Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 4
X18 AÐSENT : Axel Kárason skrifar Íþróttasamfélagið Skagafjörður Ég vil byrja á því að þakka íbúum Skagafjarðar fyrir stuðninginn við okkur strákana í Tindastól á nýliðnu tímabili. Það er ekki sjálfgefið að fólk hafi áhuga á því sem maður fæst við og ekki hægt annað en að vera auðmjúkur yfir stuðningnum og áhuganum sem við höfum fundið fyrir í vetur og í vor. Fyrir samfélag eins og Skagafjörð liggur grunn- urinn að árangri og sam- stöðu líkt og náðist í vetur í öflugu barna- og unglinga- starfi í héraðinu. Mikilvægi þess að börn og ungmenni eigi þess kost að stunda íþróttir verður seint metið til fjár. Fornvarnargildi íþrótta- og æsku- lýðsstarfs hefur sannað sig svo um munar, og að auki er það mín reynsla að íþróttir geta gefið ungmennum ýmis verkfæri til að fóta sig í lífinu. Má þar nefna getuna til að starfa í hóp, vinnusemi og að læra af mistökum sínum. Því skiptir öflugt íþróttastarf miklu fyrir samfélag eins og okkar. Við Framsóknarmenn viljum auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi um allt hérað og höfum sýnt það í verki með þeim fjölmörgu framkvæmdum sem ráðist hefur verið í og boðaðar hafa verið til að bæta íþrótta- og æskulýðs- starf í héraðinu. Má þar nefna upp- byggingu á gervigrasvelli á Sauðár- króki, nýju parketgólfi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, fyrirhugaðri uppbygginu á útikörfuboltavelli í Varmahlíð og á Hofsósi, nýrri skíðalyftu í Tindastóli, endurbótum á sundlaug Sauðárkróks, nýrri rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og fyrirhugaðri uppbygg- ingu á íþróttahúsi á Hofsósi. Á síðasta kjörtímabili voru gerðar breytingar á reglum sveitarfélagsins um hvatapeninga og þær rýmkaðar. Til-gangurinn með því var að koma betur til móts við þann kostnað sem af því hlýst að börn stundi fleiri en eina íþrótt. En lífið er að vera í stöðugri framför, og á stefnuskrá Fram- sóknarflokksins fyrir komandi kjör- tímabil er áfram lögð mikil áhersla á íþrótta- og æskulýðsmál. Sem dæmi þá viljum við hækka hvatapeninga umtalsvert strax í upphafi kjörtíma- bilsins. Æfingagjöld í sveitarfélaginu eru lág í samanburði við önnur sveitarfélög og við þurfum að tryggja að svo verði áfram. Samhliða því að hvatapeningar verða hækkaðir þarf sveitarfélagið að gera samning við UMSS um æfingagjöld þannig að hækkun hvatapeninga muni ekki leiða af sér hækkun æfingagjalda. Það er forsenda þess að hækkun hvatapen- inga skili sér til íbúa sveitarfélagsins. Við viljum einnig endurskoða styrki sveitarfélagsins til UMSS til að gera íþróttafélögum betur kleift að sinna iðkendum í þeim fjölmörgu íþrótta- greinum sem boðið er upp á. Sveitarfélagið Skagafjörður er íþrótta- samfélag og á að vera svo áfram. Með kveðju, Axel Kárason, sem skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Svf. Skagafirði X18 AÐSENT : Sigurlaug Vordís skrifar Ég er íbúi í Skagafirði Það er svo margt sem ég elska við Skagafjörð, við eigum magnaðar náttúruperlur sem við erum svo heppin að fá að njóta á hverjum degi, við eigum stórkostlegt mannlíf og afar mörg virk starfandi félagssamtök. Við getum verið afar stolt af allri upp- byggingunni sem á sér stað í Skagafirði í íþrótta og tómstundastarfi. Við eigum endalaust af glæsilegum viðburðum og glæsilegu fólki sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í óeigingjarnt starf fyrir samfélagið sitt, hvort sem það er í þágu menningar, íþrótta, einstaklinga, fjölskyldu eða sérstaks málefnis. Samfélagið okkar hefur þá sérstöðu að vera umhugað um hvert annað, þá sérstöðu þurfum við að passa upp á. Skagafjörður er afar dreifð byggð, á 4,180 km2 búum við næstum 4000 manns. Við veljum að búa í t.d. Fljótum, Hofsósi, Varmahlíð, Sauðár- króki og þar með veljum við að búa í Skagafirði. