Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 19 TBL 16. maí 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ráðið í stöðu forstöðumanns Þekkingarsetrið á Blönduósi Á heimasíðu Þekkingarsetursins á Blönduósi segir frá því að Elsa Arnardóttir hafi verið ráðin for- stöðumaður setursins frá og með 1. maí sl. Var hún valin úr hópi fimm umsækjenda um stöðuna sem auglýst var í byrjun ársins. Á vef Þekkingarsetursins segir ennfremur: „Elsa er með B.A. próf í mannfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands, diplóma í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavík og er að ljúka meistaranám við Listkennslu- deild Listaháskóla Íslands. Hún starfaði sem for- stöðumaður Fjölmenningarsetursins á Ísafirði í þrettán ár...“ Undanfarin ár hafa Textílsetur Íslands og Þekk- ingarsetrið unnið að sameiginlegri stefnumótunar- vinnu og kemur ráðning Elsu í kjölfar hennar. Katharina Schneider, sem áður gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra setursins, mun starfa áfram hjá setrinu og hafa meðal annars umsjón með verkefnaþróun, kynningum- og upplýsingamálum. /FE Rán um hábjartan dag Vormót Molduxa Síðastliðinn laugardag fór fram Vormót Molduxa í körfubolta en það hefur unnið sér fastan sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda enda það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið var í tveimur riðlum +30 og +45 ára og skráðu sig fimm lið í hvorn riðil. Molduxar voru sem fyrr í flottustu búningunum en þeir áttu lið í sitt- hvorum riðlinum. Þrátt fyrir hetjulega framgöngu unglingadeildar Molduxa stóðu FSu frá Selfossi uppi sem sigurvegarar en Staukar úr Hafnarfirði stálu sigri af reyndari Molduxum með aumlegri flautukörfu í úrslitaleik eldri riðilsins. Rán um hábjartan dag! Þar hefði erlendur dómari leiksins átt að rísa upp úr öskustónni og flauta körfuna af hið snarasta. Án vafa var Smárinn úr Varmahlíð efnilegasta lið mótsins með Jóhannes Björn Þorleifsson í broddi fylkingar. /FE Drengirnir í FSu á Selfossi stóðu uppi sem sigurvegarar í unglinga- deildinni. MYND: PF Árni Malla var keyptur í Val og stóð sig með stakri prýði. MYND: JHS VÉLAVAL VARMAHLÍÐ & 453 88 88 velaval.is velaval@velaval.is Óskum eftir að ráða kraftmikinn starfsmann í verslun okkar í Varmahlíð sem fyrst. Upplýsingar í síma 898 7186 eða ragnar@velaval.is www.skagafjordur.is Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna sveitarstjórnar- kosninga 26. maí 2018 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðár- króki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00 frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár Íslands. Upplýsingaveita Þjóðskrár: https://skra.is/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/ Sveitarstjóri Það var hart tekist á í leikjunum og stundum náðist góð fella. MYND: JHS Forseti Molduxanna, Geir Heljarnave, sýndi einstaka lipurð allt mótið og skoraði grimmt. MYND: JHS Staukar úr Hafnarfirði voru aldeilis ánægðir að ná verðlaunasæti í eldri deildinni. MYND: PF Reknar með hagnaði síðastliðið ár SAH Afurðir SAH Afurðir héldu aðalfund sinn þann 3. maí sl. þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var lagður fram og samþykktur. Á vefsíðu félagsins segir að hagnaður af rekstri ársins hafi numið 5,5 milljónum króna en síðast varð hagnaður á rekstri félagsins árið 2013. Velta síðasta árs var tæpir tveir milljarðar króna og bókfært eigið fé í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir króna. Ársverk á reikningsárinu voru 52. Reiknað er með tapi á fyrsta þriðjungi yfirstandandi reikningsárs. Það sem af er árs hafa SAH Afurðir flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum og eru allar gærur og aukaafurðir seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt útflytjendum og verðið óásættanlegt að því er segir á vefnum. Ennfremur segir að verð á lambakjöti á innanlandsmarkaði hafi farið lækkandi vegna offram- boðs og gríðarlegrar samkeppni. Tekin var ákvörðun um að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg 2017 sem stefnt er á að borga út þann 25. maí. /FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.