Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 8
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Magnús Magnússon sóknarprentur N-listi Húnaþingi vestra N listinn er framboðslisti fólks úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni-grænu framboði, Miðflokki auk óháðra og óflokksbundinna. N-listinn hefur verið í meirihluta í Húnaþingi vestra á líðandi kjörtímabili og staðið fyrir allmiklum framkvæmdum vítt og breitt um héraðið s.s. hitaveitu- og ljósleiðara- lagningu auk viðbyggingar við íþróttahús á Hvammstanga. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir hefur tekist að lækka skuldahlutfallið allnokkuð og er það nú komið niður í 53%, sem telst mjög gott í öllu tilliti. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? a) Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn. b) Öflugt atvinnulíf með áherslu á landbúnað. c) Áframhaldandi lagning hitaveitu auk þess að efla samgöngur og fjarskipti. d) Viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra sem innifelur nýtt húsnæði Tónlistarskóla Húnaþings vestra. e) Styðja við fjölbreytta menningu í héraði. f) Gera Húnaþing vestra að Heilsueflandi samfélagi. g) Enn frekari efling sveitarfélagsins í umhverfismálum. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Byggja við grunnskólann sem innihéldi nýtt húsnæði fyrir tónlistarskólann ásamt ráðdeild í rekstri og þannig halda skuldahlutfalli áfram lágu. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -N listinn hefur á að skipa hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu og menntun sem vill leggja fram krafta sína og hæfileika til þess að gera gott samfélag betra. Eining, uppbygging og ábyrg stjórnmál hafa verið okkar aðall og þannig viljum við starfa og standa að málum áfram. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Ólafur Bjarni Haraldsson sjómaður L-listi Byggðalistans Sveitarfélaginu Skagafirði Byggðalistinn er samsettur úr fjölbreyttum hópi fólks, víðsvegar að úr sveitarfélaginu. Þekking og reynsla frambjóðenda er mjög víðtæk og sem heild gerir það okkur mjög sterk. Samvinna allra sem koma að framboðinu er mikil, sem er ótrvírætt einn af okkar helstu styrkleikum. Við tileinkum okkur lausnamiðaðan hugsunarhátt og kemur það til með að hjálpa okkur við að mæta þeim áskorunum sem til staðar eru og munu koma upp næstkomandi kjörtímabil. Eins leggjum við ríka áherslu á að halda vel utan um þá uppbyggingu sem hefur verið í gangi, með það í huga að gera góða hluti enn betri. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Grunnþjónustan er þar fremst í flokki. Ég hef áður nefnt mikilvægi leik- og grunnskólamála, við verðum að fjölga leikskólaplássum og bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar svo eitthvað sé nefnt. Þessi mál þarf að leysa og koma í varanlegt horf sem allra fyrst. Við viljum einnig styðja við bakið á nýjum atvinnuskapandi verkefnum og auka þannig fjölbreytni starfa í sveitarfé- laginu. Þannig sköpum við ríkara samfélag til framtíðar, hvort sem litið er til fjárhags, mannauðs eða menningar. Við leggjum einnig mikla áherslu á aukið íbúalýðræði, þ.e. að íbúar hafi meiri aðkomu að ákvarðanatöku sem snertir þeirra daglega líf. Þar má nefna reglulega íbúafundi og kynningar á málefnum og framkvæmdum, aukið aðgengi að fjárhagsupplýsingum sveit- arfélagsins og aðra jafn sjálfsagða hluti. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Það þarf að breyta forgangsröðun verkefna þannig að uppbygging grunnstoða verði sett fremst með það að leiðarljósi að íbúum geti fjölgað í öllu sveitarfélaginu. Þar má nefna fjölgun leikskólaplássa í tengslum við aukið húsnæðispláss, uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og eins er það viss áskorun að ná endum saman hvað viðhald varðar á fasteignum sveitar- félagsins. Ákveðin áskorun felst einnig í því að opna stjórnsýsluna á þann veg að íbúar sveitarfélagsins geti sótt sér upplýsingar um starfsemi þess og þannig aukið trúverðugleika sveitar- stjórnarfulltrúa. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Nú í nokkurn tíma hefur verið ákall eftir nýjum valmöguleika fyrir íbúa Skagafjarðar þegar kemur að sveitar- stjórnarkosningum. Við svörum því ákalli með kraftmiklum, metnaðar- fullum og ferskum lista sem ekki er bundinn gömlum stefnum og hug- myndum. Stefnumál okkar eru skýr og raunsæ. Við viljum að grunnþjónustan sé í takt við þarfir íbúanna. Við viljum koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun sveitarfélagsins á skynsamlegan máta og auka aðgengi að fjárhagsupplýs- ingum þess. Við leggjum mikið upp úr heiðar- leika og hreinskilni í okkar störfum, og viljum þannig vinna með íbúum sveitarfélagsins á komandi kjörtíma- bili. Útbjuggu túristatröppur í sjúkrahúsbrekkuna Ánægja með nemendur málmiðnadeildar Í brekkunni austan sjúkrahússins á Sauðárkróki hefur verið komið fyrir tröppum sem vakið hafa athygli þeirra er um hana fara. Var þeim komið fyrir þar sem brattast er í tröðinni sem myndast hefur og mikið notuð af gangandi fólki sem um göngubrúna fara. Það voru nemendur úr málmiðnadeild FNV sem hönnuðu og smíðuðu tröppurnar. Björn Sighvatz, kennari, segir að þeir hafi fengið hugmyndina þar sem erfitt sé að ganga stíginn þar sem hann er brattastur, sérstaklega í vætu. Mældu nemendur aðstæður á alla kanta og hönnuðu tröppurnar samkvæmt öllum stöðlum og smíðuðu. Voru þær síðan sendar í húðun upp á endingu að gera. Segir Björn svona smíði vera fyrirtaks túrista- tröppur sem hægt væri að setja niður á ferðamannastöðum þar sem göngustígar eru brattir og erfiðir. Framtak nemenda og kennara þeirra þykir ansi gott en sérstakt leyfi þurfti frá sveitarfélaginu til að setja tröppurnar niður þar sem stígurinn er ekki á skipulagi en vonandi eiga tröppurnar eftir að þjóna sínum tilgangi um ókomin ár. /PF Þeir mega vera ánægðir með tröppurnar nemendur úr málmiðnadeild. MYND FNV 8 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.