Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 1
19 TBL 16. maí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6 BLS. 8 Sigurjón Guðmundsson á Skagaströnd stýrir áskorendapennanum Hafið eða fjöllin BLS. 10 Rætt við Hilmu Eiðsdóttur Bakken hjá Kvæðamanna- félaginu Gná Ungur en öflugur félagsskapur Ásta Ólöf Jónsdóttir skrifar um útskrift í faldbúningasaumi Pylsaþytur og prúðbúið fólk BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endur- vakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.“ Síðan Handbendi var stofnað árið 2016 hefur mörgum verkefnum verið hleypt af stokkunum og á síðasta ári voru sýndar yfir 150 sýningar í fimm löndum. „Við bjuggum til tvær nýjar sýningar, Tröll og Búkollu,“ segir Greta „og unnum með sjö erlendum lista- mönnum hér á Hvammstanga. Það sem af er ári hefur Búkolla farið leikferð um Norðurland og Austfirði á vegum verkefnisins List fyrir alla en þá fer ég með sýninguna og brúðugerðarsmiðju inn í grunnskólana. Tröll voru sýnd á Íslandi og víða í Bretlandi, meðal annars var uppselt á allar sýningar okkar í London Southbank Centre og þar fengum við góða leikdóma.“ Að sögn Gretu er nú verið að þróa nýja sýningu sem ber nafnið Form og er hugsuð fyrir börn á aldrinum 0 – 18 mánaða og er unnin með leikurum og dönsurum hér á Íslandi. Auk leikferðar- innar með Engi stendur til leikferð með hina vinsælu sýningu, Kúrudag, til Póllands, Króatíu, Úkraínu, og Make- dóníu svo það er margt spennandi að gerast. Þá er gaman að geta þess að Handbendi var tilnefnt til verðlauna á hátíðinni Sögur og einnig til Grímu- verðlauna auk þess sem Greta var líka tilnefnd sem leikkona ársins á hátíðinni Sögur. Þá var leikhúsið tilnefnt til barnamenningarverðlauna í Bretlandi. Greta segir hópinn sem standi að Engi vera alþjóðlegan en hann skipa, auk hennar, Samuel Dutton og Cassie Newby sem bæði eiga heima í Bretlandi og hafa oft unnið með Gretu. Þá fer Sigurvald Ívar Helgasson einnig með í leikferðina sem tæknimaður og tón- listin er frumsamin af vinsælum bresk- um þjóðlagasöngvara, Paul Mosely, en hann semur tónlistina fyrir flestar sýningar Gretu. Fyrirhugaðar sýningar á Engi eru á Hvammstanga 21. maí, í Szczecin í Póllandi 22. – 25. maí, í Tjarnarbíói í Reykjavík 26. maí, í Frystiklefanum á Rifi 27. maí, á Dalvík 29. maí, í Bifröst á Sauðárkróki 2. júní, í Samkomuhúsinu á Akureyri þann 3. júní og loks í Lomza í Póllandi 5.-10. júní. /FE Brúðuleikhúsið Handbendi Í leikferð um Norðurland og Pólland Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Úr sýningunni Engi. MYND: HELEN MURRAY

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.