Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 4
Viltu vera sjálfboðaliði? Á Landsmótinu á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí þurfum við fjölmarga sjálfboðaliða til að vinna við ýmis verkefni. Sjálfboðaliða vantar við íþróttakeppni, í afþreyingu, upplýsingamiðstöð og til að taka á móti gestum. Á mót UMFÍ koma mörg hundruð sjálfboðaliðar frá öllu landinu á hverju ári og gera gott mót enn betra. Þú getur valið úr mörgum verk- efnum og hvenær þú vilt vinna þau með hópi af góðu fólki. Hægt er að bjóða krafta sína í nokkra klukkutíma eða bara eins og þú vilt hafa það. Við hvetjum þig eindregið til að skrá þig sem sjálfboðaliða og styrkja með vinnu þinni íþróttahreyfinguna í Skagafirði. Það er frábært að vera sjálfboðaliði Við hlökkum til að fá þig í lið með okkur. www.landsmotid.is Sveitarstjórnarkosningar á Norðurlandi vestra 26. maí 2018 Feykir sendi spurningar á alla oddvita framboðslista til sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. og þeir beðnir að lýsa framboðinu í stuttu máli og segja frá hvaða mál séu sett á oddinn hjá þeim. Þá er spurt hver sé helsta áskorunin sem þeirra sveitarfélag stendur frammi fyrir og svo að sjálfsögðu þurfa oddvitarnir að svara því af hverju fólk ætti að kjósa þeirra flokk. Þess má geta að ekki var gefinn kostur á öðrum innsendum greinum í blaðið öðrum en þeim sem keyptar voru sem auglýsingapláss. Á Norðurlandi vestra eru þrettán framboðslistar í fimm sveitarfélögum en í Akrahreppi og Skagahreppi verða kosn- ingar óhlutbundnar þar sem engir framboðslistar bárust. Í Húnaþingi vestra eru tveir listar í framboði, B-listi Fram- sóknar og annarra framfarasinna og N-listi Nýs afls. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 hlaut Nýtt afl í Húna- þingi vestra fjóra sveitarstjórnarmenn og hreinan meirihluta en listi Framsóknar og annarra framfarasinna þrjá sveitar- stjórnarmenn. Í Húnavatnshreppi eru þrír listar í framboði, A-listi Framtíðar, E-listi Nýs afls og N-listi Nýs framboðs. Í hreppsnefndarkosningunum 2014 hlaut A-listi Framtíðar fjóra hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta en E-listi Nýs afls þrjá hreppsnefndarmenn. Á Blönduósi eru listarnir tveir, L-listi fólksins og Ó-listi Óslistans. Í bæjarstjórnarkosningunum 2014 hlaut L-listi fólksins fjóra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta en J-listi Umbótasinnaðra Blönduósinga þrjá bæjarfulltrúa. Á Skagaströnd eru tveir listar, Ð-listi Við öll og H-listi Skagastrandarlistans. Í hreppsnefndarkosningunum 2014 hlaut Skagastrandarlistinn þrjá hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta en Ð-listinn Við öll tvo hrepps- nefndarmenn. Í Svf. Skagafirði eru fjórir listar í framboði, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, L-listi Byggða- listans og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 hlaut Fram- sóknarflokkurinn fimm sveitarstjórnarmenn og hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut tvo sveitarstjórnar- menn, Vinstrihreyfingin grænt framboð einn og Skaga- fjarðarlistinn einn. Feykir hvetur alla til að nýta kosningarétt sinn og mæta á kjörstað þann 26. maí næstkomandi. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA Þrettán listar í fimm sveitarfélögum Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkrókifnv.is Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verður slitið föstudaginn 25. maí kl. 13:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólameistari Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Sprækur sem spriklandi lækur Feykir.is 4 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.