Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 6
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Ragnhildur Haraldsdóttir lögregluþjónn N-listi Nýs framboðs Húnavatnshreppi Við erum hópur ungs fjölskyldufólks með ákveðna framtíðarsýn á það hvernig við viljum sjá samfélag Húnavatns- hrepps þróast á næstu árum og áratugum. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Við viljum sjá að sveitafélagið greiði niður skólaakstur fyrir leikskólabörn. Vegna fjarlægðar frá Húnavöllum, hafa sum börn ekki geta nýtt sér þá frábæru þjónustu sem leikskólinn á Húnavöllum hefur upp á að bjóða. Það er ákveðin þversögn fólgin í því að á sama tíma og talað er um fækkun barna á Húna- völlum að þá séu börn sem ekki geti nýtt sér þjónustuna. Fyrir þá sem búa hvað lengst frá er tæpur klukku- stundar akstur aðra leið, að ætla fólki að keyra fjórar ferðir á dag á ónýtum vegum er ekki boðlegt. Við hjá N-listanum viljum árétta það að mörg börn á leikskólanum nýta sér nú þegar þjónustu skólabílanna og hefur það samkvæmt okkar bestu vitund gengið vel. Hins vegar er staðreyndin sú að sumir foreldrar borga dágóða upphæð á einu skólaári fyrir akstur barna sinna á meðan aðrir fá þessa þjónustu frítt. Að okkar mati er lítil sanngirni fólgin í þessu fyrirkomulagi. N-listinn vill að byggt verði húsnæði á Húnavöllum, bæði til kaups og leigu. Mikill húsnæðisskortur er á svæðinu og væri þetta einn liður í því að snúa við neikvæðri íbúaþróun í sveitar- félaginu. Teljum við þetta vera langtíma fjárfestingu sem geti gefið af sér fjölmennara og sterkara samfélag. Viljum við að sveitafélagið sjái til þess að bændur geti losað sig við dauðar skepnur í hrægáma, enda með öllu óheimilt að urða hræ í heimalandi. Myndarlega hefur verið staðið að þessum málum í Skagafirði og viljum við geta veitt íbúum Húnavatnshrepps samskonar þjónustu. N-listinn vill auka félagslega þjón- ustu við aldraða, öryrkja og þá sem stríða við tímabundna erfiðleika. Myndum við vilja sjá aukna heima- þjónustu og jafnvel geta boðið fólki upp á heimsendingu á mat. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Okkar helsta áskorun sem samfélagið stendur frammi fyrir í dag er fólks- fækkun. Börnum í Húnavallaskóla fækkar, samfélagið verður eldra og framleiðni verður minni. Hér þarf að sýna kjark og grípa til aðgerða ekki eingöngu í orði heldur líka í verki. Við þurfum að gera Húnavatnshrepp að aðlaðandi kosti fyrir ungt fjölskyldufólk, svo það vilji setjast hér að, stunda atvinnu og ala hér upp börn, með því myndum við getað styrkt stöðu grunn- og leikskóla á svæðinu.Tækifærin í Húnavatnshreppi eru við hvert fótmál. Hér höfum við mikil náttúrugæði, stórar og grasmiklar jarðir ásamt mörgum sögufrægum stöðum. Nýta þarf hvoru tveggja til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í þessu litla en víðfeðma samfélagi. Bæði á sviði ferðaþjónustunnar en ekki síður til að bæta okkar aðal lifibrauð, landbúnað- inn. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Af því að við erum fólk sem búum yfir kjarki, dug og áræðni og höfum ákveðnar hugmyndir um það hvernig megi gera gott samfélag að betra samfélagi. Uppbygging og breytingar taka tíma og kosta peninga en hins- vegar teljum við það dýrast fyrir samfélagið að sitja með hendur í skauti án aðgerða. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Guðmundur Egill Erlendsson lögfræðingur Ð-listinn, Við öll Skagaströnd Ð-listinn, Við Öll, er breiður hópur einstaklinga á Skagaströnd með fjölbreytta menntun og margvíslega reynslu í farteskinu. Hluti listans var í framboði til sveitarstjórnarkosninga árið 2014 og náði þá inn tveimur mönnum af fimm í sveitarstjórn. Reynslan sem af því hlaust að sitja í minnihluta hefur brýnt enn meira vilja þeirra sem að framboðinu standa, til verka sem gagnast samfélaginu öllu. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Skagaströnd stendur á tímamótum og þrátt fyrir að ákjósanlegast væri að fara fram með jákvæðnina eina að vopni inn í kosningarnar er rétt að benda á að raunsæi þarf að haldast í hendur við hana. Það eru allmargir þættir sem vel eru gerðir á Skagaströnd, inntaka barna á leikskóla við 9 mánaða aldur, menntunarstig frábærra kennara á báðum skólastigum er mjög gott, það hvað íbúum þykir svo raunverulega vænt um bæinn sinn er líka jákvæður þáttur svo fátt eitt sé upp talið. En á síðustu 20 árum hefur íbúum fækkað um tæp 25%, fyrirtæki hafa lagt upp laupana í tugavís og störf hafa tapast, fólk gefst upp og fer þegar samfélagið verður fyrir svona blóðtöku. Hver og einn einstaklingur skiptir svo óendalega miklu máli að rödd þeirra allra verður að fá að heyrast. Það er mikilvægt að ábyrgð sveitarstjórnar sé miklu meiri en þeir eru tilbúnir að axla og viðurkenna og það er líka nauðsynlegt að þessari þróun verði snúið við. Hver og einn skiptir máli í samfélaginu okkar. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Áherslur framboðsins eru í reynd fjórþættar; atvinnumálum verður að sinna og skapa þarf störf í sveitarfélag- inu sem bæði sinna þörfum núverandi íbúa en laða líka að nýtt blóð. Umhverfismál hafa líka setið lengi á hakanum hjá núverandi meirihluta og nefna má helst að fráveitumál eru í fullkomnum ólestri, skólamálin eru í örum vexti upp á við en það vantar skýra framtíðarsýn um í hvaða farvegi því starfi verður áfram haldið. Síðast en ekki síst er stjórnsýsla sveitarfélags- ins ekki í takt við nútíma áherslur, gagnsæi ákvarðana er lítið sem ekkert, fagnefndir hafa verið sniðgengnar og mikilvægar ákvarðanir eru teknar í kyrrþey og án aðkomu íbúa sem hafa allir ríkra hagsmuna að gæta og síðast en ekki síst er aðgengi að fundum sveitarstjórnar bágborið og upplýs- ingaflæði um verk sveitarstjórnar í litlu betra ástandi. Þessu þarf að breyta strax. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Með því að veita Ð-listanum brautar- gengi í kosningum eru kjósendur að vakna upp af andvaraleysi og doða sem gæti orðið samfélaginu að fjörtjóni. Ð-listinn mun ekki unna sér hvíldar fyrr en þessari þróun verður snúið við. Henni verður ekki snúið við nema með því að virkja alla bæjarbúa til góðra verka, leggja öll spilin á borðið og leyfa öllum að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á framtíð Skagastrandar. Ð-listinn hyggst blása til löngu tímabærrar stórsóknar í atvinnumálum með stuðningi allra bæjarbúa og í sátt. Ð-listinn hyggst enn fremur tryggja það að allar raddir heyrist, óháð því hvaðan þær raddir koma með því að virkja alla bæjarbúa til góðra verka og ganga fram með góðu fordæmi. 6 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.