Feykir


Feykir - 16.05.2018, Page 5

Feykir - 16.05.2018, Page 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is 2. deild karla í knattspyrnu : Afturelding – Tindastóll 7–2 Skellur í Mosfellsbænum Tindastóll lék annan leik sinn í 2. deildinni þetta sumarið sl. laugardag. Að þessu sinni var leikið við lið Aftureldingar í Mosfellsbænum og þurftu strákarnir að þola stóran skell, fengu á sig sjö mörk, en hafa nú leikið við tvö af sterkustu liðum deildarinnar í upphafi móts á útivelli. Konráð Sigurðsson kom Stólunum yfir á 17. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum á næstu fimm mínútum, frá Elvari Vignissyni og Wentzel Kamban. Konni jafnaði leikinn á 26. mínútu en aðeins mínútu síðar gerði Andri Jónasson þriðja mark heimamanna, Elvar bætti við fjórða markinu á 31. mínútu og Andri gerði annað mark sitt á Konni, fyrirliði Tindastóls, gerði bæði mörk Stólanna gegn Aftureldingu, fékk gult og meiddist á fyrstu 35. mínútum leiksins en eftir því sem Feykir kemst næst þá handarbrotnaði Konni í leiknum. MYND FRÁ Í FYRRA: ÓAB Körfuknattleiksdeild Tindastóls bætist góður liðsauki fyrir næsta tímabil en hinn magnaði Danero Thomas skrifaði undir árssamning við félagið á dögunum. Danero var lykilmaður í liði ÍR þegar liðin áttust við í undanúrslitum Domino‘s deildarinnar fyrr í vor. Samningurinn er til eins árs. Danero er með íslenskt ríkisfang og hefur leikið með fjölda liða á Íslandi m.a. KR, Val, Hamri, Fjölni, Þór Akur- eyri og ÍR. Hann er tveggja metra framherji og skoraði að meðaltali 16,1 stig í 30 leikjum með ÍR í vetur og var með 16,4 framlagspunkta. Heimildir Feykis herma að Kanamál séu í vinnslu hjá Tindastól og ekki útséð með þau enn. /PF Körfuboltadeild Tindastóls Danero Thomas til Tindastóls Frá Yfirkjörstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði Framboðslistar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 B Listi Framsóknarflokksins 1. Stefán Vagn Stefánsson 2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir 3. Laufey Kristín Skúladóttir 4. Axel Kárason 5. Einar E. Einarsson 6. Sigríður Magnúsdóttir 7. Jóhannes H. Ríkharðsson 8. Atli Már Traustason 9. Eyrún Sævarsdóttir 10. Hólmfríður Sveinsdóttir 11. Björn Ingi Ólafsson 12. Sigurlína Erla Magnúsdóttir 13. Sigurður Bjarni Rafnsson 14. Guðrún Kristín Kristófersdóttir 15. Snorri Snorrason 16. Þórdís Friðbjörnsdóttir 17. Viggó Jónsson 18. Bjarki Tryggvason D Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Gísli Sigurðsson 2. Sigríður Regína Valdimarsdóttir 3. Gunnsteinn Björnsson 4. Elín Árdís Björnsdóttir 5. Haraldur Þór Jóhannesson 6. Ari Jóhann Sigurðsson 7. Guðný Hólmfríður Axelsdóttir 8. Jóel Þór Árnason 9. Steinar Gunnarsson 10. Guðlaugur Skúlason 11. Snæbjört Pálsdóttir 12. Jón Grétar Guðmundsson 13. Steinunn Gunnsteinsdóttir 14. Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir 15. Jón Daníel Jónsson 16. Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir 17. Bjarni Haraldsson 18. Sigríður Svavarsdóttir V Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og óháðra 1. Bjarni Jónsson 2. Álfhildur Leifsdóttir 3. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 4. Valdimar Óskar Sigmarsson 5. Auður Björk Birgisdóttir 6. Inga Katrín D. Magnúsdóttir 7. Úlfar Sveinsson 8. Hildur Þóra Magnúsdóttir 9. Ingvar Daðí Jóhannsson 10. Helga Rós Indriðadóttir 11. Sigurjón Þórðarson 12. Jónas Þór Einarsson 13. Björg Baldursdóttir 14. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir 15. Ingibjörg H. Hafstað 16. Steinar Skarphéðinsson 17. Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir 18. Heiðbjört Kristmundsdóttir L Listi Byggðalistans 1. Ólafur Bjarni Haraldsson 2. Jóhanna Ey Harðardóttir 3. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 4. Ragnheiður Halldórsdóttir 5. Högni Elvar Gylfason 6. Anna Lilja Guðmundsdóttir 7. Svana Ósk Rúnarsdóttir 8. Sigurjón Viðar Leifsson 9. Þórunn Eyjólfsdóttir 10. María Einarsdóttir 11. Margrét Eva Ásgeirsdóttir 12. Jón Sigurjónsson 13. Jón Einar Kjartansson 14. Jónína Róbertsdóttir 15. Alex Már Sigurbjörnsson 16. Sigurður Helgi Sigurðsson 17. Guðmundur Björn Eyþórsson 18. Jón Eíríksson Danero Thomas á móti Stólum í undanúrslitum Domino´s. MYND: HJALTI ÁRNA 42. mínútu. Staðan 5-2 í hálfleik. Bæði Konni og Bjarki Árna voru komnir út af í hálfleik en Stólunum gekk engu að síður betur að verjast mótherjum sínum í síðari hálfleik. Afturelding gerði sjötta mark sitt á 68. mínútu og þar var Wentzel aftur á ferðinni og þremur mínútum síðar fullkomnaði Andri þrennu sína í leiknum, staðan 7–2 og þar við sat. Tveir erlendir leikmenn léku með liði Tindastóls í leiknum. Í markinu stóð Santiago Fernandez frá Uruguay og þá var Stefan Antonio Lamanna frá Toronto í Kanada með Stólunum. Næsti leikur Stólanna er í Vogunum um næstu helgi þar sem þeir mæta Þrótturum með Ragnar Gunnarsson í broddi fylkingar og þann 26. maí er loks komið að heimaleik en þá mæta Víðismenn á Sauðárkróksvöll. /ÓAB 19/2018 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.