Feykir


Feykir - 23.05.2018, Qupperneq 3

Feykir - 23.05.2018, Qupperneq 3
X18 AUGLÝSING FRÁ B-LISTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í SKAGAFIRÐI Skagfirsk menning og fræði í öndvegi Þau ánægjulegu tímamót urðu í tengslum við setningu atvinnulífssýningar fyrir um hálfum mánuði síðan að mennta- og menningarmálaráðherra og formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Í viljayfirlýsingunni felst að miðað er við að viðbygging og endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga rúmi bóka- safn, skjalasafn og aðstöðu fyrir fræðastarfsemi, auk listasafns, leik- hússaðstöðu og langþráðs varðveislu- rýmis fyrir fyrrgreind söfn, auk Byggðasafns Skagfirðinga. Er gert ráð fyrir að menningarhúsið geti verið tilbúið árið 2022 – eða eftir 4 ár. Með þessum áfanga sér loks til lands með fullnustu samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði sem undirritað var fyrir 13 árum síðan. Þar var annars vegar kveðið á um endurbætur á félagsheimilinu Miðgarði, þar sem áhersla yrði lögð á tónlistarflutning, stærri hátíðir og ráðstefnuhald og var endurbætt hús, Menningarhúsið Miðgarður, formlega vígt við upphaf Sæluviku Skagfirðinga í apríl 2009. Hins vegar var gerð tillaga um að byggt yrði við núverandi Safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki og að þar yrði menningarmiðstöð með áherslu á fræðastörf og sýningar – hús sem nú er loks í sjónmáli. Mun það hús sinna öðrum þáttum menningar en Menn- ingarhúsið Miðgarður gerir í dag og styðja bæði hús þannig við öfluga menningarstarfsemi í firðinum, hvort með sínum hætti. Ganga Skagfirðingar þannig í þessum efnum ekki ólíkan veg og Ísfirðingar sem vörðu sínu framlagi til menningarhúss í endur- bætur þriggja húsa, hvert með sína sérhæfingu, og íbúar Fljótsdalshéraðs sem verja því til endurbóta á tveimur húsum með ólíka starfsemi. Öflugt fræðasamfélag Í hinu nýja menningarhúsi er gert ráð fyrir að verði aðstaða fyrir náið sambýli og samstarf á milli starfs- manna og sérfræðinga Héraðsskjala- safns Skagfirðinga, Byggðasafns Skagfirðinga, fræðimenn Sögufélags Skagfirðinga og starfsemi Héraðs- bókasafns Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga. Skagfirðingar búa yfir yfirgripsmiklum menningararfi og heimildum sem búið er að vinna mjög öflugt starf í kringum. Má þar sem dæmi nefna merkilegt starf sér- fræðinga fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, ritara Byggðasögu Skagafjarðar, starfsmanna Héraðs- skjalasafns og þeirra starfsmanna sem nú vinna að verkefninu um Verndar- svæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi. Ógrynni tækifæra bíða með möguleikum á enn nánara samstarfi og aukinni samvinnu þeirra frábæru sérfræðinga sem starfa við söfnin. Er þá ónefndur sá gríðarlega mikilvægi áfangi sem felst í góðu aðgengi að fullbúnum og fullgildum varðveislu- rýmum fyrir skjöl og muni safnanna, rýmum sem standast munu ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíkra húsakynna. Sýningar og sviðslistir Í nýju menningarhúsi er enn fremur gert ráð fyrir sal sem hentar vel til leiksýninga og tilheyrandi aðstöðu, auk fjölnota salarkynna til sýningar- halds á myndlist, ljósmyndum, skúlptúrum o.s.frv. Standa vonir til að með þessum vettvangi verði unnt að veita íbúum Skagafjarðar aukið aðgengi að margbreytilegum verkum og sýningum, með það að markmiði að auka menningarlæsi og vitund um gildi fjölbreyttrar listar. Uppbygging á safnsvæði Byggða- safns Skagfirðinga í Glaumbæ Á stefnuskrá okkar Framsóknarmanna fyrir komandi kjörtímabil er að fram- tíðarskipulagi safnsvæðisins í Glaum- bæ verði lokið í samvinnu og samráði við helstu hagaðila, og að í framhaldinu hefjist framkvæmdir þar við nýja aðkomu að safninu og ný bílastæði, auk nýrrar og glæsilegrar þjónustu- miðstöðvar fyrir Byggðasafn Skag- firðinga. Safnhúsin í Glaumbæ eru í dag vinsælasti áfangastaður ferða- manna sem sækja Skagafjörð heim og ljóst að mikillar uppbyggingar þarf við til að taka á móti miklum gestafjölda og ekki síður til að auka möguleika til varðveislu, fræðslu og miðlunar á menningararfi Skagafjarðar. Fjölbreyttar sýningar í gamla bænum á Sauðárkróki Við Aðalgötu á Sauðárkróki er mikil uppbygging framundan við fjölbreytt sýningarhald. Í húsinu við Aðalgötu 24, sem Sveitarfélagið Skagafjörður eignaðist nýverið, er nú þegar starfandi metnaðarfull og vel heppnuð sýning þar sem gestir geta kynnt sér líf og háttalag hins litríka og fallega fugls lundans. Er þar m.a. hægt með hagnýtingu tækninnar að fá 360 gráðu sýn á fuglabjörgin og náttúruna í Drangey og víðar. Fyrirhugað er að færa í sömu húsakynni sýningu sem kölluð er Gömlu verkstæðin og hefur verið í Minjahúsinu á Sauðárkróki. Þar má kynna sér hluta þeirrar sögu um hvernig iðnaðarmenn á Sauðárkróki, sem voru fjölmargir á 20. öldinni, bjuggu um sig á mörkum tíma þar sem verkstæðin voru vélvædd og áður en verksmiðjur tóku við. Handan götunnar, við Aðalgötu 21, er fyrirhugað að opni síðar á árinu sýning sem tileinkuð er atburðum á Sturlungaöld og einkum og sér í lagi Örlygsstaðabardaga, sem var háður 1238 í Skagafirði og er fjölmennasta orrusta sem háð hefur verið á Íslandi. Sérstaða sýningarinnar mun ekki síst liggja í nýjustu tækni sýndarveru- leikaupplifunar (Virtual Reality) og gagnvirknimöguleikum hennar en sýningin verður stærsta sýndarveru- leikasýning sem opnuð hefur verið á Norðurlöndunum. Mun sýningin ekki aðeins laða að þúsundir nýrra ferða- manna til Skagafjarðar, skapa 12-14 bein störf, auk fleiri óbeinna starfa, heldur mun hún einnig skila hreinum fjárhagslegum ávinningi sem nemur tæpum 200 milljónum króna yfir 30 ára tímabil. Áfram verða allar og jafnvel enn betri forsendur fyrir öflugri fræða- starfsemi í Skagafirði og mikil upp- bygging á fjölbreyttum sviðum menn- ingar og miðlunar framundan. Frambjóðendur Framsóknarflokksins Stefán Vagn Stefánsson Ingibjörg Huld Þórðardóttir Laufey Kristín Skúladóttir Axel Kárason Einar E. Einarsson 20/2018 3

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.