Feykir


Feykir - 23.05.2018, Side 5

Feykir - 23.05.2018, Side 5
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Anna Margrét Sigurðardóttir fv. bæjarfulltrúi og kennari Ó-listi Óslistans Blönduósi Óslistinn samanstendur af fjölbreyttum hópi íbúa sem allir eiga það sameiginlegt að vilja gera gott samfélag enn betra. Við trúum á virkt lýðræði og opna og vandaða stjórnsýslu, þar sem íbúar eiga þess kost að taka í auknum mæli þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku er varðar samfélagið í heild sinni. Við hjá Óslistanum teljum atvinnulífið vera hornstein samfélagsins. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er jafnframt lykillinn að því að samfélag geti vaxið og dafnað. Því viljum við standa vörð um og styðja vöxt þess atvinnurekstrar sem fyrir er ásamt því að leita leiða til að laða að ný fyrirtæki og styðja þá sem hyggjast hefja hér starfsemi. Sóknar- færin eru fjölmörg en dug og þor einstaklinga eða fyrirtækja þarf til að þau verði nýtt sem skyldi. Sveitarfélagið þarf að vera ötull stuðningsmaður slíkra umsvifa en standa þeim ekki í vegi. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Mikilvægt er hverju sveitarfélagi að vel sé staðið að fræðslu- og uppeldismálum, enda varðar málefnasviðið dýrmætustu íbúa sveitarfélagsins – börnin. Tryggja þarf að leik- og grunnskólaganga barna undirbúi þau eins vel og best verður á kosið fyrir framtíðina, áframhaldandi menntun í framhaldsskóla, leik, starf og lífið sjálft. Í nánu sambandi við fræðslu- og uppeldismál standa menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál sem ein af grunnstoðum samfélagsins. Standa þessir málaflokkar hverjum íbúa nærri, ekki aðeins ungviðinu heldur jafnframt þeim sem eldri eru. Sveitarfélag ætti ávallt að styðja ríkulega við bakið á fjölbreyttu menningar-, íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðla með því að bættri lýðheilsu, andlegri sem líkamlegri. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Eitt grundvallarskilyrða fyrir búsetu- vali er viðunandi heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu. Er þar um að ræða málaflokk sem sveitarfélög hafa aðeins óbeina aðkomu að en að sama skapi er brýnt að þau beiti sér staðfastlega í því gagnvart stjórnvöldum að íbúum sé tryggð ásættanleg heilbrigðisþjónusta. Þá ættu sveitarfélög að kappkosta að auka lífsgæði og heilsu sinna elstu og virtustu borgara, tryggja þeim dægra- dvöl og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áskoranir sem sveitarfélagið stendur fyrir er að stærstum hluta nýsköpun í atvinnu og stórsókn í húsnæðismálum. Þessir tveir þættir haldast í hendur því með aukinni atvinnu þarf nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Hvað varðar atvinnu erum við helst að horfa til þess að nýta orku á svæðinu og vinna áfram af fullum krafti að gagnaversuppbygg- ingu svo og tækifæri í ferðaþjónustu. Við verðum að grípa tækifæri sem eru í orkufrekum iðnaði og þá sérstaklega orkufrekum iðnaði sem skapar mörg störf. Fiskeldi á landi er mjög spenn- andi kostur fyrir okkar svæði. Hvað varðar ferðaþjónustuna eina og sér þarf að laða að fjárhagslega sterka fjárfesta á svæðið til þess að stuðla að uppbygg- ingu sem myndi styrkja alla ferða- þjónustu á svæðinu, t.d. með byggingu hótels sem er nógu stórt til þess að taka á móti stærri hópum. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Við hvetjum þá Blönduósinga sem vilja sjá öflugt fólk í sveitarstjórn sem þykir vænt um bæinn sinn og er tilbúið að vinna ötullega að því að hann eflist og blómstri á næstu árum til þess að setja x við Ó á kjördag. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri D-listi Sjálfstæðisflokks Sveitarfélaginu Skagafirði Sjálfstæðisflokkurinn er hópur fólks sem býður sig fram til setu í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ungt fólk með nýjar og sterkar skoðanir í bland við reynslumeira fólk, kynjadreifing góð og gott samspil dreifbýlis og þéttbýlis, þannig að allar raddir eru að heyrast í okkar hópi. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Það er ljóst að taka þarf á mörgum málum á komandi kjörtímabili og vill Sjálfstæðisflokkurinn vinna þau mál í samvinnu við íbúa Skagafjarðar. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja enn betur undir grunnstoð- ir samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gegnsæi. Miðað við stöðuna í sveitarfélaginu okkar í dagvistunar- og leikskólamálum er það alveg ljóst að þar þarf að taka vel til hendinni og fjölga þessum úrræðum í Skagafirði. Sjálf-stæðisflokkurinn ætlar að fara í endurbætur og viðbyggingu á leik/ grunnskólunum á Hofsósi og í Varmahlíð í samvinnu með íbúum og starfsfólki. Framtíðarlausn á Sauðár- króki er að okkar mati viðbygging við húsnæði yngra stigs Ársala og sú hugmynd mun að sjálfsögðu vinnast með íbúum og starfsfólki. Aðstaða til íþróttakennslu er nokkuð góð í sveitarfélaginu nema á Hofsósi og þar þarf að hefjast strax undirbúningur á hönnun íþróttahúss. Grunnþjónustan þarf nefnilega að vera í lagi svo fjöl- skyldufólk haldi hér kyrru fyrir og svo ungt fólk sjái hag sinn í því að flytja aftur heim. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna áfram að innviðauppbygg- ingu eins og hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli, veita stjórnvöldum aðhald í þeim málum sem snerta okkar sam- félag. Í atvinnumálum þurfum við alltaf að vera vakandi, bæði verja það sem til er og laða að ný störf um allan fjörð. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Stærsta áskorunin er að halda áfram á þeirri braut sem búið er að ryðja og gera enn betur, þar er ég að tala um fjármál Sveitarfélagsins Skagafjarðar, á núverandi kjörtímabili hefur náðst góður árangur og sá besti í 20 ára sögu sveitarfélagsins þrátt fyrir miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Samanlagður hagnaður hefur aldrei verið meiri, eigið fé hefur aldrei aukist eins mikið, skuldahlutfall er á hraðri niðurleið, svona rekstur hefur ekki sést áður á einu kjörtímabili á þessum 20 árum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sýna aðhald, aðgætni og ábyrga fjármálastjórn í samvinnu við starfs- menn sveitarfélagsins og aðra kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Sveitarfélagsins. Það er hagur okkar allra að fjármál Sveitarfélagsins séu tekin áfram föstum tökum og aðgætni sýnd. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Framboðslistinn er skipaður sterkum hópi sem er tilbúinn að vinna að málefnum sveitarfélagsins af dugnaði og heilindum, tilbúinn að hlusta á raddir fólksins til að gera gott samfélag enn betra. Ef x er sett við D þá er verið tryggja áframhaldandi uppbyggingu á öllum þáttum samfélagsins. 20/2018 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.