Feykir


Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 13

Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 13
Grundvöllur að góðum ræktunarárangri er að afla sér þekkingar með lestri bóka og tímarita og leita ráða hjá þeim sem reynslu hafa. Gæta þarf þess að færast ekki of mikið í fang í fyrstu. Iðni, eljusemi, natni og þolinmæði stuðlar að góðri uppskeru. Vaxtartími hér á landi er 3-4 mánuðir og forræktun flestra tegunda er nauðsynleg. Sáning, aðstæður og aðföng Gróðurhús eða garðskáli er ákjósanlegur við forræktun krydd- og matjurta. Bjartur gluggi, svalir eða bílskúr geta einnig verið góður kostur. Lýsing eykur ræktunarmögu- leika því þá lengist ræktunar- tímabilið og fleiri tegundir er hægt að rækta. Vaxtarlýsing er nauðsynleg allt fram í mars. Á fræpokum eru helstu upplýsingar um sáðtíma og spírun, fjölda fræja og fleira. Í bókinni GARÐVERKIN er að finna töflur yfir sáðtíma algengustu tegunda krydd- og matjurta. Flestum káltegundum, s.s. hvítkáli, grænkáli, blómkáli og gulrófum er sáð 15.-30. apríl. Gulrótum þarf að sá beint út í reit snemma vors. Kryddjurtir sem sáð er fyrir í apríl eru t.d. dill, garðablóðberg, sítrónu- melissa og steinselja. Sömu meginreglur gilda um sáningu krydd- og matjurta, sumarblóma, fjölærra plantna, trjáa og runna. Við sáningu er fræ hulið með fínum vikursandi eða mold sem nemur rúmlega þykkt fræsins. Mjög fíngert fræ á ekki að hylja, heldur þjappa létt niður í moldina (tóbaks- horn). Stórgerðu fræi er sáð 2-3x dýpra en sem þvermáli þess nemur (baunir – ertur). Heilbrigð sáðmold er nauð- synleg við uppeldið. Hægt er að baka sáðmold í ofnskúffu í u.þ.b. 20 mínútur við 100 gráður til að fyrirbyggja svart- rót. Nauðsynlegt er að hafa mikla birtu við uppeldið en forðast sterkt sólskin. Góð birta er grundvallaratriði og leyfir hlutfallslega hærri hita, meiri áburðargjöf og meiri jarð- vegsraka. Ákjósanlegur hiti við sán- ingu krydd- og matjurtategunda er 18-20 gráður. Þar sem því verður við komið er hiti lækkaður í 12-15 gráður þegar Snjóbaunir eru auðveldar í ræktun. Fræið er látið liggja í bleyti yfir nótt fyrir sáningu. Þeim má sá beint á vaxtarstað og þær þurfa uppbindingu. MYND: STEINN KÁRASON Í garðinum með Steini Kára Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta plönturnar koma upp en algengt er að fræ spíri á 4-10 dögum. Jarðvegur má ekki þorna en þó verður að forðast ofvökvun. Mikil vökvun og of lítill hiti getur valdið svartrót sem veldur því að rótarhálsinn rotnar og plantan drepst. Samspil hita, birtu, vatns og næringar skiptir miklu máli. Raki þarf að vera hæfilegur sem og næring. Við litla birtu teygjast plöntur og verða linar í vexti. Þegar kímblöð hafa náð hæfilegum þroska þarf að dreifplanta / prikkla í bakka eða potta og vökva vel. Þá er notuð næringarríkari mold. Skýla þarf fyrir sterkri sól fyrstu dagana eftir prikklun og lækka þarf hita ef hægt er. Gefið áburð ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þegar plöntur fara að braggast eftir dreifplöntun og pottun er hugað að „herslu“ – það er að venja þær smátt og smátt við lægri hita og útiloft. Dreifa þarf áburði; grunn- áburðargjöf áður en jarðvegur er stunginn upp fyrir útplöntun að vori. Algengur áburður er þörungamjöl, staðinn húsdýra- áburður, blákorn eða kálkorn. Flestar matjurtir, nema kar- töflur þurfa kalk, sem „hækkar“ sýrustig jarðvegs (pH-gildi). Brennisteinn „lækkar“ sýrustig. Eftir útplöntun þarf að vökva vel, e.t.v. strá yfir fáeinum kornum af áburði og skýla plöntunum með gróðurdúk. Eftir atvikum eru gefnir einn eða tveir smáskammtar af alhliða áburði og vökvað eftir þörfum yfir vaxtartímabilið. /Stein Kárason garðyrkjufræðingur Steinn Kárason, skrifar um garðyrkju og skógrækt. Eftir hann hafa komið út bækurnar Trjáklippingar og Garðverkin. Stæðileg gulrófa. Munið að hreykja mold að rófunni yfir vaxtartímann. Við óskum Skagfirðingum til hamingju með atvinnulífssýninguna og gleðilegrar Sæluviku Skarðseyri 2 550 Sauðárkróki Sími 453 5928 Efstubraut 1 540 Blönduósi Sími 540 1155 Strandgötu 1 530 Hvammstanga Sími 455 2300 Faxatorgi 550 Sauðárkróki Sími 455 6410 farskolinn.is Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5170 Borgartúni 1a 550 Sauðárkróki Sími 453 5020 rarik.is Ste ypust öð Skagafjarðar SKAGAFIRÐISkarðseyri 2 550 Sauðárkróki Sími 453 5581 olis.is Þau leiðu mistök urðu hjá ritstjóra Feykis að í síðasta blaði að rita rangt bæjarnafn í minningargrein Ólafs Hallgrímssonar um Erlu Hafsteinsdóttur hús- freyju á Gili. Rangt er að Erla hafi verið fædd og uppalin á Gunnarsstöðum, eins og stendur í blaðinu því bærinn hét Gunnsteinsstaðir í Langadal. Eru allir hluteigandi beðnir afsökunar á þessari rangfærslu. /PF Leiðrétting Erla var frá Gunnsteinsstöðum 17/2018 13

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.