Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 2
Nú er kosningavor eins og flestum er væntanlega kunnugt og ekki fer framhjá neinum sem les þetta blað. Reyndar ætti okkur að vera orðið ljóst að orðið „vor“ er virkilega afstætt og hef ég nú endanlega afskrifað það, þrátt fyrir að hafa skotið því á frest í síðustu tveimur pistlum mínum, að skrifa um blessað vorið, það er einfaldlega varla viðeigandi. Hef ég því hugsað mér að láta það bíða næsta vors. En það á að kjósa um næstu helgi hvað sem öllu vorveðri líður. Efni þessa blaðs ber þess merki og eru ófáar blaðsíður þess helgaðar þessum kosningum þar sem frambjóðendur kynna sínar áherslur. Allir vilja þeir að sjálfsögðu veg síns sveitarfélags sem mestan og vinna að málefnum sem koma íbúunum til góða og til framfara horfa þannig að í raun er bara býsna mikill samhljómur með málflutningi listanna sem bjóða fram. Margir hugsa sjálfsagt sem svo að það sé algjör óþarfi að vera að kjósa, það komi hvort eð er allir til með að gera sitt besta og vinna af heilindum að framförum í sinni sveit. Einhverjir örfáir hugsa trúlega sem svo að það skipti engu máli hvað er kosið, þetta sé allt sama tóbakið, menn lofi öllu fögru fyrir kosningar og svo sé aldrei staðið við neitt. Undanfarin ár hefur áhugi fólks á því að nýta kosningarétt sinn farið dvínandi, kannski vegna ofangreindra atriða, kannski vegna þess að loforðalistinn er oft langur og þar af leiðandi litlar líkur á að hægt verði að merkja við nema lítinn hluta þeirra á tékklistanum að kjörtímabilinu liðnu. Kannski er líka bara almennu áhugaleysi um að kenna, áhugaleysi fyrir því hvernig samfélagi við viljum búa í. Að mínu mati er rétturinn til þess að kjósa með mikilvægari réttindum sem við höfum, réttur sem við megum ekki vanvirða og er á engan hátt sjálfgefinn. Þess vegna mun ég skunda á kjörstað á laugardaginn og setja X við eitthvert hinna fjögurra mjög svo frambærilegu framboða sem ég er svo heppin að geta valið á milli. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Kosningavor Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Vel var mætt á alla þrjá framboðsfundi sem haldnir voru í Skagafirði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Fimmtudaginn 17. maí var fyrsti fundurinn haldinn á Sauðárkróki og hinir tveir sl. mánudag á Hofsósi og Varmahlíð. Áskell Heiðar Ásgeirsson stjórnaði fundunum af mikilli röggsemi og var hann ánægður með mætingu og málefnalega umræðu. Feykir hafði samband við Heiðar og forvitnaðist um fundina. „Mér fannst þessir fundir ganga vel og mætingin var stórfín, fundargestir duglegir að spyrja og úr urðu mjög góðar umræður,“ segir Ásgeir Heiðar en að hans mati var ekkert eitt sem einkenndi fundina annað en það hversu vel var mætt og mikið um fjölbreyttar og góðar umræður. „Það voru svolítið mismunandi áhersluatriði milli funda, eins og eðlilegt er a.m.k. upp að vissu marki.“ Hann segir að á Sauðárkróki og á Hofsósi hafi verið nokkuð rætt um íbúalýðræði, íbúafundi og fleira í þeim dúr, auk þess sem nokkuð var spurt um uppbygginguna í Aðalgötunni á Sauðár- króki. „En það komu líka spurningar um stór mál eins og útsvar, fasteignagjöld, þjónustu við aldraða og húsnæðisstefnu svo eitthvað sé nefnt. Mér fannst hinsvegar athyglisvert að enginn spurði um skólamál á Króknum. Á Hofsósi og í Varmahlíð voru það skólamál og þá sérstaklega leikskólamál sem voru mest á dagskrá en sorpmálin brenna líka nokkuð á fólki utan Sauðárkróks. Þá voru íbúar á Hofsósi líka forvitnir að vita hvað stendur til varðandi íþróttahús þar og segja má að skipulagsmál hafi mikið verið til umræðu í Varmahlíð og þá eink- um skortur á deiliskipulagi þar.“ Heiðar segist hafa haft gaman af þessum fundum og var ánægður að sjá kraftinn í fram- bjóðendum og áhugann sem fólk sýndi þeim. „Vonandi skilar það sér í góðri kjörsókn og öflugri sveitarstjórn,“ segir hann að lokum. /PF Frá framboðsfundi í Menningarhúsinu í Varmahlíð. Áskell Heiðar Ásgeirsson í pontu en hann stjórnaði fundunum af röggsemi og festu. MYND: PF Sveitarstjórnarkosningar Vel mætt á framboðsfundi í Skagafirði Í síðustu viku landaði 21 bátur á Skaga- strönd og var samanlagður afli tæplega 50 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu 13 skip og bátar rúmum 325 tonnum og á Hofsósi var heildaraflinn rúm níu tonn af fjórum bátum. Tveir bátar lönduðu á Hvammstanga og var afli þeirra tæp þrjú tonn. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 387.373 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 13. – 19. maí 2018 Drangey SK 2 með 157 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.786 Mars HU 41 Grásleppunet 1.175 Alls á Hvammstanga 2.961 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 3.120 Skotta SK 138 Grásleppunet 720 Von SK 21 Grásleppunet 3.353 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 2.140 Alls á Hofsósi 9.333 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 3.318 Arndís HU 42 Handfæri 994 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 783 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 839 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 802 Blíðfari HU 52 Handfæri 1 529 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.997 Dagrún HU 121 Grásleppunet 6.581 Geiri HU 69 Handfæri 1.452 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.526 Hafdís HU 85 Grásleppunet 1.904 Jenný HU 40 Handfæri 935 Kambur HU 24 Grásleppunet 6.024 Kópur HU 118 Handfæri 372 Loftur HU 717 Handfæri 1.758 Lukka EA 777 Handfæri 2.068 Már HU 545 Handfæri 1.208 Onni HU 36 Dragnót 12.850 Svalur HU 124 Handfæri 143 Sæunn HU 30 Handfæri 1.489 Víðir EA 423 Handfæri 1.339 Alls á Skagaströnd 43.985 SAUÐÁRKRÓKUR Dalborg EA 317 Handfæri 538 Drangey SK 2 Botnvarpa 157.302 Fannar SK 11 Handfæri 1.715 Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.603 Gjávík SK 20 Handfæri 1.366 Hafey SK 10 Grásleppunet 6.130 Kaldi SK 121 Grásleppunet 391 Maró SK 33 Handfæri 1.593 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.564 Steini G SK 14 Grásleppunet 2.354 Sæfari SK 100 Grásleppunet 5.873 Vinur SK 22 Handfæri 1.306 Ösp SK 135 Handfæri 1.433 Alls á Sauðárkróki 325.168 2 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.