Feykir


Feykir - 16.05.2018, Page 3

Feykir - 16.05.2018, Page 3
ON opnar 31. hlöðuna Hraðhleðsla fyrir rafbíla hjá N1 á Sauðárkróki Orka náttúrunnar og N1 tóku í síðustu viku formlega í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við Ábæ, þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1. Það var Þórhallur Rúnar Rúnarsson, stöðvarstjóri N1 á Króknum, sem tók hlöðuna formlega í notkun. Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustu- stöðva N1, og Hafrún Huld Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá Draumarnir rætast á Landsmóti UMFÍ 50+ Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og gleðinni sem felst í því að hreyfa sig með öðrum. Mótið hefur farið fram árlega síðan árið 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Í ár fer mótið fram samhliða Landsmótinu sem er fjögurra daga íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12. - 15. júlí. Helstu keppnisgreinar Landsmóts UMFÍ 50+ verða á sínum stað á mótinu og keppnisfyrirkomulag fer fram með svipuðum hætti og áður. Þetta skilar því að aldrei hafa fleiri greinar og viðburðir verið í boði en nú. Fimmtugir og eldri geta einir tekið þátt í ákveðnum greinum. En svo geta til viðbótar allir tekið þátt í greinum sem eru fyrir 18 ára og eldri. Á mótinu verða fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Á Landsmótinu geturðu látið drauminn rætast og prófað greinina sem þig hefur dreymt um. Allir geta fundið eitthvað á Landsmótinu! www.landsmotid.is Feykir auglýsir eftir afleysinga- blaðamanni á Feyki og Feyki.is. Starfið felst í skrifum í blað og á netmiðil Feykis, frétta- og efnis- öflun ásamt tilfallandi störfum. Ráðningartími er frá júní og fram í ágúst. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, geta ritað í Word og talað í síma. Bílpróf nauðsynlegt. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið: palli@feykir.is fyrir 24. maí nk. Frekari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 861 9842 og/eða 455 7176. Feyki bráðvantar blaðamann í sumar ný pr en t e hf . / 0 52 01 8 Fasteignasala Sauðárkróks • Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sími 453 5900 & 864 5889 Ágúst Guðmundsson löggiltur fasteignasali Anna J. Hjartardóttir sölumaður Kæru viðskiptavinir Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 18. maí nk. vegna flutnings. Opnum á þriðjudaginn kemur að Sæmundargötu 1. ON, tóku líka þátt í viðburð- inum. Fyrir rúmu ári gerðu ON og N1 rammasamkomulag um uppsetningu á hlöðum á þjón- ustustöðvum N1 og er unnið eftir því við að auka enn frekar á möguleika rafbílaeigenda til að hlaða farartæki sín. Hlaðan á Sauðárkróki er búin hraðhleðslu eftir japönsk- um og evrópskum staðli auk hefðbundinnar hleðslu (AC). /PF Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1, Hafrún Huld Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá ON og Þórhallur Rúnar Rúnarsson, stöðvarstjóri N1 á Króknum, sem tók hlöðuna formlega í notkun. MYND: PF 19/2018 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.