Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 16 TBL 25. apríl 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Húsfyllir í afmælisboði Heimis Karlakórinn Heimir 90 ára Hvert sæti var skipað í Miðgarði þann 15. apríl sl. þegar Karlakórinn Heimir blés til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli sínu seint á síðasta ári. Var þetta fyrri hátíðin af tveimur en kórinn hyggst endurtaka leikinn laugardaginn 5. maí. Þrátt fyrir háan aldur er óhætt að segja að kórinn sé hinn reffilegasti og beri aldurinn vel. Kórfélagar hafa sjálfsagt aldrei verið fleiri og sérlega ánægjulegt er að unga kynslóðin á þar marga fulltrúa. Í máli Gísla Árnason- ar, formanns kórsins sem gerði sögu kórsins skil, kom fram að aldurs- munurinn á elsta og yngsta kórfélag- anum er um 70 ár. Dagskráin var samspil söngs og talaðs máls en þeir Agnar Gíslason á Miklabæ og Björn Björnsson á Sauðárkróki röktu á gamansömum nótum sögu kórsins í samantekt Gunnars Rögnvaldssonar og einnig voru nokkur atriði úr sögunni túlkuð af leikurum úr Leikfélagi Hofsóss og nokkrum kórfélögum. Eins og vera ber í afmælishófi var gestum var svo boðið til herlegrar kaffiveislu að hætti eiginkvenna Heimsmanna og var þar enginn svikinn enda hafði formaður kórsins orð á að skagfirskir karlar væru líklega betur kvæntir en gengur og gerist. /FE Ungliðar kórsins túlka upphafið að stofnun hans. Kjördæmismót í skólaskák og sumarfrí Skák Reglulegu vetrarstarfi Skákfélags Sauðárkróks lauk síðasta vetrardag með atskákmóti. Tefldar voru fimm umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma og voru þátttakendur sex talsins. Efstur varð Jón Arnljótsson með fjóra vinninga. Þrjá vinninga hlutu þeir Pálmi Sighvatsson, Hörður Ingimarsson og Örn Þórarinsson. Guðmundur Gunnarsson hlaut tvo vinninga en Pétur Bjarnason var án vinnings. Á heimasíðu klúbbsins kemur fram að fyrirhugað er að hafa tvær til þrjár æfingar stuttu fyrir Landsmót U.M.F.Í. sem verður haldið á Sauðárkróki í sumar. Teflt verður 14. júlí, fimm umferðir, 25 mínútna skákir. Skráning er á heimasíðu Landsmótsins, en Skákfélag Sauðárkróks sér um framkvæmd mótsins. /PF Kórinn ásamt stjórnanda sínum, Stefáni R. Gíslasyni, og kynnum tveim, Agnari Gunnarssyni og Birni Björnssyni. MYNDIR: FE Guðmundur Valtýsson flutti kveðju í bundnu máli frá Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps. Fyrrverandi formaður kórsins, Þorvaldur Óskarsson á Sleitustöðum, árnaði heilla. Fjöldi gesta samfagnaði afmælisbarnainu. Simmi póstur fékk mynd af Farmall kubb í síðustu póstferðinni Draumamyndin í Búvélasafnið í Lindabæ Sögulega stund varð þann 18. apríl þegar Simmi póstur, Sigmar Jóhannsson í Lindabæ, kom í sína síðustu póst- ferð í Hóla. Við það tilefni var honum færð gjöf frá háskólanum, mynd af Farmall Cub traktor, en að sögn Guðmundar B. Eyþórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra skól- ans, var Simmi alloft búinn að spyrjast fyrir um þá mynd, til að hafa í búvélasafninu sínu. Óhætt má segja að myndin eigi eftir að sóma sér vel á Búvélasafninu í Lindabæ en þar er til húsa margir góðir gripir sem vert er að skoða. „Sveitungar þakka Simma pósti kærlega fyrir árin 17 og þrjá mánuði betur, og óskum við honum til hamingju með tímamót- in,“ segir Guðmundur sem sendi Feyki myndina af Simma með Farmall- myndina góðu. /PF Simmi ánægður með Farmallmyndina sem honum var færð í síðustu póstferðinni í Hóla. MYND: GUÐMUNDUR B. EYÞÓRSSON Feykir.is Bara nokkuð sprækur!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.