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum“. Því miður hnýt ég við orðið réttindi, því sveitarfélagið mitt sem ég elska, er því miður ekki að standa pliktina gagnvart íbúum Skagafjarðar í þeim efnum. Árið er 2018 og þá er mér spurn hví heitt vatn sé forréttindi en ekki mannréttindi. Hví er ekki jafn réttur íbúa Skagafjarðar til þeirra gæða og þjónustu sem kostuð er af almannafé og nýtist mönnum til að vaxa og dafna. Hví er boðið upp á heimsendan heitan mat til eldra fólks einungis á Sauðárkrók en ekki í öllum Skagafirði. Hví gildir ekki jafnrétti óháð búsetu í fallega samfélaginu okkar. Rétt- lætiskennd mín grætur svo sárt yfir svona ójöfnuði sérstaklega þar sem mörgu af þessu er svo hæglega hægt að breyta án mikils til- kostnaðar t.d. auðveldlega væri hægt að nýta skólamötuneyti hvers þétt- býliskjarna, hvort sem eldra fólk myndi vilja og hefði getu til að fara í mötuneytið í hádeginu eða að sendill yrði ráðinn á hverjum stað til að sendast með matinn. Þannig myndast einnig svæðisbundin störf. Samkvæmt 1. gr Grunnþjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga er markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga að tryggja fjár- hagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli sam- hjálpar. Skal það gert með því a. að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, b. að tryggja þroskavænleg uppeldis- skilyrði barna og ungmenna, c. að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi, d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Sveitarfélög eiga skv. X. kafla félags- þjónustulaganna að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem verða má og tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir þá og stofnanaþjónustu þegar hennar er þörf. Í því felst að það hvílir ekki ófrávíkjanleg skylda á sveitar- félögum að reka dvalarheimili, þjón- ustuíbúðir eða önnur húsnæðisúr- ræði fyrir aldraða. Það fer eftir aðstæðum á hverjum stað og mati á þörf. Hins vegar er sveitarfélögum skylt að veita öldruðum heimaþjón- ustu, aðgang að félags- og tómstunda- starfi og sjá þeim fyrir heimsendingu matar. Þetta er sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber að veita öldruð- um. Þessu er sveitarfélagið okkar því miður ekki að sinna fyrir allan fjörðinn. Látum mannréttindi, jafnrétti óháð búsetu og félagslegt réttlæti vera keppikefli næstu sveitastjórnar. Áður en við framkvæmum eitthvað annað, skulum við sameinast í að styrkja innviði og mannauð Skagafjarðar og koma þessum grundvallar réttindum í lag. Við getum það öll saman. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Höfundur skipar 3. sæti VÓ – Vinstri græn og Óháð. Þriðjudaginn 8. maí komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í maímánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn tíu talsins sem fóru yfir sannleiksgildi síðustu spár og voru fundarmenn að vonum sæmilega ánægðir með hvernig til hefði tekist. Að vísu hafði veður verið heldur kaldara en ráð var fyrir gert, en spáin vel innan skekkjumarka eins og gjarnan er sagt um spár af hvaða tagi sem þær svo sem eru. Nýtt tungl kviknar 15. maí kl. 11:48 í suðaustri og er það þriðjudagstungl. Gert er ráð fyrir að veður verði svipað og verið hefur undanfarið, þ.e. rysjótt og frekar kalt miðað við árstíma. Reikna má með hvítasunnuhreti með snjókomu og kulda. Vindáttir verða breytilegar og margt bendir til að sumarið verði frekar kalt, a.m.k. framan af. Ýmsar tilfinningar og draumar eru forsendur fyrir þessari veðurspá fyrir næsta mánuð og framtíðarlíkum, en nánar um það síðar. Fundi lauk síðan kl. 14:20 Veðurvísa mánaðarins: Í apríl sumrar aftur, þá ómar söngur nýr. Í maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. Með góðri kveðju, Veðurklúbburinn á Dalbæ /PF Veðurklúbburinn á Dalbæ Hvítasunnuhret og kuldi 4 19/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.