Feykir


Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 10
Óskar Pétursson frá Álftagerði hélt tónleika í Miðgarði fyrri helgina í Sæluviku og seinni helgina fögnuðu Heimismenn 90 ára afmæli sínu öðru sinni. Það var enginn svikinn sem mætti í Miðgarð og fylgdist með þessum menningar- verðmætum leika við hvurn sinn fingur. Tónleika Óskars bar upp á sama tíma og fjórða leik Tindastóls og KR en þrátt fyrir það var fín mæting. Óskar skemmti ásamt hljóm- sveit, Diddú og Álftagerðis- bræðrum auk þess sem Lovísa Einarsdóttir sló í gegn. Nú á laugardagskvöldið voru það síðan Heimismenn sem endurtóku afmælið sitt og var skemmtunin einstök og mikið ofsalega er Karla- kórinn Heimir hljómfagur. Sæluvikan stendur enn undir nafni! /ÓAB Diddú og Óskar fóru á kostum í Miðgarði. MYNDIR: ÓAB Frábærar söngskemmtanir Menningarhúsið Miðgarður í Sæluviku Álftagerðisbræður, Stebbi Gísla og Diddú púa undir hjá Lydíu í Heyr mína bæn. Gísli Árnason formaður Karlakórsins Heimis flutti smá tölu. Kristján frá Óslandi og Simmi í Brekkukoti léku Heimismenn. Yngri kynslóð Heimismanna lék upphaf Heimis. Stefán R. Gíslason stjórnandi Heimis í syngjandi sveiflu. Thomas Higgerson spilaði undir eins og lög gera ráð fyrir. Veiga á Hóli og Kristján frá Óslandi. Sögumennirnir Agnar á Miklabæ og Björn Björnsson. Stefán er búinn að stjórna Heimi síðan á níunda áratugnum. Mikið fjölmenni sótti atvinnulífssýninguna á Sauðárkróki um nýliðna helgi sem er sú stærsta hingað til en fjögur ár eru síðan sambærileg sýning var haldin á sama stað. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sýndu það sem þau hafa að bjóða og var sérstaklega gaman að sjá mikinn fjölda nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla sem sýndu vöru sína í bland við gamalgróin fyrirtæki. Karlakórinn Heimir tók lagið við setningarathöfnina á laugardaginn, flutt voru ávörp og undirritaðar viljayfirlýsingar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og nýsköpunar- og frumkvöðlasamkeppnina Ræsing Skagafjörður. Einnig voru á dagskránni sýning á glæsilegum íslenskum þjóð- búningum sem konur á svæð- inu hafa saumað, nemendur úr Árskóla sýndu sýnishorn af fatnaði sem hannaður er og framleiddur í héraðinu og ungir tónlistarmenn fluttu tónlistaratriði. /FE Atvinnulífssýning á Sauðárkróki Mikil gróska í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi Sýndir voru glæsilegir þjóðbúningar. MYNDIR: FE Hönnun úr íslensku roði frá Jóhönnu Ey. Glatt á hjalla við bás Protis. Bás Drangeyjarferða. 10 18/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.