Feykir


Feykir - 16.05.2018, Side 8

Feykir - 16.05.2018, Side 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ármann Þorgrímsson sem yrkir svo fallega vorvísu. Þó að lendi í þrengingum og þyngjast taki sporið, syngja margir söngva um sólina og vorið. Hinn kunni hagyrðingur Gísli Jónsson, áður bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, þurfti stundum að lifa misjafnlega góð eða slæm vor. Hann er höfundur að þessari: Að mér sækir ólund fast. Er því löngum hljóður. Þegar vorsins kuldakast kveikir engan gróður. Betur hefur litið út með vorkomuna þegar Gísli orti þessa: Vorið komið, grænkar grund, gaman er að lifa. Flesta daga á fjöll og sund fingur sólar skrifa. Get ekki stillt mig um að að rifja upp eina vísu í viðbót eftir Gísla þar sem hann er að lýsa einum af gæðingum sínum, hryssunni Iðu. Iðu gæði sýna sig síst þau verða falin, Af þeim kenna allir mig er ég ríð um dalinn. Það er sá ágæti húnvetnski hagyrðingur Rögnvaldur Rögnvaldsson sem fagnar stöðu mála í næstu vísu. Hríðar hefur loksins lægt lengir stöðugt daginn. Vorið kemur hægt og hægt handan yfir sæinn. Áfram heldur Rögnvaldur: Vermist barnsleg vitundin vonin á það stólar, að gægist inn um gluggann minn geisli morgunsólar. Síðan endar með því að þessar óskir verða að veruleika og Rögnvaldur segir: Allt er snjólaust, efstu brún yljar goluþyturinn. Gatan þornar, grænka tún gleður auga liturinn. Er þessi þáttur er í smíðum er nýbúið að setja formlega hina þekktu gleðskaparhátíð sem nefnist Sæluvika Skagafirðinga. Af einu slíku tilefni orti Kristján Árnason, sem kenndur var við Skálá í Sléttuhlíð, svo fallega hringhendu: Sæludagar ganga í garð grænka hagar jarðar. Meitlast bragur, myndar arð menning Skagafjarðar. Þegar vorar fyrir alvöru í firðinum verður til Vísnaþáttur 712 svo mikið meistaraverk í hringhenduformi hjá Kristjáni. Ljómar fagurt ljóssins flóð lyftist hagur jarðar. Hljómur bragar glæðir glóð giftu Skagafjarðar. Freistandi að halda áfram með gullkorn í hringhenduformi sem tengist Skagafirði. Ólafur B. Guðmundsson frá Sauðárkróki á þessa: Hér skal Braga lofgjörð laga ljóð og baga gjörð. Alla daga sól og saga signi Skagafjörð. Ekki skemmir fyrir þessi sannleikur, sem birtist í næsti vísu Ólafs, álitið á heima- sveitinni. Einatt kunni ég allt mitt líf, upp á tíu fingur, að elska kvæði, vín og víf og vera Skagfirðingur. Enn rifjast upp skagfirsk vísa. Minnir að höfundur sé Ragnar Örn frá Kjartans- staðakoti. Sólin gleður geislahlý grær í lundi hrísla. Skrúða gullnum skartar í Skagafjarðarsýsla. Ekki virðist hægt að gleyma þeim miklu hátíðahöldum sem nú standa yfir er þessi þáttur er í smíðum, að kvöldi 1. maí og áður hefur verið getið um. Á ég þar við þá ágætu hátíð sem kallast Sæluvika Skagfirðinga. Það var góður vinur þessa þáttar, Stefán G. Haraldsson bóndi í Víðidal, sem orti svo lipra hringhendu af hennar tilefni. Um Sæluviku segja má: Sjafnarblik ei geiga. Amorsbikar ýmsir þá alveg hiklaust teyga. Þar sem nú fer að nálgast lok þessa þáttar er ástæðulaust að fara að fikra sig burtu úr Skagafirðinum með síðustu vísurnar. Sveinn Skagfjörð Pálmason, frá Reykjavöllum, mun vera höfundur að þessari: Vorið kemur, vetur flýr vel fram gengin hjörðin. Hljómi staka, hugur snýr heim í Skagafjörðinn. Gott að kveðja með þessari auðskildu vísu Kára frá Valadal. Kári ekkert kann að ljóða kátur er við landa skál. Ansi góður er að sjóða einkum fyrir sumarmál. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Ég er aðfluttur Skagstrendingur, fæddur og uppalinn vestur í Arnarfirði. Átti þó mikla tengingu við Skagaströnd, þar sem móðir mín var þaðan. Fyrir nokkrum dögum söng kirkjukór Hólaneskirkju við útför mikils heiðursmanns, sem fæddist hér, starfaði og lifði í 98 ár. Eitt af lögunum sem kórinn flutti var lagið, „Hafið eða fjöllin“. Ég hafði áður tekið þátt í að flytja þetta lag og þennan frábæra texta, Ólafs Ragnarssonar og Huldu Ragnarsdóttir, með félögum í Sjómannakórnum á sjómannadegi 2015. Fannst þetta gott lag og góður texti, og sá aðeins tenginguna við Vestfirðina. En sjálfur gat ég tengt við margt í textanum, eins og: „Er ég kom fyrst á þennan stað, ekki leist mér beint á það“. Þannig var það einmitt er ég kom hér í fyrsta sinn 1956, fjórtán ára að aldri, leist mér ekkert vel á mig, fjöllin lágkúruleg, ekki nógu brött og tignarleg. En viðmiðin voru auðvitað vestfirsku fjöllin, sem gnæfðu yfir byggðunum án undirlendis. Það sem villti manni sýn, var að fjöllin hér voru í meiri fjarlægð, ekki eins brött, en samt hærri sum hver. Ég stoppaði stutt við að þessu sinni, kom aftur ári síðar. Starfaði um tíma, en yfirgaf staðinn í fimm ár. Kom svo aftur 1962 og hef búið hér síðan. Mér finnst það vera algjör forréttindi að búa í svona samfélagi eins og Skagaströnd, sem er vel í sveit sett. Þriggja tíma akstur er til Reykjavíkur og rúmlega einn og hálfur til Akureyrar, sem er nógu langt til þess að fara ekki nema brýna nauðsyn beri til. Það er stórkostlegt í björtu og heiðskíru veðri að horfa vestur yfir flóann, til Strandafjallanna. Svo má ekki gleyma djásninu okkar Spákonufellsborginni. Langt er síðan að ég taldi mig vera ekki minni Skagstrending en ÁSKORENDAPENNINN Sigurjón Guðbjartsson Skagaströnd Hafið eða fjöllin UMSJÓN palli@feykir.is þeir innfæddu. En auðvitað eru taugarnar sterkar til æskustöðvanna. Í viðlagi textans sem nefndur var í upphafi, spyrja höfundar: „Er það hafið eða fjöllin, sem að laða mig hér að - eða er það kannski fólkið á þessum stað?“ Ég held að það hafi verið allt þetta, sem að lokum laðaði mig að Skagaströnd. - - - - - Ég skora á Magnús Magnússon Staðarbakka 2 Miðfirði að koma með pistil. 8 19/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.