framtíðar og hvetji til framsækni í leik og starfi. Orka Hólastaðar umlék ráðstefnugesti í sumarbyrjun. Augljóst er að skólahald að Hólum í Hjaltadal hefur, í bráð og lengd, haft djúpstæð áhrif á íslenskt samfélag með menntun einstaklinga, víðs- vegar af landinu, sem hafa brennandi áhuga á fræða- sviðum sínum og sterkar taugar til skólans. Auður Háskólans á Hólum og íslensks samfélags er ærinn og framtíðin björt. Á ráðstefnunni voru hald- in 13 erindi auk þess sem fulltrúar 15, 25 og 50 ára afmælisárganga deildu upp- lifunum sínum frá náms- dvölinni og lífi að loknu námi með ráðstefnugestum. Einnig var ásýnd Hóla í 100 ár gerð skil í myndasýningu Hjalta Pálssonar og teiknararnir Elín Elísabet Einarsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir fönguðu efni ráðstefnunnar á myndrænan hátt. Að kvöldi fyrri ráðstefnudags, sumar- dagsins fyrsta, var hátíðar- kvöldverður þar sem Gunnar Rögnvaldsson stýrði dagskrá og af því tilefni skellti hann í brag um skólastarfið. Erindi á ráðstefnunni fluttu: Jón Torfi Jónasson, Menntahugmyndir fara á flug – Hólar í upphafi 20. aldar, Jón Bjarnason, Um endur- reisn Hólaskóla 1981 - Átök og hollráð að tjaldabaki, Allyson Macdonald, Gæði samfélags – geta til aðgerða, Anna Guðrún Edvardsdóttir, Þekk- ing í þágu samfélags, Sigríður Þorgrímsdóttir, „Skólinn er hjarta samfélagsins“, Jón Eðvald Friðriksson, Háskóli í héraði, Þórólfur Sveinsson, Hólaskóli um 1970, minn- ingar og vangaveltur, Guðrún Stefánsdóttir, Sérhæft hesta- nám við Hólaskóla og mikil- vægi þess fyrir Íslandshesta- heiminn, Arnar Bjarki Sigurðarson, Reiðkennsla án landamæra, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Viðburðaríkt líf eftir nám, Arnþór Gústavs- son, Er skynsamlegt að nema fiskeldisfræði?, Knútur Rafn Ármann, Friðheimar - Hestar, garðyrkja og ferðaþjónusta, Svava H. Guðmundsdóttir, Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Ráðstefnan var samstarfs- verkefni Háskólans á Hólum, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hjalta Pálssonar og var viðburðurinn styrktur af afmælisnefnd fullveldis Ís- lands. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti ráðstefnuna. MYNDIR: HÓLASKÓLI UMFJÖLLUN Erla Björk Örnólfsdóttir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hákólans á Hólum. 8 16/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.