Feykir


Feykir - 16.05.2018, Síða 10

Feykir - 16.05.2018, Síða 10
Fyrir fjórum árum voru þau hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson hjá Annríki – þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði með kynningu á íslenskum þjóðbúningum í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Upp úr þeirri kynningu spratt hópur sem síðan hefur verið á námskeiðum í gerð faldbúninga. Félagsskapurinn Pilsaþytur hefur aflað styrkja til að standa straum af ferðakostnaði leið- beinanda og húsaleigu vegna námskeiðanna. Þessi hópur hefur því getað setið við sama borð og nemendur á höfuð- borgarsvæðinu hvað kostnað varðar. Og þær hafa setið við sauma í rúmlega þrjú ár. Föstudaginn 4. maí sl. var svo komið að uppskeru þegar fjórar konur útskrifuðust af þessari námskeiðaröð í Hóladóm- kirkju sem myndaði afskaplega skemmtilega umgjörð um þessa glæsilegu búninga. Það var eins og að detta inn í söguna þegar maður kom inn í kirkjuna. Fjöldi manns var við- staddur þessa athöfn og margir gestir skörtuðu þjóðbúningum af þessu tilefni. Við athöfnina flutti Guðrún Hildur erindi um Guðrúnu Skúladóttur (1740-1816) sem var dóttir Skúla fógeta og uppalin í Skagafirði. Guðrún þessi var annáluð hannyrða- kona og var nefnd „blómstr- anna móðir“. Síðan var nem- endum afhent skírteini upp á að þeir hefðu lokið námskeið- um sínum. Í lokin var svo sungið lag Atla Heimis Sveinssonar við Íslenskuljóð Þórarins Eldjárns og Þjóðbún- ingaljóð Guðrúnar Sighvats- dóttur en Guðrún samdi þennan texta sérstaklega fyrir þetta tilefni. Eftir myndatökur í kirkj- unni var síðan gengið til Auðunarstofu þar sem félags- skapurinn Pilsaþytur bauð upp á kaffi og kleinur. Þar fór Guðrún Hildur yfir þróun og breytingar á íslenskum þjóð- búningum í gegnum tíðina við mikla ánægju viðstaddra. Guð- rún Hildur er hafsjór af fróðleik um íslenska búningasögu og hefur stundað rannsóknir á þeim í mörg ár. Veðurguðirnir voru ekki sérlega skapgóðir þennan dag og sendu okkur m.a. dimmt él þegar farið var út fyrir Auðunarstofu til mynda- töku af hátíðarklæddum út- skriftarhópi og gestum. Ásta Ólöf Jónsdóttir skrifar Pilsaþytur og prúðbúið fólk Eins og að detta inn í söguna í Hóladómkirkju. Útskriftarhópurinn: Sigríður Ingólfsdóttir, Rósa Róarsdóttir, Hulda Þórsdóttir og Selma Hjörvarsdóttir. Glæsilegir bakhlutar. Útskriftahópur og prúðbúnir gestir. Síðustu sporin saumuð. Við kunnum þeim hjónum Sólveigu Láru og Gylfa bestu þakkir fyrir gestrisni þeirra og afnotin af Hóladómkirkju og Auðunarstofu. Þetta var afskap- lega ánægjulegur dagur og einstaklega gaman að geta haldið þetta heima á Hólum þar sem sagan er við hvert fótmál. /ÁÓJ 10 19/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.