Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 11
1 dl kókosmjöl 200 g dökkt súkkulaði Aðferð: Bræðið saman í potti hnetusmjör, sýróp og sykur. Þetta á að bráðna saman, ekki sjóða. Takið af hitanum og bætið kornflexi, vanillusykri og kókosmjöli út í blönduna. Setjið í form og látið kólna. Súkkulaðið er brætt og sett yfir þegar blandan er orðin köld. Skerið í bita og njótið. Verði ykkur að góðu! Við skorum á nágranna okkar, Valgerði Kristjánsdóttur og Karl Guðmundsson á Mýrum 3, að taka við boltanum. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Lögg. Feykir spyr... Hvert var uppáhaldslagið þitt í Júróvision? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Austurríki, einlægt og laust við alla tilgerð. Flott lag og góður flutningur. Myndi hafa það á playlistanum mínum á Spotify.“ Anna Pála Gísladóttir „Moldóva þar sem sviðsframsetningin var mjög skemmtileg.“ Helgi Sigurþór Karlsson „Sænska lagið minnir mig á gamla góða diskótímabilið sem var stappfullt af dansi og fjöri. Svo er smá Jackson fílingur í þessu sem er gæðastimpill.“ María Björk Ingvadóttir „Eistneska lagið. Ég heyrði engin önnur.“ Jóhann Axel Guðmundsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Flugdrekinn rís hæst á móti vindi, ekki með honum. – Winston Churchill Það eru sauðfjárbændurnir á Mýrum 2 við austanverðan Hrútafjörð, þau Ólöf Þorsteinsdóttir og Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, sem gefa lesendum sýnishorn af því hvað þeim þykir gott að bera á borð. „Við bjóðum upp á lambalærissneiðar og Snickersbita sem eru góðir með kaffinu. Uppskriftin af Snickersbitunum er tekin af vefnum ljúfmeti.com. Þangað höfum við sótt margar uppskriftir sem eru notaðar aftur og aftur,“ segja þau Ólöf og Böðvar. AÐALRÉTTUR Lambalærissneiðar með bláberjasósu lambalærissneiðar ½ tsk villikrydd, t.d. Pottagaldra (eða önnur kryddblanda) pipar salt 1 msk smjör 150 g sveppir 1 hvítlauksgeiri 2 msk olía 250 ml rjómi 100 g bláber e.t.v. sósulitur Aðferð: Kryddið lærissneiðarnar með kryddblöndunni, salti og pipar og látið standa í smástund við stofuhita. Saxið sveppina smátt og pressið hvítlaukinn. Bræðið smjör- ið og látið sveppi og hvítlauk krauma nokkra stund. Takið sveppina af pönnunni, bætið smjöri á pönnuna og steikið lærisneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Setjið sveppina aftur á pönnuna, bætið rjómanum út í og látið krauma við vægan hita í 5-6 mínútur. Bætið bláberjunum við og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót. Smakkið sósuna og bragð- bætið eftir þörfum. KAKA Snickersbitar 1 krukka hnetusmjör u.þ.b. 350 g 1½ dl sýróp 1 dl sykur 9 dl kornflex 1 tsk vanillusykur Su do ku Lærissneiðar með bláberjasultu og Snickersbitar ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Ólöf og Böðvar á Mýrum við Hrútafjörð Ólöf og Böðvar. MYND ÚR EINKASAFNI Snickersbitar.. MYND AF NETINU K 19/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Stjörnustríð, eða Star Wars, er kvikmyndasyrpa sem upphaflega var sköpuð af bandaríska leikstjóranum George Lucas. Fyrsta myndin, sem hét einfaldlega Stjörnustríð, var frumsýnd 15. maí 1977. Á eftir henni komu tvær framhaldsmyndir, The Empire Strikes Back eða Gagnárás keisaradæmisins árið 1980 og Return of the Jedi sem íslenskuð var Jedinn snýr aftur, 1983. Ótrúlegt, en kannski satt, þá var kartafla falin í smástirnisgrafík Gagnárásar keisaradæmisins. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Tómri ámu í ég leynist. Oft ég þyrstum vætt hef kverk. Sjaldséð þing í réttum reynist. Rímnasnillings handaverk. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.