Feykir


Feykir - 16.05.2018, Qupperneq 2

Feykir - 16.05.2018, Qupperneq 2
Það er gömul saga og ný að stuttu fyrir hverjar kosningar fara pennar á loft eða að tikka fer í lyklaborðum frambjóðenda sem geysast fram á ritvöllinn til að segja frá eigin ágæti eða hvað betur mætti fara hjá öðrum. Þetta getur verið vandasamt og snúist upp í andhverfu sína ef ekki er varlega farið. (Mér finnst persónulega að póli- tíkusar mættu vera duglegri að senda inn greinastúfa á milli kosninga.) Sá er hælir sjálfum sér of mikið getur orðið kjánalegur í augum lesenda og sá er gagnrýnir of mikið getur virkað leiðinlegur. Hvorugt er gott fyrir viðkomandi pistla- höfund. Mátuleg sjálfhælni er prýðileg eða að minnsta kosti ef farið er fínt í hlutina. Má í því sambandi rifja upp sögu um einn snilling, austan Vatna, sem sagði að Hjálmar í Hólkoti væri sá alhraustasti maður sem hann hafði nokkurn tímann kynnst: „Ég rétt hef´ann í sjómann!“ sagði hann en auðvitað var falin smá sjálfhælni í orðunum. Vinur er sá er til vamms segir, hljómar kunnur málsháttur og merkir að vinur sé sá sem leyfir sér að benda á það sem betur má fara. Þetta getur komið mönnum til góðs, bæði þeim sem gagnrýndur er málefnalega og hinum sem gagnrýnir. Við þekkjum það hvað gagnrýni getur verið einkar ómálefnaleg í kommentakerfum netmiðla og svo aftur fagleg annars staðar t.d. hjá Agli Helga á RÚV í sambandi við ýmsa listsköpun. Stundum er gagnrýnt með ljótum orðum eða ósannindum, í besta falli hálfsannleik. Það er ekki gott fyrir þann sem les og tekur upp vitleysuna og fær um leið rangar upplýsingar. Einu sinni heyrði ég einn ágætan segja að ef ætti að gagnrýna einhvern svo mark væri á takandi væri gott ráð að hæla honum fyrst og segja honum svo til syndanna. „Þú ert magnaður á margan hátt en gerir þetta kolvitlaust“. Veit ekki hvort Björgvin Halldórsson hafi verið meðvitaður um þetta þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: „Flottur söngvari, en eitthvað svo glataður“. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Vinur er sá er til vamms segir Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum un er unnin í góðu samstarfi milli SFR, St.Rv., fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR. Þær stofnanir sem hlutu titilinn Stofnun ársins eru Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum en Fyrirmyndar- stofnanir í flokki stærri stofn- ana eru: Reykjalundur, Vínbúðin ÁTVR, Fjölbrauta- skóli Suðurnesja og Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra. /PF Frá ahendingunni. Ingileif frá FNV er þriðja frá vinstri á myndinni. MYND: SFR.IS FNV fékk viðurkenningu SFR Hástökkvari ársins sem fyrirmyndarstofnun Í aflatölum í síðasta tölublaði Feykis vant- aði löndun á Skagaströnd upp á 419.833 kíló af togaranum Arnari HU og einnig var röng aflatala hjá Óla á Stað sem veiddi 2.659 kíló. Því var heildaraflinn á Skaga- strönd í vikunni 29. apríl – 5. maí 466.434 kiló. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 273.176 kíló og skiptist þannig milli veiðarfæra: Botnvarpa 197.028 kíló, grásleppunet 40.524 kíló, handfæri 20.735 kíló, dragnót 13.015 kíló og lína 1.874 kíló. Á Hofsósi var landað rúmum níu tonnum, 223 tonnum á Sauðárkróki, 27 tonnum á Skaga- strönd og tæpum 14 tonnum á Hvamms- tanga. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 6. – 12. maí 2018 40 tonn í grásleppunetin SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 9.858 Mars HU 41 Grásleppunet 925 Onni HU 36 Dragnót 2.860 Alls á Hvammstanga 13.643 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 712 Skáley SK 32 Grásleppunet 3.056 Von SK 21 Grásleppunet 2.400 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 3.299 Alls á Hofsósi 9.467 SKAGASTRÖND Arndís HU 42 Handfæri 864 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 785 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 2.298 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.304 Dagrún HU 121 Handfæri 2.492 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 1.717 Geiri HU 69 Handfæri 1.615 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.518 Hafdís HU 85 Grásleppunet 2.131 Jenný HU 40 Handfæri 916 Kambur HU 24 Grásleppunet 1.593 Loftur HU 717 Handfæri 1.254 Már HU 545 Grásleppunet 1.753 Onni HU 36 Dragnót 297 Óli á Stað GK 99 Lína 1.874 Svalur HU 124 Handfæri 789 Sæfari HU 212 Grásleppunet 1.662 Sæunn HU 30 Handfæri 786 Víðir EA 423 Handfæri 1.427 Alls á Skagaströnd 27.075 SAUÐÁRKRÓKUR Dalborg EA 317 Handfæri 679 Drangey SK 2 Botnvarpa 197.028 Fannar SK 11 Grásleppunet 1.833 Fálki ÞH 35 Grásleppunet 2.704 Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.833 Gjávík SK 20 Handfæri 1.409 Hafey SK 10 Grásleppunet 3.542 Kaldi SK 121 Grásleppunet 158 Kristín SK 77 Handfæri 957 Maró SK 33 Handfæri 890 Már SK 90 Grásleppunet 5.320 Steini G SK 14 Grásleppunet 1.659 Sæfari SK 100 Grásleppunet 2.641 Vinur SK 22 Handfæri 1.177 Ösp SK 135 Handfæri 1.161 Alls á Sauðárkróki 222.991 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari ársins í sínum flokki. Viðurkenninguna fær skólinn á grundvelli árlegrar könnunar á vegum SFR, sem er stéttarfélag í almannaþjónustu. Á heimasíðu SFR segir að valið á Stofnun ársins hafi verið kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í liðinni viku en titlana Stofnun ársins og Fyrir- myndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Könn- Umhverfismál Hreinsunarátak á Hofsósi Í tilkynningu um átakið sagði að það rusl sem ekki yrði fjarlægt af hálfu landeigenda eða lóðarhafa yrði fjarlægt á kostnað eigenda sinna. Dagana á undan fór heilbrigðiseftirlitið um þorpið og límdi áminn- ingarmiða á númerslausar bifreiðar þar sem veittur var tveggja vikna frestur til að bregðast við, að öðrum kosti yrðu þær fjarlægðar á kostnað eigenda sinna og komið fyrir á geymslusvæði sveitarfélagsins þar sem þær verði geymdar í 45 daga áður en þeim verði fargað. Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er áætlað að gera samskonar átak víðar í sveitarfélaginu í fram- haldinu. /FE Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra stóðu í sameiningu fyrir hreinsunarátaki á Hofsósi dagana 10. – 14. maí. Var óskað eftir samvinnu við íbúa, lóðareigendur og fyrirtæki og þeir beðnir að fjarlægja ónýta og óþarfa hluti í því skyni að gera þorpið sem snyrtilegast. 2 19/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.